Röskun á 24 flugferðum um Keflavíkurflugvöll Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. apríl 2016 16:08 Engar flugferðir verða til og frá Keflavík í nótt vegna yfirvinnubannsins. Vísir/Pjetur Vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra verður þjónusta á Keflavíkurflugvelli takmörkuð við sjúkra- og neyðarflug frá 21:00 í kvöld til 07:00 í fyrramálið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Isavia.Athygli vekur að ekkert kemur fram um breytingarnar á vef Keflavíkurflugvallar þegar þetta er skrifað. Þar er ekki annað að sjá en allar flugferðir á þessum tíma séu enn á áætlun. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, segir í samtali við Vísi að það megi væntanlega rekja til þess að upplýsingarnar hafi aðeins nýlega legið fyrir og flugfélögin að ráða ráðum sínum. Í tilkynningu frá Isavia segir að tveir flugumferðarstjórar sem áttu að vera á vaktinni í nótt séu veikir og vegna yfirvinnubanns fáist ekki flugumferðarstjórar til afleysinga. Þetta mun ef að líkum lætur hafa áhrif á 24 flugferðir. Keðjuverkandi áhrif eru óumflýjanleg í svona ástandi að sögn Guðna og megi reikna með einhverjum seinkunum á morgunflugi. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir í samtali við Vísi að flugfélagið sé að fara yfir málið.Umtalsverð áhrif á áætlun Annars vegar er um að ræða miðnæturflug til og frá Evrópu og svo morgunflug frá Norður-Ameríku til Keflavíkurflugvallar og frá Keflavíkurflugvelli til Evrópu. Að auki mun þetta hafa umtalsverð áhrif til röskunar á áætlun flugfélaganna í framhaldinu. Félag íslenskra flugumferðarstjóra (FÍF) og Samtök Atvinnulífsins (SA) fyrir hönd Isavia standa nú í kjaraviðræðum og hefur þeim verið vísað til ríkissáttasemjara. Viðræður hafa staðið yfir frá því í nóvember en síðustu átta fundir hafa verið haldnir undir stjórn Ríkissáttasemjara, sá síðasti 26. apríl síðastliðinn. Ríkissáttasemjari hefur boðað næsta fund 9. maí. FÍF ákvað að setja á yfirvinnubann, en það hefur staðið yfir frá 6. apríl. Hingað til hefur það ekki haft mikil áhrif á áætlunarflug um íslenska flugvelli en þó nokkur áhrif á flug um íslenska flugstjórnarsvæðið. Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra verður þjónusta á Keflavíkurflugvelli takmörkuð við sjúkra- og neyðarflug frá 21:00 í kvöld til 07:00 í fyrramálið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Isavia.Athygli vekur að ekkert kemur fram um breytingarnar á vef Keflavíkurflugvallar þegar þetta er skrifað. Þar er ekki annað að sjá en allar flugferðir á þessum tíma séu enn á áætlun. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, segir í samtali við Vísi að það megi væntanlega rekja til þess að upplýsingarnar hafi aðeins nýlega legið fyrir og flugfélögin að ráða ráðum sínum. Í tilkynningu frá Isavia segir að tveir flugumferðarstjórar sem áttu að vera á vaktinni í nótt séu veikir og vegna yfirvinnubanns fáist ekki flugumferðarstjórar til afleysinga. Þetta mun ef að líkum lætur hafa áhrif á 24 flugferðir. Keðjuverkandi áhrif eru óumflýjanleg í svona ástandi að sögn Guðna og megi reikna með einhverjum seinkunum á morgunflugi. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir í samtali við Vísi að flugfélagið sé að fara yfir málið.Umtalsverð áhrif á áætlun Annars vegar er um að ræða miðnæturflug til og frá Evrópu og svo morgunflug frá Norður-Ameríku til Keflavíkurflugvallar og frá Keflavíkurflugvelli til Evrópu. Að auki mun þetta hafa umtalsverð áhrif til röskunar á áætlun flugfélaganna í framhaldinu. Félag íslenskra flugumferðarstjóra (FÍF) og Samtök Atvinnulífsins (SA) fyrir hönd Isavia standa nú í kjaraviðræðum og hefur þeim verið vísað til ríkissáttasemjara. Viðræður hafa staðið yfir frá því í nóvember en síðustu átta fundir hafa verið haldnir undir stjórn Ríkissáttasemjara, sá síðasti 26. apríl síðastliðinn. Ríkissáttasemjari hefur boðað næsta fund 9. maí. FÍF ákvað að setja á yfirvinnubann, en það hefur staðið yfir frá 6. apríl. Hingað til hefur það ekki haft mikil áhrif á áætlunarflug um íslenska flugvelli en þó nokkur áhrif á flug um íslenska flugstjórnarsvæðið.
Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira