Ármann Smári: Þetta á að takast á heimamönnum en það tekur tíma Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. apríl 2016 09:30 „Ég fæ ekkert auka slag neitt, alls ekki. Við vorum í byrjun tímabils þarna í fyrra niðri en svo rifum við okkur upp. En spá er bara spá.“ Þetta segir Ármann Smári Björnsson, miðvörður ÍA, þegar honum er tjáð að íþróttadeild 365 spáir Skagamönnum þremur sætum neðar en liðið hafnaði í Pepsi-deildinni á síðasta tímabili. ÍA er spáð 10. sæti.Sjá einnig:Pepsi-spáin 2016: ÍA hafnar í 10. sæti Skagamenn vilja auðvitað gera betur en í fyrra eins og flest lið en mjög mikilvægt er þó að halda sæti sínu annað árið í röð. „Stöðugleiki er eitt af því sem skiptir miklu máli fyrir félag eins og ÍA sem hefur farið upp og niður síðustu ár,“ segir Ármann Smári. „Strákar sem voru að spila sína fyrstu leiki í fyrra eru árinu eldri núna og nú þurfum við allir að stíga upp.“ Ármann Smári er handviss um að Skagaliðið getur gert enn betur þrátt fyrir að hafa aðeins bætt við sig tveimur leikmönnum enn sem komið er. „Ég held það, já. Eftir mótið í fyrra settumst við niður og ræddum um mótið og kláruðum það. Þá kom upp hjá mörgum að þeim fannst þeir geta gert enn betur. Ég held að flest allir hafi viljað gera betur,“ segir hann. „Um leið og þú ferð í gulu treyjuna þá færðu vonandi það sem var í gamla daga. Menn voru að leggja sig virkilega mikið fram. Þannig var þetta í fyrra.“ „Við lendum oft undir en komum oftast til baka. Við töpum bara tveimur leikjum í seinni umferðinni. Það þýðir ekkert annað að gera en að byggja ofan á það,“ segir Ármann Smári.Allir með á Skaganum Miðvörðurinn öflugi verður 35 ára á árinu en hann hefur varla misst af leik undanfarin ár. „Skrokkurinn er mjög góður. Fólk er oft að spyrja hvort það sé ekki kominn tími á að gera eitthvað annað en á meðan skrokkurinn er í lagi þá er það bara áfram veginn í þessu,“ segir Ármann Smári, en hvernig er að spila fyrir ÍA? „Það er frábært að spila fyrir ÍA. Það er eiginlega ótrúlegt og erfitt að lýsa því. Þetta er stórt félag og bærinn snýst allur um þetta. Fólk gerir sér ekki alveg grein fyrir því hvað það eru margir þarna sem hafa vit á fótbolta og sumir ekki vit á fótbolta. Það eru allir með.“ Skaginn stillir upp mikið af heimamönnum í sínu liði en mikil uppbygging hefur verið í gangi þar undanfarin ár. „Við verðum að reyna að byggja upp liðið. Við getum stillt upp níu heimamönnum sem er mjög gott í efstu deild. Ég held að menn séu bara á þeirri línu að byggja þetta upp svona með heimamönnum og svo þremur utanaðkomandi. Það eru allir á því að þetta á að takast á heimamönnum og mun þá taka tíma. Það er bara svoleiðis,“ segir Ármann Smári Björnsson. Viðtal: Tómas Þór Þórðarson Upptaka og eftirvinnsla: Ólafur Þór Chelbat, Garðar Örn Arnarson Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pepsi-spáin 2016: ÍA hafnar í 10. sæti Íþróttadeild 365 spáir Skagamönnum fallbaráttu í Pepsi-deildinni í sumar eftir flott tímabil í fyrra. 20. apríl 2016 09:00 Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti Segist viss um að Isak fari ekki fet Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Sjá meira
„Ég fæ ekkert auka slag neitt, alls ekki. Við vorum í byrjun tímabils þarna í fyrra niðri en svo rifum við okkur upp. En spá er bara spá.“ Þetta segir Ármann Smári Björnsson, miðvörður ÍA, þegar honum er tjáð að íþróttadeild 365 spáir Skagamönnum þremur sætum neðar en liðið hafnaði í Pepsi-deildinni á síðasta tímabili. ÍA er spáð 10. sæti.Sjá einnig:Pepsi-spáin 2016: ÍA hafnar í 10. sæti Skagamenn vilja auðvitað gera betur en í fyrra eins og flest lið en mjög mikilvægt er þó að halda sæti sínu annað árið í röð. „Stöðugleiki er eitt af því sem skiptir miklu máli fyrir félag eins og ÍA sem hefur farið upp og niður síðustu ár,“ segir Ármann Smári. „Strákar sem voru að spila sína fyrstu leiki í fyrra eru árinu eldri núna og nú þurfum við allir að stíga upp.“ Ármann Smári er handviss um að Skagaliðið getur gert enn betur þrátt fyrir að hafa aðeins bætt við sig tveimur leikmönnum enn sem komið er. „Ég held það, já. Eftir mótið í fyrra settumst við niður og ræddum um mótið og kláruðum það. Þá kom upp hjá mörgum að þeim fannst þeir geta gert enn betur. Ég held að flest allir hafi viljað gera betur,“ segir hann. „Um leið og þú ferð í gulu treyjuna þá færðu vonandi það sem var í gamla daga. Menn voru að leggja sig virkilega mikið fram. Þannig var þetta í fyrra.“ „Við lendum oft undir en komum oftast til baka. Við töpum bara tveimur leikjum í seinni umferðinni. Það þýðir ekkert annað að gera en að byggja ofan á það,“ segir Ármann Smári.Allir með á Skaganum Miðvörðurinn öflugi verður 35 ára á árinu en hann hefur varla misst af leik undanfarin ár. „Skrokkurinn er mjög góður. Fólk er oft að spyrja hvort það sé ekki kominn tími á að gera eitthvað annað en á meðan skrokkurinn er í lagi þá er það bara áfram veginn í þessu,“ segir Ármann Smári, en hvernig er að spila fyrir ÍA? „Það er frábært að spila fyrir ÍA. Það er eiginlega ótrúlegt og erfitt að lýsa því. Þetta er stórt félag og bærinn snýst allur um þetta. Fólk gerir sér ekki alveg grein fyrir því hvað það eru margir þarna sem hafa vit á fótbolta og sumir ekki vit á fótbolta. Það eru allir með.“ Skaginn stillir upp mikið af heimamönnum í sínu liði en mikil uppbygging hefur verið í gangi þar undanfarin ár. „Við verðum að reyna að byggja upp liðið. Við getum stillt upp níu heimamönnum sem er mjög gott í efstu deild. Ég held að menn séu bara á þeirri línu að byggja þetta upp svona með heimamönnum og svo þremur utanaðkomandi. Það eru allir á því að þetta á að takast á heimamönnum og mun þá taka tíma. Það er bara svoleiðis,“ segir Ármann Smári Björnsson. Viðtal: Tómas Þór Þórðarson Upptaka og eftirvinnsla: Ólafur Þór Chelbat, Garðar Örn Arnarson
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pepsi-spáin 2016: ÍA hafnar í 10. sæti Íþróttadeild 365 spáir Skagamönnum fallbaráttu í Pepsi-deildinni í sumar eftir flott tímabil í fyrra. 20. apríl 2016 09:00 Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti Segist viss um að Isak fari ekki fet Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Sjá meira
Pepsi-spáin 2016: ÍA hafnar í 10. sæti Íþróttadeild 365 spáir Skagamönnum fallbaráttu í Pepsi-deildinni í sumar eftir flott tímabil í fyrra. 20. apríl 2016 09:00