Góð afsökun til að koma heim til Íslands Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. apríl 2016 07:00 Hrafnhildur í lauginni. Vísir/Getty Íslandsmótið í sundi fer fram um helgina og einn af farfuglunum okkar er kominn heim til að sýna sig og sjá aðra. Hrafnhildur Lúthersdóttir stundar æfingar í Bandaríkjunum og er á fullu að undirbúa sig fyrir Ólympíuleikana í haust. Hún gaf sér samt tíma til að keppa á ÍM. „Það er bara góð staða á mér en ég er auðvitað smá þreytt eftir að vera nýkomin úr flugi,“ segir Hrafnhildur þegar Fréttablaðið nær í hana en þá var hún á leiðinni á æfingu í Hafnarfirði og hélt svo erindi seinna um kvöldið um reynslu sína af því að æfa sund og stunda nám í háskóla í Bandaríkjunum. Það var fullt út úr dyrum og mikið spurt. Besta sem hefur komið fyrir „Ég var bara að kynna fyrir fólki hvernig það er að vera þarna úti og hvað þetta er frábært tækifæri og gaman. Ég mæli hundrað prósent með þessu því þetta er það besta sem hefur komið fyrir mig,“ segir Hrafnhildur en hvernig kom til að hún hélt þennan fyrirlestur með Ingibjörgu Kristínu Jónsdóttur? „Ég hef oft fengið spurningar um hvernig ferlið sé þarna úti, hvernig æfingar séu og hitt og þetta. Þjálfarar, krakkar og foreldrar hafa verið að spyrja mömmu mína um þetta þannig að ég sló til. Ég spurði Ingibjörgu hvort hún væri ekki til í að gera þetta með mér og hún sagðist hafa verið að pæla í þessu líka,“ segir Hrafnhildur en reynsla þeirra er ólík en báðar eru á því að þetta sé frábær upplifun. Hrafnhildur útskrifaðist sem almannatengill í desember. „Það er líka það frábæra við þetta að við fáum svo góða menntun með þessu. Við fáum flott tækifæri til að púsla þessu öllu saman án þess að vera með eitthvert vesen.“Æðislegt að fá þetta tækifæri Hrafnhildur hefur verið á fleygiferð út um allan heim þann tíma sem hún hefur verið í námi í Bandaríkjunum enda mikið af mótum á Íslandi og annars staðar. „Það er æðislegt að fá tækifæri til að gera þetta allt. Ég tók eitthvert próf um daginn og þá fékk ég að vita að ég væri búin að fara til 23 prósenta af heiminum. Það held ég að sé mjög gott,“ segir hún. Hrafnhildur er á leiðinni á Ólympíuleikana í Ríó í ágúst og allt æfingaplan hennar miðast nú við það. „Þegar ég er að keppa þá er ég ekki að hvíla eins mikið því að ég veit að ég er með eitt stórt mót í vændum sem ég þarf að hvíla mest fyrir. Ég er búin að æfa miklu meira og er að reyna að bæta alla hluti sem ég get,“ segir Hrafnhildur en frábært ár gefur henni enn meira sjálfstraust.VísirSkýrari markmið og meiri trú „Núna er maður með miklu skýrari markmið og trúir því miklu meira að maður komist lengra. Ég trúði því áður en núna sé ég að ég er búin að gera þetta. Þá er þetta miklu nær manni. Það fylgir þessu góða ári líka pressan á það að maður verði að standa sig jafn vel, ef ekki betur, en í fyrra,“ segir Hrafnhildur. Hún hefur farið á flest stórmót og komst í úrslit í tveimur greinum á heimsmeistaramótinu í fyrra. „Því fleiri stórmót sem maður fer á, því meira lærir maður. Maður lærir hvernig maður á að haga sér og hvernig maður á að gera þetta. Það þarf að læra að loka alla hina úti og einbeita sér að sjálfum sér,“ segir hún. Hrafnhildur hefur verið í Bandaríkjunum við æfingar en eins og oft áður gaf hún sér tíma til að koma heim til að keppa á ÍM um komandi helgi. „Ég reyni að koma heim eins og ég get. Ég vil minna fólk á það að ég sé ennþá að synda og ég er náttúrulega ennþá Íslendingur þrátt fyrir allt,“ segir Hrafnhildur. Hún fær að skjótast heim til Íslands til að keppa á mótum og það metur hún mikils. „Það er líka alltaf gott að koma heim enda er þetta góð afsökun til að fara heim,“ segir Hrafnhildur.Bara nokkrir dagar á Íslandi Hrafnhildur fær bara nokkra daga á Íslandi áður en hún fer aftur út til Flórída en kemur síðan til Evrópu til að keppa á Evrópumótinu í London í maí. „Ég ætla að nota það sem eins konar æfingamót fyrir Ólympíuleikana. Ég hvíli eitthvað smá fyrir það til þess að geta séð hvar ég stend svo ég fari ekki alveg blind til Ríó. Ég er mjög spennt að sjá hvernig það fer,“ segir Hrafnhildur sem æfir á fullu þessa dagana og nýtur þess að þurfa ekki að hafa áhyggjur af lágmörkum. „Það eru sumir búnir að ná en aðrir ekki. Maður tekur eftir stressinu og þá finnur ég hvað er gott að vera búin að þessu og geta aðeins slakað í þegar kemur að slíkum áhyggjum,“ segir Hrafnhildur. Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Girti niður um liðsfélagann í markafagni Enski boltinn Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö Sport „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Handbolti Fleiri fréttir Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Dagskráin í dag: HM í pílu og Körfuboltakvöld Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Kíkja í þetta jólaþorp og gera sér smá desemberferð til Frakklands“ „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Veislan hafin og Littler feginn eftir fyrsta leik Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Sjá meira
Íslandsmótið í sundi fer fram um helgina og einn af farfuglunum okkar er kominn heim til að sýna sig og sjá aðra. Hrafnhildur Lúthersdóttir stundar æfingar í Bandaríkjunum og er á fullu að undirbúa sig fyrir Ólympíuleikana í haust. Hún gaf sér samt tíma til að keppa á ÍM. „Það er bara góð staða á mér en ég er auðvitað smá þreytt eftir að vera nýkomin úr flugi,“ segir Hrafnhildur þegar Fréttablaðið nær í hana en þá var hún á leiðinni á æfingu í Hafnarfirði og hélt svo erindi seinna um kvöldið um reynslu sína af því að æfa sund og stunda nám í háskóla í Bandaríkjunum. Það var fullt út úr dyrum og mikið spurt. Besta sem hefur komið fyrir „Ég var bara að kynna fyrir fólki hvernig það er að vera þarna úti og hvað þetta er frábært tækifæri og gaman. Ég mæli hundrað prósent með þessu því þetta er það besta sem hefur komið fyrir mig,“ segir Hrafnhildur en hvernig kom til að hún hélt þennan fyrirlestur með Ingibjörgu Kristínu Jónsdóttur? „Ég hef oft fengið spurningar um hvernig ferlið sé þarna úti, hvernig æfingar séu og hitt og þetta. Þjálfarar, krakkar og foreldrar hafa verið að spyrja mömmu mína um þetta þannig að ég sló til. Ég spurði Ingibjörgu hvort hún væri ekki til í að gera þetta með mér og hún sagðist hafa verið að pæla í þessu líka,“ segir Hrafnhildur en reynsla þeirra er ólík en báðar eru á því að þetta sé frábær upplifun. Hrafnhildur útskrifaðist sem almannatengill í desember. „Það er líka það frábæra við þetta að við fáum svo góða menntun með þessu. Við fáum flott tækifæri til að púsla þessu öllu saman án þess að vera með eitthvert vesen.“Æðislegt að fá þetta tækifæri Hrafnhildur hefur verið á fleygiferð út um allan heim þann tíma sem hún hefur verið í námi í Bandaríkjunum enda mikið af mótum á Íslandi og annars staðar. „Það er æðislegt að fá tækifæri til að gera þetta allt. Ég tók eitthvert próf um daginn og þá fékk ég að vita að ég væri búin að fara til 23 prósenta af heiminum. Það held ég að sé mjög gott,“ segir hún. Hrafnhildur er á leiðinni á Ólympíuleikana í Ríó í ágúst og allt æfingaplan hennar miðast nú við það. „Þegar ég er að keppa þá er ég ekki að hvíla eins mikið því að ég veit að ég er með eitt stórt mót í vændum sem ég þarf að hvíla mest fyrir. Ég er búin að æfa miklu meira og er að reyna að bæta alla hluti sem ég get,“ segir Hrafnhildur en frábært ár gefur henni enn meira sjálfstraust.VísirSkýrari markmið og meiri trú „Núna er maður með miklu skýrari markmið og trúir því miklu meira að maður komist lengra. Ég trúði því áður en núna sé ég að ég er búin að gera þetta. Þá er þetta miklu nær manni. Það fylgir þessu góða ári líka pressan á það að maður verði að standa sig jafn vel, ef ekki betur, en í fyrra,“ segir Hrafnhildur. Hún hefur farið á flest stórmót og komst í úrslit í tveimur greinum á heimsmeistaramótinu í fyrra. „Því fleiri stórmót sem maður fer á, því meira lærir maður. Maður lærir hvernig maður á að haga sér og hvernig maður á að gera þetta. Það þarf að læra að loka alla hina úti og einbeita sér að sjálfum sér,“ segir hún. Hrafnhildur hefur verið í Bandaríkjunum við æfingar en eins og oft áður gaf hún sér tíma til að koma heim til að keppa á ÍM um komandi helgi. „Ég reyni að koma heim eins og ég get. Ég vil minna fólk á það að ég sé ennþá að synda og ég er náttúrulega ennþá Íslendingur þrátt fyrir allt,“ segir Hrafnhildur. Hún fær að skjótast heim til Íslands til að keppa á mótum og það metur hún mikils. „Það er líka alltaf gott að koma heim enda er þetta góð afsökun til að fara heim,“ segir Hrafnhildur.Bara nokkrir dagar á Íslandi Hrafnhildur fær bara nokkra daga á Íslandi áður en hún fer aftur út til Flórída en kemur síðan til Evrópu til að keppa á Evrópumótinu í London í maí. „Ég ætla að nota það sem eins konar æfingamót fyrir Ólympíuleikana. Ég hvíli eitthvað smá fyrir það til þess að geta séð hvar ég stend svo ég fari ekki alveg blind til Ríó. Ég er mjög spennt að sjá hvernig það fer,“ segir Hrafnhildur sem æfir á fullu þessa dagana og nýtur þess að þurfa ekki að hafa áhyggjur af lágmörkum. „Það eru sumir búnir að ná en aðrir ekki. Maður tekur eftir stressinu og þá finnur ég hvað er gott að vera búin að þessu og geta aðeins slakað í þegar kemur að slíkum áhyggjum,“ segir Hrafnhildur.
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Girti niður um liðsfélagann í markafagni Enski boltinn Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö Sport „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Handbolti Fleiri fréttir Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Dagskráin í dag: HM í pílu og Körfuboltakvöld Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Kíkja í þetta jólaþorp og gera sér smá desemberferð til Frakklands“ „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Veislan hafin og Littler feginn eftir fyrsta leik Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Sjá meira