Íþróttamálaráðherra Írlands, Michael Ring, segir að það vanti betra regluverk í kringum MMA-viðburði í landinu.
Það eru eðlilega margir í losti eftir að ungur Portúgali, Joao Carvalho, lést eftir að hafa fengið alvarlega höfuðáverka í bardaga í Dublin um nýliðna helgi.
Sjá einnig: Conor: Sorglegur tími fyrir bardagakappa
Carvalho var fluttur á spítala eftir bardagann þar sem hann gekkst undir aðgerð. Hann lést svo 48 tímum síðar.
„Þarna er greinilega vandamál. Það er ekkert regluverk í kringum þessa íþrótt og íþróttin er ekki hluti af íþróttasambandi Írlands. Þeir fá ekkert úr opinberum sjóðum,“ sagði Ring.
Þessum orðum ráðherrans hafa forsvarsmenn MMA í Írlandi vísað á bug og segja hann ekki hafa vit á því sem sé að segja. Allt regluverk í kringum MMA-viðburði á Írlandi sé í góðu lagi og á þessu tiltekna kvöldi hafi allt verið eins og það á að vera. Læknir hafi skoðað Carvalho eftir hverja lotu sem og eftir bardagann.
Sjá einnig: MMA-bardagakappi lést eftir bardaga í Dublin
„Fyrir tveim árum sá ég þessa hættu fyrir. Ég hef átt marga fundi með fólki sem hefur áhyggjur af þessari íþrótt. Við verðum að geta tekist á við þetta æði,“ bætti Ring við.
MMA er orðið mjög vinsælt í Írlandi og það er ekki síst Conor McGregor að þakka en hann er orðinn einn þekktasti íþróttamaður heims eftir ótrúlega frammistöðu innan og utan búrsins síðustu mánuði.
Sá er barðist við Carvalho er liðsfélagi McGregor sem sjálfur var í salnum og sá þennan bardaga.
Íþróttamálaráðherra Íra: Ég sá þessa hættu fyrir
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið







Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool
Enski boltinn

Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað
Íslenski boltinn

Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið
Íslenski boltinn

„Stöð 2 Sport er enski boltinn“
Enski boltinn