Borgun hyggst greiða 2,2 milljarða í arð á þessu ári. Þetta var samþykkt á aðalfundi fyrirtækisins í gær.
Með því mun eigendum Borgunar hafa verið greiddir þrír milljarðar í arð síðan Landsbankinn seldi 31,2 prósenta hlut í Borgun á 2,2 milljarða til hóps fjárfesta og stjórnenda Borgunar í nóvember 2014. Arðgreiðslan í fyrra nam 800 milljónum og var sú fyrsta frá árinu 2007.
Hagnaður af reglulegri starfsemi Borgunar var 1,5 milljarðar árið 2015. Þá var bókfærður hagnaður vegna fyrirhugaðra kaupa Visa International á Visa Europe upp á 5,4 milljarða en stefnt er að ganga frá viðskiptunum á fyrri hluta ársins.
Arðgreiðslur til hópsins sem keypti hlut Landsbankans í Borgun mun því nema 932 milljónum króna á tveimur árum.
Stærsti hluthafi í Borgun er Íslandsbanki sem á 63,4 prósenta hlut. Þá á Eignarhaldsfélagið Borgun slf. á 29,38 prósenta hlut og félagið BPS ehf., sem er í eigu starfsmanna Borgunar, á 5 prósenta hlut.
Borgun greiðir 2,2 milljarða í arð
Ingvar Haraldsson og Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifa

Mest lesið

Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið
Viðskipti innlent

Bjartara yfir við opnun markaða
Viðskipti erlent

Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna
Viðskipti innlent

Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn
Viðskipti erlent


Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson
Viðskipti innlent

Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag
Viðskipti innlent

Hækkanir í Kauphöllinni á ný
Viðskipti innlent

Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur
Viðskipti innlent

Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum
Viðskipti innlent