Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - ÍBV 33-35 | Eyjamenn héldu lífi í tímabilinu Guðmundur Marinó Ingvarsson í DB Schenker halle skrifar 29. apríl 2016 14:19 ÍBV lagði Hauka 35-33 í framlengdum þriðja leik liðanna í undanúrslitum Olís deildar karla í handbolta á útivelli í kvöld. ÍBV minnkaði forystu Hauka í einvíginu í 2-1.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á Ásvöllum í kvöld og tók þessar myndir hér fyrir ofan. Staðan var 29-29 eftir venjulegan leiktíma og 32-32 í hálfleik framlengingarinnar en ÍBV var á undan að skora í framlengingunni og náði að nýta sér það í lokin. Haukar byrjuðu leikinn betur. Vörnin var ógnarsterk og lagði grunninn að þriggja til fjögurra marka forystu liðsins snemma í hálfleiknum. Það breyttist fljótt því ÍBV skoraði níu mörk á síðustu 10 mínútur fyrri hálfleiks. Munaði miklu um að leikmenn liðsins fóru að ná skotunum yfir vörn Hauka sem riðlaði vörninni auk þess sem ÍBV fékk mikilvæg mörk úr hraðaupphlaupum. Þrátt fyrir að vera manni færri skoraði ÍBV tvö síðustu mörk fyrri hálfleik og var fyrir vikið tveimur mörkum yfir 14-12. Haukar voru fljótir að vinna upp forystuna í byrjun seinni hálfleiks og í kjölfarið var jafnt á öllum tölum fyrir utan þegar Haukar náðu einu sinni tveggja marka forystu um miðbik seinni hálfleiks. Báðum liðum gekk vel að skora í seinni hálfleik og breyttist leikurinn frá því að vera barátta frábærra varna í 20 mínútur í baráttu öflugra sókna síðustu 40 mínútur venjulegs leiktíma. Bæði lið náðu þó stoppi í vörninni þegar allt var undir í lokin og því náði hvorugt liðið að skora sigurmark á síðustu mínútu leiksins. ÍBV lék framliggjandi vörn eins liðsins er von og vísa. Haukar réðu ágætlega við 5-1 vörnin en átti í miklum vandræðum þegar ÍBV breytti í 4-2. Í framlengingunni gerðu Haukar sig seka um óþolinmæði og nýtti ÍBV sér tapaða bolta Hauka og náði tveggja marka forystu þegar skammt var eftir sem Haukar náðu ekki að vinna upp. Theodór Sigurbjörnsson og Einar Sverrisson voru magnaðir í sókn ÍBV og Grétar Eyþórsson nýtti færin sín einkar vel. Stephen Nielsen átti góða spretti í leiknum og þá ekki síst undir lokin. Hákon Daði Styrmisson var atkvæðamikill fyrir Hauka en hann nýtti vítin sín mjög vel í leiknum. Adam Haukur Baumruk og Janus Daði Smárason léku einnig vel líkt og Elías Már Halldórsson sem spilaði þó mun minna í leiknum. Liðin mætast í fjórða leiknum í Vestmannaeyjum á sunnudaginn klukkan 3 og má reikna með troðfullu húsi þar og mikill stemningu. Fjölmargir áhorfendur lögðu leið sína í Schenkerhöllina í kvöld og var frábær stemning og mikill hávaði þar sem bæði lið voru vel studd. Einar: Aldrei verið í betra formi Einar Sverrisson fór mikinn fyrir ÍBV í kvöld. Hann lyfti sér marg oft yfir vörn Hauka og dúndraði boltanum í markið auk þess sem hann steig upp í lokin með tveimur síðustu mörkum síns liðs. „Ég hefði átt að skjóta miklu meira. Að fara upp á flatan Jón Þorbjörn (Jóhannesson) og fleiri, það er veisla fyrir mig,“ sagði Einar um framgöngu sína í leiknum. „Þetta er hæð og stökkkraftur. Ég er hávaxinn og stekk ágætlega hátt. Ég næ að svífa aðeins lengur en þeir. Þeir eru fljótari niður.“ Haukar unnu nokkuð öruggan sigur í fyrsta leiknum hér á Ásvöllum en þurftu tvær framlengingar til að vinna í Eyjum og svo þurfti ÍBV eina framlengingu til að landa sigri í kvöld. „Þetta eru tvö klassa lið. Haukar eru með bestu vörn landsins eins og taflan í vetur sýndi. Með afgerandi forystu í fyrsta sætinu. „Þetta er topplið sem við erum að mæta en ÍBV liðið hefur sennilega aldrei verið í betra formi en núna á leiktíðinni. Ég held að við séum að toppa á réttum tíma,“ sagði Einar. Eyjamenn hafa engan áhuga á að tapa öðrum leik í Vestmannaeyjum og ætla að tryggja sér oddaleik hér í Schenkerhöllinni í næstu viku. „Þetta var algjört slys að tapa fyrir þeim í Eyjum. Við áttum að vera búnir að klára það í venjulegum leiktíma. Við klúðruðum því niður. „Það verður biluð stemning, þetta sinnum fjórir, fimm. Ég hvet alla til að mæta,“ sagði Einar að lokum. Janus: Þeir voru skarpari þegar mest á reyndi Janus Daði Smárason var að vonum svekktur með að Haukar þurfi að fara aftur til Vestmannaeyja eftir að liðinu mistókst að tryggja sæti í úrslitum í kvöld. „Það er hundfúlt en það þýðir ekkert að svekkja sig á því. Það er niðurstaðan. Við þurfum að einbeita okkur fyrir næsta leik,“ sagði Janus Daði. „Við förum ekki nógu langt út í þá og um leið og við gleymum okkur eru þeir búnir að skjóta yfir okkur. „Ef maður lítur á heildarmyndina þá finnst mér agalega sárt að við höfum ekki verið yfir í hálfleik,“ sagði Janus. ÍBV skoraði tvö síðustu mörk fyrri hálfleik manni færri og voru tveimur mörkum yfir en Haukar voru 9-5 yfir þegar níu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. „Við erum algjörir aular. Gefum þeim hraðaupphlaup. Við áttum að fara með fjögurra, fimm marka forskot í hálfleik. „Í framlengingunni erum við klaufar og ekki nógu klókir. Við fáum á okkur tvo ruðninga og ég held ég taki eina sókn í einhverri óþolinmæði af því að ég var ekki búinn að fá boltann tvær sóknir í röð og kasta honum frá mér framhjá. „Þeir voru skarpari þegar mest á reyndi. Við ætlum núna til Vestmannaeyja og stefnum á að vinna hann,“ sagði Janus Daði.Einar Sverrisson.Vísir/ErnirTheodór Sigurbjörnsson var öflugur með ÍBV í kvöld. Vísir/ErnirJanus Daði.Vísir/Ernir Olís-deild karla Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Íslenski boltinn EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Körfubolti Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Sjá meira
ÍBV lagði Hauka 35-33 í framlengdum þriðja leik liðanna í undanúrslitum Olís deildar karla í handbolta á útivelli í kvöld. ÍBV minnkaði forystu Hauka í einvíginu í 2-1.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á Ásvöllum í kvöld og tók þessar myndir hér fyrir ofan. Staðan var 29-29 eftir venjulegan leiktíma og 32-32 í hálfleik framlengingarinnar en ÍBV var á undan að skora í framlengingunni og náði að nýta sér það í lokin. Haukar byrjuðu leikinn betur. Vörnin var ógnarsterk og lagði grunninn að þriggja til fjögurra marka forystu liðsins snemma í hálfleiknum. Það breyttist fljótt því ÍBV skoraði níu mörk á síðustu 10 mínútur fyrri hálfleiks. Munaði miklu um að leikmenn liðsins fóru að ná skotunum yfir vörn Hauka sem riðlaði vörninni auk þess sem ÍBV fékk mikilvæg mörk úr hraðaupphlaupum. Þrátt fyrir að vera manni færri skoraði ÍBV tvö síðustu mörk fyrri hálfleik og var fyrir vikið tveimur mörkum yfir 14-12. Haukar voru fljótir að vinna upp forystuna í byrjun seinni hálfleiks og í kjölfarið var jafnt á öllum tölum fyrir utan þegar Haukar náðu einu sinni tveggja marka forystu um miðbik seinni hálfleiks. Báðum liðum gekk vel að skora í seinni hálfleik og breyttist leikurinn frá því að vera barátta frábærra varna í 20 mínútur í baráttu öflugra sókna síðustu 40 mínútur venjulegs leiktíma. Bæði lið náðu þó stoppi í vörninni þegar allt var undir í lokin og því náði hvorugt liðið að skora sigurmark á síðustu mínútu leiksins. ÍBV lék framliggjandi vörn eins liðsins er von og vísa. Haukar réðu ágætlega við 5-1 vörnin en átti í miklum vandræðum þegar ÍBV breytti í 4-2. Í framlengingunni gerðu Haukar sig seka um óþolinmæði og nýtti ÍBV sér tapaða bolta Hauka og náði tveggja marka forystu þegar skammt var eftir sem Haukar náðu ekki að vinna upp. Theodór Sigurbjörnsson og Einar Sverrisson voru magnaðir í sókn ÍBV og Grétar Eyþórsson nýtti færin sín einkar vel. Stephen Nielsen átti góða spretti í leiknum og þá ekki síst undir lokin. Hákon Daði Styrmisson var atkvæðamikill fyrir Hauka en hann nýtti vítin sín mjög vel í leiknum. Adam Haukur Baumruk og Janus Daði Smárason léku einnig vel líkt og Elías Már Halldórsson sem spilaði þó mun minna í leiknum. Liðin mætast í fjórða leiknum í Vestmannaeyjum á sunnudaginn klukkan 3 og má reikna með troðfullu húsi þar og mikill stemningu. Fjölmargir áhorfendur lögðu leið sína í Schenkerhöllina í kvöld og var frábær stemning og mikill hávaði þar sem bæði lið voru vel studd. Einar: Aldrei verið í betra formi Einar Sverrisson fór mikinn fyrir ÍBV í kvöld. Hann lyfti sér marg oft yfir vörn Hauka og dúndraði boltanum í markið auk þess sem hann steig upp í lokin með tveimur síðustu mörkum síns liðs. „Ég hefði átt að skjóta miklu meira. Að fara upp á flatan Jón Þorbjörn (Jóhannesson) og fleiri, það er veisla fyrir mig,“ sagði Einar um framgöngu sína í leiknum. „Þetta er hæð og stökkkraftur. Ég er hávaxinn og stekk ágætlega hátt. Ég næ að svífa aðeins lengur en þeir. Þeir eru fljótari niður.“ Haukar unnu nokkuð öruggan sigur í fyrsta leiknum hér á Ásvöllum en þurftu tvær framlengingar til að vinna í Eyjum og svo þurfti ÍBV eina framlengingu til að landa sigri í kvöld. „Þetta eru tvö klassa lið. Haukar eru með bestu vörn landsins eins og taflan í vetur sýndi. Með afgerandi forystu í fyrsta sætinu. „Þetta er topplið sem við erum að mæta en ÍBV liðið hefur sennilega aldrei verið í betra formi en núna á leiktíðinni. Ég held að við séum að toppa á réttum tíma,“ sagði Einar. Eyjamenn hafa engan áhuga á að tapa öðrum leik í Vestmannaeyjum og ætla að tryggja sér oddaleik hér í Schenkerhöllinni í næstu viku. „Þetta var algjört slys að tapa fyrir þeim í Eyjum. Við áttum að vera búnir að klára það í venjulegum leiktíma. Við klúðruðum því niður. „Það verður biluð stemning, þetta sinnum fjórir, fimm. Ég hvet alla til að mæta,“ sagði Einar að lokum. Janus: Þeir voru skarpari þegar mest á reyndi Janus Daði Smárason var að vonum svekktur með að Haukar þurfi að fara aftur til Vestmannaeyja eftir að liðinu mistókst að tryggja sæti í úrslitum í kvöld. „Það er hundfúlt en það þýðir ekkert að svekkja sig á því. Það er niðurstaðan. Við þurfum að einbeita okkur fyrir næsta leik,“ sagði Janus Daði. „Við förum ekki nógu langt út í þá og um leið og við gleymum okkur eru þeir búnir að skjóta yfir okkur. „Ef maður lítur á heildarmyndina þá finnst mér agalega sárt að við höfum ekki verið yfir í hálfleik,“ sagði Janus. ÍBV skoraði tvö síðustu mörk fyrri hálfleik manni færri og voru tveimur mörkum yfir en Haukar voru 9-5 yfir þegar níu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. „Við erum algjörir aular. Gefum þeim hraðaupphlaup. Við áttum að fara með fjögurra, fimm marka forskot í hálfleik. „Í framlengingunni erum við klaufar og ekki nógu klókir. Við fáum á okkur tvo ruðninga og ég held ég taki eina sókn í einhverri óþolinmæði af því að ég var ekki búinn að fá boltann tvær sóknir í röð og kasta honum frá mér framhjá. „Þeir voru skarpari þegar mest á reyndi. Við ætlum núna til Vestmannaeyja og stefnum á að vinna hann,“ sagði Janus Daði.Einar Sverrisson.Vísir/ErnirTheodór Sigurbjörnsson var öflugur með ÍBV í kvöld. Vísir/ErnirJanus Daði.Vísir/Ernir
Olís-deild karla Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Íslenski boltinn EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Körfubolti Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Sjá meira