Tvö silfur og fjögur brons á NM í Karate Stefán Árni Pálsson skrifar 10. apríl 2016 12:30 Á meðfylgjandi mynd má sjá verðlaunahafa, frá vinstri Kristín Magnúsdóttir, Máni Karl Guðmundsson, Embla Kjartansdóttir, María Helga Guðmundsdóttir, Edda Kristín Óttarsdóttir, Svana Katla Þorsteinsdóttir, Arna Katrín Kristinsdóttir og Ágúst Heiðar Sveinbjörnsson. Í gær fór fram Norðurlandameistaramótið í karate sem haldið var í Ålaborg, Danmörku. Ísland var með 21 keppanda á mótinu og stóðu þau sig öll vel. Hópkataliðið í kvennaflokki vann til silfurverðlauna eftir að hafa mætt danska hópkataliðinu í úrslitum, þar sem okkar lið framkvæmdi kata Enpi. Í einstaklingsflokkum stóð María Helga Guðmundsdóttir best þegar hún keppti í -55kg flokki. Í fyrstu umferð mætti María Sabina Laaveri frá Svíþjóð, María vann viðureignina 3-2, í annarri umferð mætti María hinni dönsku Amalie Poulsen og fór létt með hana, viðureignin endaði 5-1 fyrir Maríu. Í úrslitum mætti María Helga Ariana Alic frá Noregi, sú viðureign var jöfn þó svo að sú norska hafi unnið 7-2. Þess má geta að María Helga mætti þeirri norsku svo í liðakeppni og þá vann María viðureign þeirra 6-1. Í juniorflokki endaði Máni Karl Guðmundsson uppi með brons í kumite -61kg. Máni vann Oliver Danielsen frá Danmörku í fyrstu viðureign 2-0 en í undanúrslitum tapaði hann fyrir Daniel Johnsen frá Noregi. Í viðureigninni um 3ja sætið mætti Máni Malek Refai frá Svíþjóð í jafnri viðureign, Máni Karl stóð uppi sem sigurvegari og bronsið hans. Í junior kumite -59kg keppti Edda Kristín Óttarsdóttir við Oona Tammisto frá Finnlandi þar sem Edda sigraði 5-0, í undanúrslitum tapaði Edda fyrir Heliose Hedbom frá Svíþjóð. Í viðureigninni um bronsið mætti Edda Pernille Stumberg frá Noregi í jöfnum og skemmtilegum bardaga sem Edda stýrði allan tímann og stóð uppi sem sigurvegari og bronsið því hennar. Í cadetflokki keppti Embla Kjartansdóttir í kumite -47kg, Embla tapaði fyrir Amalie Pedersen frá Noregi í fyrstu viðureigninni, en í bardaganum um bronsið vann hún Emmelie Sode frá Danmörku 5-0. Í cadet kumite -70kg mætti Ágúst Heiðar Sveinbjörnsson Johannes Korpela frá Finnlandi en sá finnski vann 4-1. Ágúst fékk uppreisn og réttinn til að berjast um 3ja sætið þar sem hann mætti Christian Bendiksen frá Noregi, sú viðureign var jöfn en Ágúst skoraði gott stig og vann 1-0 og því bronsið hans. Aðrir keppendur okkar stóðu sig einnig mjög vel, margir áttu mjög góðan dag og voru í baráttu um bronsverðlaun en biðu lægri hlut. Greinilegt er að liðið okkar er að styrkjast og vera betra.Verðlaun Íslands á NM 2016; Silfur í hópkata kvenna; Arna Katrín Kristinsdóttir, Kristín Magnúsdóttir, Svana Katla Þorsteinsdóttir Silfur í kumite kvenna -55kg; María Helga Guðmundsdóttir Brons í kumite junior -61kg; Máni Karl Guðmundsson Brons í kumite junior -59kg; Edda Kristín Óttarsdóttir Brons í kumite cadet -47kg; Embla Kjartansdóttir Brons í kumite cadet -70kg; Ágúst Heiðar Sveinbjörnsson Hér að neðan má sjá brot úr kumiteviðureignum gærdagsins ásamt því að landsliðsþjálfarinn í kumite, Ingólfur Snorrason, ræðir um árangur dagsins. Aðrar íþróttir Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Sjá meira
Í gær fór fram Norðurlandameistaramótið í karate sem haldið var í Ålaborg, Danmörku. Ísland var með 21 keppanda á mótinu og stóðu þau sig öll vel. Hópkataliðið í kvennaflokki vann til silfurverðlauna eftir að hafa mætt danska hópkataliðinu í úrslitum, þar sem okkar lið framkvæmdi kata Enpi. Í einstaklingsflokkum stóð María Helga Guðmundsdóttir best þegar hún keppti í -55kg flokki. Í fyrstu umferð mætti María Sabina Laaveri frá Svíþjóð, María vann viðureignina 3-2, í annarri umferð mætti María hinni dönsku Amalie Poulsen og fór létt með hana, viðureignin endaði 5-1 fyrir Maríu. Í úrslitum mætti María Helga Ariana Alic frá Noregi, sú viðureign var jöfn þó svo að sú norska hafi unnið 7-2. Þess má geta að María Helga mætti þeirri norsku svo í liðakeppni og þá vann María viðureign þeirra 6-1. Í juniorflokki endaði Máni Karl Guðmundsson uppi með brons í kumite -61kg. Máni vann Oliver Danielsen frá Danmörku í fyrstu viðureign 2-0 en í undanúrslitum tapaði hann fyrir Daniel Johnsen frá Noregi. Í viðureigninni um 3ja sætið mætti Máni Malek Refai frá Svíþjóð í jafnri viðureign, Máni Karl stóð uppi sem sigurvegari og bronsið hans. Í junior kumite -59kg keppti Edda Kristín Óttarsdóttir við Oona Tammisto frá Finnlandi þar sem Edda sigraði 5-0, í undanúrslitum tapaði Edda fyrir Heliose Hedbom frá Svíþjóð. Í viðureigninni um bronsið mætti Edda Pernille Stumberg frá Noregi í jöfnum og skemmtilegum bardaga sem Edda stýrði allan tímann og stóð uppi sem sigurvegari og bronsið því hennar. Í cadetflokki keppti Embla Kjartansdóttir í kumite -47kg, Embla tapaði fyrir Amalie Pedersen frá Noregi í fyrstu viðureigninni, en í bardaganum um bronsið vann hún Emmelie Sode frá Danmörku 5-0. Í cadet kumite -70kg mætti Ágúst Heiðar Sveinbjörnsson Johannes Korpela frá Finnlandi en sá finnski vann 4-1. Ágúst fékk uppreisn og réttinn til að berjast um 3ja sætið þar sem hann mætti Christian Bendiksen frá Noregi, sú viðureign var jöfn en Ágúst skoraði gott stig og vann 1-0 og því bronsið hans. Aðrir keppendur okkar stóðu sig einnig mjög vel, margir áttu mjög góðan dag og voru í baráttu um bronsverðlaun en biðu lægri hlut. Greinilegt er að liðið okkar er að styrkjast og vera betra.Verðlaun Íslands á NM 2016; Silfur í hópkata kvenna; Arna Katrín Kristinsdóttir, Kristín Magnúsdóttir, Svana Katla Þorsteinsdóttir Silfur í kumite kvenna -55kg; María Helga Guðmundsdóttir Brons í kumite junior -61kg; Máni Karl Guðmundsson Brons í kumite junior -59kg; Edda Kristín Óttarsdóttir Brons í kumite cadet -47kg; Embla Kjartansdóttir Brons í kumite cadet -70kg; Ágúst Heiðar Sveinbjörnsson Hér að neðan má sjá brot úr kumiteviðureignum gærdagsins ásamt því að landsliðsþjálfarinn í kumite, Ingólfur Snorrason, ræðir um árangur dagsins.
Aðrar íþróttir Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Sjá meira