Mörgum spurningum enn ósvarað um Dorrit, lögheimilið og aflandsfélagið Bjarki Ármannsson og Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifa 26. apríl 2016 16:30 Dorrit Moussaieff og Ólafur Ragnar Grímsson. Vísir/EPA Spurningum er enn ósvarað varðandi aflandsfélagið Lasca Finance Limited, sem var eða er í eigu fjölskyldu Dorritar Moussaieff forsetafrúar. Greint var frá tilvist félagsins í gær, örfáum dögum eftir að Ólafur Ragnar Grímsson forseti þvertók fyrir það í viðtali á CNN að hann eða fjölskylda hans tengdust á nokkurn hátt aflandsfélögum. Hann hafði áður staðfest það í viðtali við Fréttablaðið. Líkt og Kjarninn og Reykjavík Grapevine greindu frá í gær, birtist félagið á ársreikningum fjölskyldufyrirtækis Dorritar, Moussaieff Limited, á árunum 2000 til 2006 og er þá skráð á Bresku jómfrúaeyjum. Árið 2005 virðist fyrirtækið hafa selt tíu prósenta hlut sinn í Lasca til foreldra Dorritar, Schlomo og Alisa Moussaieff. Kaupverðið nam tugum milljóna íslenskra króna og gefur þannig til kynna að heildarvirði Lasca hafi numið hundruðum milljóna. Hér er heimasíða fyrirtækisins Moussaieff Limited. Fyrirtækið selur demanta og skartgripi.Ekki er víst hvað varð um félagið Lasca í kjölfarið. Í svari forsetaskrifstofu við fyrirspurn Kjarnans um málið í gær segir að hvorki Ólafur né Dorrit kannist við félagið. Schlomo lést í fyrra og Alisa man, samkvæmt svari forsetaskrifstofunnar, ekki eftir slíku félagi.„Ég legg mörg hundruð demanta á borðið mitt og tek að raða þeim. Af þessum stórfenglega glundroða verða til fjölmargir fallegir gripir.“ Alisa Moussaieff. Þetta er upphafsmynd heimasíðu Moussaieff Limited.Grapevine bendir í frétt sinni á það að um svipað leyti og Lasca hvarf af ársreikningum fyrirtækis Moussaieff fjölskyldunnar birtist nýtt félag, Moussaieff Limited, sem skráð er í Hong Kong. Alisa er skráður eigandi félagsins. Hong Kong telst ekki skattaskjól samkvæmt íslenskum lögum en er í öðru sæti samkvæmt alþjóðlegri samantekt yfir þau ríki þar sem sem mest leynd ríkir yfir fjármálastarfsemi. Eins og fram kemur í tímalínu Vísis hér að ofan kynntust Íslendingar Dorrit Moussaieff fyrst árið 1999 og gekk hún í hjónaband með Ólafi Ragnari Grímssyni fjórum árum síðar. Forsetafrúin hefur notið vinsælda hér á landi. Í júní árið 2013 sagði Fréttablaðið frá því að Dorrit hefði flutt lögheimili sitt frá Íslandi í lok árs 2012 til Bretlands. Í yfirlýsingu í kjölfar fréttanna sagði Dorrit: „Þegar horfur voru á að eiginmaður minn yrði ekki lengur forseti gerði ég ráðstafanir til að geta sinnt meira fyrri störfum mínum í London, einkum í ljósi þess að foreldrar mínir, sem stjórnað hafa fjölskyldufyrirtækinu, eru nú háaldraðir.“ Dorrit og Ólafur árið 2012 þegar Ólafur bauð sig fram í fimmta skiptið. Ólafur hafði ætlað að ljúka forsetatíð sinni þetta ár en hætt við.Vísir/EPAForsetahjónin höfnuðu því á sínum tíma að ástæða lögheimilisflutninganna væri skattalegt hagræði. Raunar hafði Viðskiptablaðið greint frá því fyrr á árinu 2012 að forsetahjónin greiddu ekki auðlegðarskatt á Íslandi þrátt fyrir að eignir Moussaieff fjölskyldunnar séu metnar á tugi milljarða. Vísir hefur sent fyrirspurnir á forsetahjónin enda er enn mörgum spurningum ósvarað sem fyrr segir. Í fyrsta lagi hvað varðar lögheimili forsetafrúnnar: Í ljósi þess að horfur eru á að Ólafur Ragnar sitji í fjögur ár til viðbótar á forsetastóli, mun þá Dorrit flytja lögheimili sitt aftur heim til Íslands? Forsetaembættið kaus að svara þessari spurningu ekki beint: „Eins og Dorrit greindi frá í yfirlýsingu árið 2013 var breyting á lögheimili hennar liður í ráðstöfunum til að geta sinnt meira fyrri störfum sínum í London, einkum í ljósi þess að foreldrar hennar voru orðnir háaldraðir.“Mörgum spurningum er enn ósvarað hvað varðar Moussaieff og aflandsfélagið.Vísir/EPAMeginreglan samkvæmt íslenskum lögum er sú að hjón skulu samsköttuð og skulu eiga sama lögheimili. Hins vegar er undantekning á þessari meginreglu sem gildir í tilviki Dorritar en eftirfarandi texti birtist í yfirlýsingu hennar árið 2013: „Ákvæði 7. gr. lögheimilislaga um að hjón eigi saman lögheimili verður að skoða í tengslum við ákvæði annarra laga sem fjalla um heimili, heimilisfesti og aðsetur. Má í því sambandi t.d. nefna ákvæði 2. mgr. 63. gr. tekjuskattslaga nr. 90/2003, sbr. 1. gr. sömu laga. Í þessum ákvæðum er fjallað um heimilisfesti manna á Íslandi og kemur fram í 63. gr., sem fjallar um hjón, að svo geti verið ástatt hjá hjónum að annar makinn sé skattskyldur ótakmarkað vegna heimilisfesti hér á landi, þ.e. með lögheimili, en hinn makinn með takmarkaða skattskyldu, þ.e. ekki með lögheimili hér á landi vegna ákvæða samninga Íslands við önnur ríki eða af öðrum ástæðum. Ákvæði 63. greinarinnar eiga einkum við erlenda ríkisborgara og með samningum við önnur ríki er t.d. átt við ákvæði tvísköttunarsamninga. Þá er rétt að vekja athygli á því að samkvæmt lögum um tilkynningar aðsetursskipta nr. 73/1952 eru strangar reglur um að tilkynna skuli um aðseturskipti.“ Rétt eins og forsetaembættið hefur bent á eftir fyrirspurn Vísis gildir það sama um forsetahjónin og fjölmörg önnur íslensk hjón. Samkvæmt tölum Hagstofunnar eru á Íslandi í dag 4.185 hjón sem ekki eru skráð í samvist. Samtals eru 110.364 giftir á Íslandi og því eru 3,8 prósent þeirra sem giftir eru ekki í skráðri samvist. Dorrit er samkvæmt Þjóðskrá með lögheimili í Bretlandi en Ólafur Ragnar Grímsson er með lögheimili að Bessastöðum. Þau eru því hjón sem eru ekki skráð í samvist.Dorrit og Ólafur hafa verið saman um nokkurt skeið en búa ekki saman.Right„Það gildir sama um hana að þessu leyti og fjölda maka sem stunda atvinnu í öðrum löndum. Auk þess er Dorrit líka breskur ríkisborgari og hefur stundað atvinnu í London í áratugi,“ segir í skriflegu svari forsetaembættisins. Í öðru lagi hefur því verið velt upp hvernig það samrýmist að forsetahjónin hafi enga vitneskju haft um aflandsfélag fjölskyldufyrirtækis Moussaieff-fjölskyldunnar þegar ástæða búferlaflutninga hennar var meðal annars að sinna fyrirtækinu. Forsetaembættið hefur ekki svarað þessari fyrirspurn Vísis. Þó er rétt að hafa það í huga að fyrirtækið seldi tíu prósenta hlut sinn í Lasca Finance Limited árið 2005, sjö árum áður en Dorrit flutti lögheimili sitt til Bretlands. Hluturinn var seldur til foreldra Dorritar „S. Moussaieff og „Mrs. Moussaieff“ eins og greint er frá á Kjarnanum. Schlomo Moussaieff lést á síðasta ári, þá níræður. Forsetahjónin hafa þannig ekki veitt svör við því til dæmis hvort félagið Lasca sé enn í eigu Moussaieff fjölskyldunnar eða hvort þau hundruð milljóna sem útlit er fyrir að hafi verið geymd þar hafi verið færð í félagið í Hong Kong. Þá hefur forsetaembættið ekki svarað því hvernig starfi Dorritar hjá Moussaieff Limited er háttað eða hvernig ábyrgð hún ber hjá fyrirtækinu. Óljóst er hvort tengingin við Panama-skjölin kemur til með að hafa áhrif á framboð Ólafs Ragnars til forseta í sjötta skiptið. Sem kunnugt er skipti Ólafur Ragnar um skoðun á dögunum en hann hafði gefið út í nýársávarpi sínu að yfirstandandi kjörtímabil yrði hans síðasta. Almannatengillinn Andrés Jónsson, sem er sérfræðingur í krísustjórnun, segir augljóst að það sé afar óþægilegt fyrir einhvern sem sækist eftir frekari trúnaðarstörfum fyrir almenning að vera tengdur Panama-skjölunum. Ólafur gæti þurft að opna bókhaldið til að leggja allt á borðið, að mati Andrésar. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Ingibjörg og Jón Ásgeir í Panama-gögnunum Hafa stundað fjárfestingar í Evrópu og á Íslandi með fé frá félagi sem skráð er í Panama 21. apríl 2016 10:05 Ástþór lýsir yfir áhyggjum vegna uppljóstrana úr Panamaskjölunum Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi hefur sent utanríkisráðuneytinu bréf þess efnis. 25. apríl 2016 18:00 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Spurningum er enn ósvarað varðandi aflandsfélagið Lasca Finance Limited, sem var eða er í eigu fjölskyldu Dorritar Moussaieff forsetafrúar. Greint var frá tilvist félagsins í gær, örfáum dögum eftir að Ólafur Ragnar Grímsson forseti þvertók fyrir það í viðtali á CNN að hann eða fjölskylda hans tengdust á nokkurn hátt aflandsfélögum. Hann hafði áður staðfest það í viðtali við Fréttablaðið. Líkt og Kjarninn og Reykjavík Grapevine greindu frá í gær, birtist félagið á ársreikningum fjölskyldufyrirtækis Dorritar, Moussaieff Limited, á árunum 2000 til 2006 og er þá skráð á Bresku jómfrúaeyjum. Árið 2005 virðist fyrirtækið hafa selt tíu prósenta hlut sinn í Lasca til foreldra Dorritar, Schlomo og Alisa Moussaieff. Kaupverðið nam tugum milljóna íslenskra króna og gefur þannig til kynna að heildarvirði Lasca hafi numið hundruðum milljóna. Hér er heimasíða fyrirtækisins Moussaieff Limited. Fyrirtækið selur demanta og skartgripi.Ekki er víst hvað varð um félagið Lasca í kjölfarið. Í svari forsetaskrifstofu við fyrirspurn Kjarnans um málið í gær segir að hvorki Ólafur né Dorrit kannist við félagið. Schlomo lést í fyrra og Alisa man, samkvæmt svari forsetaskrifstofunnar, ekki eftir slíku félagi.„Ég legg mörg hundruð demanta á borðið mitt og tek að raða þeim. Af þessum stórfenglega glundroða verða til fjölmargir fallegir gripir.“ Alisa Moussaieff. Þetta er upphafsmynd heimasíðu Moussaieff Limited.Grapevine bendir í frétt sinni á það að um svipað leyti og Lasca hvarf af ársreikningum fyrirtækis Moussaieff fjölskyldunnar birtist nýtt félag, Moussaieff Limited, sem skráð er í Hong Kong. Alisa er skráður eigandi félagsins. Hong Kong telst ekki skattaskjól samkvæmt íslenskum lögum en er í öðru sæti samkvæmt alþjóðlegri samantekt yfir þau ríki þar sem sem mest leynd ríkir yfir fjármálastarfsemi. Eins og fram kemur í tímalínu Vísis hér að ofan kynntust Íslendingar Dorrit Moussaieff fyrst árið 1999 og gekk hún í hjónaband með Ólafi Ragnari Grímssyni fjórum árum síðar. Forsetafrúin hefur notið vinsælda hér á landi. Í júní árið 2013 sagði Fréttablaðið frá því að Dorrit hefði flutt lögheimili sitt frá Íslandi í lok árs 2012 til Bretlands. Í yfirlýsingu í kjölfar fréttanna sagði Dorrit: „Þegar horfur voru á að eiginmaður minn yrði ekki lengur forseti gerði ég ráðstafanir til að geta sinnt meira fyrri störfum mínum í London, einkum í ljósi þess að foreldrar mínir, sem stjórnað hafa fjölskyldufyrirtækinu, eru nú háaldraðir.“ Dorrit og Ólafur árið 2012 þegar Ólafur bauð sig fram í fimmta skiptið. Ólafur hafði ætlað að ljúka forsetatíð sinni þetta ár en hætt við.Vísir/EPAForsetahjónin höfnuðu því á sínum tíma að ástæða lögheimilisflutninganna væri skattalegt hagræði. Raunar hafði Viðskiptablaðið greint frá því fyrr á árinu 2012 að forsetahjónin greiddu ekki auðlegðarskatt á Íslandi þrátt fyrir að eignir Moussaieff fjölskyldunnar séu metnar á tugi milljarða. Vísir hefur sent fyrirspurnir á forsetahjónin enda er enn mörgum spurningum ósvarað sem fyrr segir. Í fyrsta lagi hvað varðar lögheimili forsetafrúnnar: Í ljósi þess að horfur eru á að Ólafur Ragnar sitji í fjögur ár til viðbótar á forsetastóli, mun þá Dorrit flytja lögheimili sitt aftur heim til Íslands? Forsetaembættið kaus að svara þessari spurningu ekki beint: „Eins og Dorrit greindi frá í yfirlýsingu árið 2013 var breyting á lögheimili hennar liður í ráðstöfunum til að geta sinnt meira fyrri störfum sínum í London, einkum í ljósi þess að foreldrar hennar voru orðnir háaldraðir.“Mörgum spurningum er enn ósvarað hvað varðar Moussaieff og aflandsfélagið.Vísir/EPAMeginreglan samkvæmt íslenskum lögum er sú að hjón skulu samsköttuð og skulu eiga sama lögheimili. Hins vegar er undantekning á þessari meginreglu sem gildir í tilviki Dorritar en eftirfarandi texti birtist í yfirlýsingu hennar árið 2013: „Ákvæði 7. gr. lögheimilislaga um að hjón eigi saman lögheimili verður að skoða í tengslum við ákvæði annarra laga sem fjalla um heimili, heimilisfesti og aðsetur. Má í því sambandi t.d. nefna ákvæði 2. mgr. 63. gr. tekjuskattslaga nr. 90/2003, sbr. 1. gr. sömu laga. Í þessum ákvæðum er fjallað um heimilisfesti manna á Íslandi og kemur fram í 63. gr., sem fjallar um hjón, að svo geti verið ástatt hjá hjónum að annar makinn sé skattskyldur ótakmarkað vegna heimilisfesti hér á landi, þ.e. með lögheimili, en hinn makinn með takmarkaða skattskyldu, þ.e. ekki með lögheimili hér á landi vegna ákvæða samninga Íslands við önnur ríki eða af öðrum ástæðum. Ákvæði 63. greinarinnar eiga einkum við erlenda ríkisborgara og með samningum við önnur ríki er t.d. átt við ákvæði tvísköttunarsamninga. Þá er rétt að vekja athygli á því að samkvæmt lögum um tilkynningar aðsetursskipta nr. 73/1952 eru strangar reglur um að tilkynna skuli um aðseturskipti.“ Rétt eins og forsetaembættið hefur bent á eftir fyrirspurn Vísis gildir það sama um forsetahjónin og fjölmörg önnur íslensk hjón. Samkvæmt tölum Hagstofunnar eru á Íslandi í dag 4.185 hjón sem ekki eru skráð í samvist. Samtals eru 110.364 giftir á Íslandi og því eru 3,8 prósent þeirra sem giftir eru ekki í skráðri samvist. Dorrit er samkvæmt Þjóðskrá með lögheimili í Bretlandi en Ólafur Ragnar Grímsson er með lögheimili að Bessastöðum. Þau eru því hjón sem eru ekki skráð í samvist.Dorrit og Ólafur hafa verið saman um nokkurt skeið en búa ekki saman.Right„Það gildir sama um hana að þessu leyti og fjölda maka sem stunda atvinnu í öðrum löndum. Auk þess er Dorrit líka breskur ríkisborgari og hefur stundað atvinnu í London í áratugi,“ segir í skriflegu svari forsetaembættisins. Í öðru lagi hefur því verið velt upp hvernig það samrýmist að forsetahjónin hafi enga vitneskju haft um aflandsfélag fjölskyldufyrirtækis Moussaieff-fjölskyldunnar þegar ástæða búferlaflutninga hennar var meðal annars að sinna fyrirtækinu. Forsetaembættið hefur ekki svarað þessari fyrirspurn Vísis. Þó er rétt að hafa það í huga að fyrirtækið seldi tíu prósenta hlut sinn í Lasca Finance Limited árið 2005, sjö árum áður en Dorrit flutti lögheimili sitt til Bretlands. Hluturinn var seldur til foreldra Dorritar „S. Moussaieff og „Mrs. Moussaieff“ eins og greint er frá á Kjarnanum. Schlomo Moussaieff lést á síðasta ári, þá níræður. Forsetahjónin hafa þannig ekki veitt svör við því til dæmis hvort félagið Lasca sé enn í eigu Moussaieff fjölskyldunnar eða hvort þau hundruð milljóna sem útlit er fyrir að hafi verið geymd þar hafi verið færð í félagið í Hong Kong. Þá hefur forsetaembættið ekki svarað því hvernig starfi Dorritar hjá Moussaieff Limited er háttað eða hvernig ábyrgð hún ber hjá fyrirtækinu. Óljóst er hvort tengingin við Panama-skjölin kemur til með að hafa áhrif á framboð Ólafs Ragnars til forseta í sjötta skiptið. Sem kunnugt er skipti Ólafur Ragnar um skoðun á dögunum en hann hafði gefið út í nýársávarpi sínu að yfirstandandi kjörtímabil yrði hans síðasta. Almannatengillinn Andrés Jónsson, sem er sérfræðingur í krísustjórnun, segir augljóst að það sé afar óþægilegt fyrir einhvern sem sækist eftir frekari trúnaðarstörfum fyrir almenning að vera tengdur Panama-skjölunum. Ólafur gæti þurft að opna bókhaldið til að leggja allt á borðið, að mati Andrésar.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Ingibjörg og Jón Ásgeir í Panama-gögnunum Hafa stundað fjárfestingar í Evrópu og á Íslandi með fé frá félagi sem skráð er í Panama 21. apríl 2016 10:05 Ástþór lýsir yfir áhyggjum vegna uppljóstrana úr Panamaskjölunum Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi hefur sent utanríkisráðuneytinu bréf þess efnis. 25. apríl 2016 18:00 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Ingibjörg og Jón Ásgeir í Panama-gögnunum Hafa stundað fjárfestingar í Evrópu og á Íslandi með fé frá félagi sem skráð er í Panama 21. apríl 2016 10:05
Ástþór lýsir yfir áhyggjum vegna uppljóstrana úr Panamaskjölunum Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi hefur sent utanríkisráðuneytinu bréf þess efnis. 25. apríl 2016 18:00