Erlent

Á spítala sex dögum fyrir dauða sinn vegna of stórs lyfjaskammts

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Prince var víst ekki í góðu ástandi þegar hann yfirgaf spítalann fyrir viku síðan.
Prince var víst ekki í góðu ástandi þegar hann yfirgaf spítalann fyrir viku síðan. Vísir/Getty
Fréttastofa TMZ heldur því fram að tónlistrmaðurinn Prince hafi verið lagður inn á spítala sex dögum fyrir dauða sinn eftir að hafa tekið inn of stóran skammt af einhverju lyfi. Ekki er tekið fram í fréttinni hvaða efni hann á að hafa tekið. Það var fréttastofa TMZ sem greindi fyrst frá dauða Prince í gær.

Á föstudaginn fyrir viku var einkaflugvél Prince nauðlent í bænum Moline í Illinois en þá var popparinn á heimferð eftir tónleika í Atlanta í Georgíuríki. Talsmenn popparans sögðu þá að ástæðan hefði verið gífurleg flensa. Vélin var í 48 mínútna fjarlægð frá upphaflegum áfangastað þegar henni var lent.

Prince var þá færður í skyndi á spítala þar sem læknar skipuðu honum að dvelja í sólarhring. Þegar popparanum var tilkynnt að hann gæti ekki fengið herbergi útaf fyrir sig krafðist hann þess að yfirgefa staðinn og halda heim á leið. Hann yfirgaf því spítalann, þremur klukkustundum eftir að hann var fluttur þangað, þvert á skipanir lækna sem lýstu ástandi hans sem alvarlegu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×