Stærsta sundmót ársins hér á landi, Íslandsmeistaramótið í 50 m laug, hófst í Laugardalslaug í morgun en nú síðdegis fóru fram fyrstu úrslitasundin.
Ólympíufararnir Eygló Ósk Gústafsdóttir og Hrafnhildur Lúthersdóttir kepptu í sínu sterkustu greinum í dag og unnu öruggan sigur í sínum greinum en án þess þó að slá Íslandsmet sín.
Hið sama má segja um Anton Svein McKee, sem einnig keppir í Ríó í sumar, en hann keppti í 100 m bringusundi í dag.
Eitt Íslandsmet var sett í morgun þegar sveit Ægis synti 4,50m fjórsund í blandaðri sveit á 1:49,73 mínútum. Sveitina skipuðu Eygló Ósk, Anton Sveinn, Jóhanna Gerða Gústafsdóttir og Birkir Snær Helgason.
Sunneva Dögg Friðriksdóttir bar sigur úr býtum í 400 m skriðsundi á 4:20,66 mínútum og var aðeins 0,24 sekúndum frá Íslandsmeti Sigrúnar Brá Sverrisdóttur í greininni.
Íslandsmeistarar dagsins má sjá hér fyrir neðan.
50 m skriðsund kvenna: Bryndís Rún Hansen 25,92 sek.
50 m skriðsund karla: Aron Örn Stefánsson 23,86 sek.
400 m skriðsund kvenna: Sunneva Dögg Friðriksdóttir 4:20,66 mín.
400 m skriðsund karla: Þröstur Bjarnason 4:08,95 mín.
100 m bringusund kvenna: Hrafnhildur Lúthersdóttir 1:07,92 mín.
100 m bringusund karla: Anton Sveinn McKee 1:01,77 mín.
200 m baksund kvenna: Eygló Ósk Gústafsdóttir 2:09,92 mín.
200 m baksund karla: Kristinn Þórarinsson 2:06,55 mín.
100 m flugsund karla: Bryndís Rún Hansen 1:00,58 mín.
100 m flugsund karla: Daníel Hannes Pálsson 58,58 mín.
4x200 m skriðsund kvenna: Sveit Ægis 8:30,58 mín.
4x200 m skriðsund karla: Sveit ÍBR 2 7:59,45 mín.
Engin Íslandsmet hjá Ólympíuförunum í dag
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

„Við erum búnir að brenna skipin“
Íslenski boltinn


„Við bara brotnum“
Körfubolti

„Þetta er fyrir utan teig“
Íslenski boltinn

„Eru greinilega lið sem eru betri en við“
Körfubolti

Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust
Íslenski boltinn

„Mínir menn geta borið höfuðið hátt“
Íslenski boltinn

„Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“
Körfubolti


Daði leggur skóna á hilluna
Íslenski boltinn