Körfubolti

Pálína ekki sátt: "Allt saman fullorðið fólk sem ætti í raun að skammast sín“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Pálína Gunnlaugsdóttir.
Pálína Gunnlaugsdóttir. vísir/ernir
„Þær mættu bara tilbúnar og við höfðum enginn svör við þeirra varnarleik og þær voru betur undirbúnar,“ segir Pálína Gunnlaugsdóttir, leikmaður Hauka, eftir leikinn. 

Snæfell varð í kvöld Íslandsmeistarar þegar liðið vann Hauka í oddaleik á Ásvöllum, 67-59.

„Það var mikið stress í byrjun og það má búast við því í svona stórleik. Við vorum alltof lengi í gang en náðum smá áhlaupi í fjórða leikhlutanum.“

Pálína segir að Snæfellingar eigi þennan sigur skilið og Ingi Þór sé frábær þjálfari. Það var aftur á móti eitt sem fór mjög í taugarnar á Pálínu.

„Stúkan hjá Snæfellingum er mjög dónaleg og manni finnst leiðinlegt að hlusta á þá. Þetta er fullorðið fólk og það lætur út úr sér mjög dónaleg orð. Ég er með sex ára dóttur mína með mér hér og það er ekki gaman fyrir hana að heyra svona hluti um mömmu sína. Þetta er bara asnalegt og allt saman fullorðið fólk sem ætti í raun að skammast sín.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×