Conor: Sorglegur tími fyrir bardagakappa Henry Birgir Gunnarsson skrifar 13. apríl 2016 09:45 Conor og Carvalho. vísir/getty & facebook Conor McGregor var í salnum er Joao Carvalho barðist í síðasta sinn og lést svo 48 tímum síðar. Carvalho hlaut alvarlegan heilaskaða í bardaga gegn Charlie Ward á laugardag. Allt virtist vera í lagi meðan á bardaganum stóð sem og strax eftir að honum lauk. Svo gerðust hlutirnir hratt er honum fór að hraka skömmu síðar. Carvalho endaði á skurðarborðinu í heilaaðgerð sama kvöld og lést svo af sárum sínum á mánudag. „Þetta eru hrikaleg tíðindi með Joao Carvalho. Að sjá ungan mann gera eitthvað sem hann elskar, að keppa um betra líf og vera svo tekinn frá okkur er ömurlegt,“ skrifaði McGregor á Facebook-síðu sína í gær en andstæðingur Carvalho æfir á sama stað og McGregor og er með sama þjálfara.Sjá einnig: MMA-bardagakappi lést eftir bardaga í Dublin „Við erum bara menn og konur að gera hlut sem við elskum í von um betra líf fyrir okkur sjálf og fjölskyldur okkar. Enginn sem tekur þátt í bardagaíþróttum vill sjá svona gerast. Þetta er svo sjaldgæfur atburður að ég veit ekki hvernig ég á að taka þessu. Ég sat upp við búrið að styðja félaga minn. Bardaginn var fram og til baka og ég bara skil þetta ekki.“Conor og þjálfarinn John Kavanagh voru báðir á staðnum er Carvalho barðist í síðasta sinn.vísir/gettyConor sendir síðan samúðarkveðjur til fjölskyldu og liðs Carvalho. Segir hann hafa verið frábæran bardagamann sem allir munu sakna. „Bardagaíþróttir er brjálaður leikur og miðað við atvik í hnefaleikum um daginn og núna í MMA þá er þetta sorglegur tími fyrir bardagakappa og unnendur íþróttarinnar,“ segir Conor og bætir við. „Það er auðvelt fyrir þá sem standa fyrir utan leikinn að gagnrýna lifnaðarhætti okkar en fyrir þær milljónir manna um allan heim sem hafa öðlast betra líf, betri heilsu, andlega sem líkamlega í gegnum íþróttina er erfitt að kyngja þessu. Við vorum að missa einn af okkar mönnum.“ Búið er að stofna styrktarsjóð svo hægt sé að standa straum af útfararkostnaði og til styrktar fjölskyldu Carvalho. MMA Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Greindi frá válegum tíðindum Fótbolti Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit Körfubolti Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Enski boltinn Mistök ársins í NFL-deildinni: „Þetta verður bara fyndnara og fyndnara“ Sport Fleiri fréttir Bestu viðtölin í NFL-deildinni: „Tek alvöru kraftæfingu í sturtunni“ Van Gerwen gagnrýnir Littler: „Hann er ekki barn lengur“ Í beinni: Tyrkland - Ísland | Reyna að stríða toppliðinu „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Hófí Dóra stökk út úr braut á HM Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Mistök ársins í NFL-deildinni: „Þetta verður bara fyndnara og fyndnara“ Greindi frá válegum tíðindum Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Jimmy Butler endaði hjá Golden State Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Sjá meira
Conor McGregor var í salnum er Joao Carvalho barðist í síðasta sinn og lést svo 48 tímum síðar. Carvalho hlaut alvarlegan heilaskaða í bardaga gegn Charlie Ward á laugardag. Allt virtist vera í lagi meðan á bardaganum stóð sem og strax eftir að honum lauk. Svo gerðust hlutirnir hratt er honum fór að hraka skömmu síðar. Carvalho endaði á skurðarborðinu í heilaaðgerð sama kvöld og lést svo af sárum sínum á mánudag. „Þetta eru hrikaleg tíðindi með Joao Carvalho. Að sjá ungan mann gera eitthvað sem hann elskar, að keppa um betra líf og vera svo tekinn frá okkur er ömurlegt,“ skrifaði McGregor á Facebook-síðu sína í gær en andstæðingur Carvalho æfir á sama stað og McGregor og er með sama þjálfara.Sjá einnig: MMA-bardagakappi lést eftir bardaga í Dublin „Við erum bara menn og konur að gera hlut sem við elskum í von um betra líf fyrir okkur sjálf og fjölskyldur okkar. Enginn sem tekur þátt í bardagaíþróttum vill sjá svona gerast. Þetta er svo sjaldgæfur atburður að ég veit ekki hvernig ég á að taka þessu. Ég sat upp við búrið að styðja félaga minn. Bardaginn var fram og til baka og ég bara skil þetta ekki.“Conor og þjálfarinn John Kavanagh voru báðir á staðnum er Carvalho barðist í síðasta sinn.vísir/gettyConor sendir síðan samúðarkveðjur til fjölskyldu og liðs Carvalho. Segir hann hafa verið frábæran bardagamann sem allir munu sakna. „Bardagaíþróttir er brjálaður leikur og miðað við atvik í hnefaleikum um daginn og núna í MMA þá er þetta sorglegur tími fyrir bardagakappa og unnendur íþróttarinnar,“ segir Conor og bætir við. „Það er auðvelt fyrir þá sem standa fyrir utan leikinn að gagnrýna lifnaðarhætti okkar en fyrir þær milljónir manna um allan heim sem hafa öðlast betra líf, betri heilsu, andlega sem líkamlega í gegnum íþróttina er erfitt að kyngja þessu. Við vorum að missa einn af okkar mönnum.“ Búið er að stofna styrktarsjóð svo hægt sé að standa straum af útfararkostnaði og til styrktar fjölskyldu Carvalho.
MMA Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Greindi frá válegum tíðindum Fótbolti Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit Körfubolti Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Enski boltinn Mistök ársins í NFL-deildinni: „Þetta verður bara fyndnara og fyndnara“ Sport Fleiri fréttir Bestu viðtölin í NFL-deildinni: „Tek alvöru kraftæfingu í sturtunni“ Van Gerwen gagnrýnir Littler: „Hann er ekki barn lengur“ Í beinni: Tyrkland - Ísland | Reyna að stríða toppliðinu „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Hófí Dóra stökk út úr braut á HM Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Mistök ársins í NFL-deildinni: „Þetta verður bara fyndnara og fyndnara“ Greindi frá válegum tíðindum Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Jimmy Butler endaði hjá Golden State Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Sjá meira