Volkswagen samþykkir að kaupa til baka fimm hundruð þúsund bíla Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. apríl 2016 21:55 Volkswagen-svindlið hefur haft mikil áhrif á fyrirtækið. Vísir/getty Þýski bílaframleiðandinn Volkswagen mun greiða umtalsverðar skaðabætur og bjóðast til þess að kaupa aftur bíla frá viðskiptavinum í Bandaríkjunum vegna stórfellds svindls í útblástursmælingum opinberra aðila í Bandaríkjunum og Evrópu. Volkswagen hefur gert samkomulag við yfirvöld í Bandaríkjunum vegna málsins en fyrirtækið mun bjóðast til þess að kaupa til baka allt að fimm hundruð þúsund bíla sem útbúnir voru þeim búnaði sem notaður var til þess að svindla á útblástursmælingum. Ekki er gefið upp hversu háar skaðabætur Volkswagen mun þurfa að greiða viðskiptavinum sínum en upphæðin er sögð vera umtalsverð. Volkswagen lagði til hliðar um 7.3 milljarða dollara til þess að mæta mögulegum sektargreiðslum vegna málsins. Sérfræðingar telja að svindl bílaframleiðendans muni að öllum líkindi kosta fyrirtækið um 32,3 milljarða dollara þegar uppi er staðið en talið er að allt að 11 milljón bílar hafi verið útbúnir búnaðinum sem um ræðir. Hlutabréf Volkswagen hríðféllu eftir að upp var ljóstrað um svindlið en hafa þau hækkað að einhverju leyti eftir að tilkynnt var um samkomulagið við bandarísk yfirvöld. En í hverju fólst svindlið?Í nútíma bílum er ýmis hugbúnaður sem bregst við hinum ýmsu aðstæðum en Volkswagen hannað sérstakan búnað sem þekkti aðstæður í opinberum útblástursmælingum. Samkvæmt EPA, sem er eftirlitsstofnun í Bandaríkjunum, var búnaðurinn afar nákvæmur og engin tilviljun að hann hafði þessi áhrif. Þegar hugbúnaðurinn skynjaði að bíllinn væri að fara í gegnum mælingu á útblæstri var þar til gerður mengunarvarnabúnaður settur í gang og kom því bíllinn vel út úr öllum opinberum prófum. Þegar bíllinn var hins vegar í daglegri notkun var mengunarvarnabúnaðurinn ekki virkur. Með því að slökkva á búnaðinum gat Volkswagen náð meira út úr vél bílsins og sparað eldsneyti. Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Neytendur Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Þýski bílaframleiðandinn Volkswagen mun greiða umtalsverðar skaðabætur og bjóðast til þess að kaupa aftur bíla frá viðskiptavinum í Bandaríkjunum vegna stórfellds svindls í útblástursmælingum opinberra aðila í Bandaríkjunum og Evrópu. Volkswagen hefur gert samkomulag við yfirvöld í Bandaríkjunum vegna málsins en fyrirtækið mun bjóðast til þess að kaupa til baka allt að fimm hundruð þúsund bíla sem útbúnir voru þeim búnaði sem notaður var til þess að svindla á útblástursmælingum. Ekki er gefið upp hversu háar skaðabætur Volkswagen mun þurfa að greiða viðskiptavinum sínum en upphæðin er sögð vera umtalsverð. Volkswagen lagði til hliðar um 7.3 milljarða dollara til þess að mæta mögulegum sektargreiðslum vegna málsins. Sérfræðingar telja að svindl bílaframleiðendans muni að öllum líkindi kosta fyrirtækið um 32,3 milljarða dollara þegar uppi er staðið en talið er að allt að 11 milljón bílar hafi verið útbúnir búnaðinum sem um ræðir. Hlutabréf Volkswagen hríðféllu eftir að upp var ljóstrað um svindlið en hafa þau hækkað að einhverju leyti eftir að tilkynnt var um samkomulagið við bandarísk yfirvöld. En í hverju fólst svindlið?Í nútíma bílum er ýmis hugbúnaður sem bregst við hinum ýmsu aðstæðum en Volkswagen hannað sérstakan búnað sem þekkti aðstæður í opinberum útblástursmælingum. Samkvæmt EPA, sem er eftirlitsstofnun í Bandaríkjunum, var búnaðurinn afar nákvæmur og engin tilviljun að hann hafði þessi áhrif. Þegar hugbúnaðurinn skynjaði að bíllinn væri að fara í gegnum mælingu á útblæstri var þar til gerður mengunarvarnabúnaður settur í gang og kom því bíllinn vel út úr öllum opinberum prófum. Þegar bíllinn var hins vegar í daglegri notkun var mengunarvarnabúnaðurinn ekki virkur. Með því að slökkva á búnaðinum gat Volkswagen náð meira út úr vél bílsins og sparað eldsneyti.
Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Neytendur Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira