Lýsing á samgöngukerfinu ekkert annað en neyðaróp Kristján Már Unnarsson skrifar 30. apríl 2016 20:30 Samtök atvinnulífsins óttast stórkostlegt tjón á vegakerfinu verði ekki varið meira fé til viðhalds. Ekki sé hægt að kalla greinargerð innanríkisráðherra með samgönguáætlun annað en neyðaróp. Sameiginleg umsögn fimm samtaka undir hatti Samtaka atvinnulífsins um samgönguáætlun er ekki aðeins óvenju stórorð. Hún er einnig sérstök að því leyti að við lýsingu á ástandinu er eingöngu vitnað í greinargerð innanríkisráðherra til Alþingis. „Þeir sérfræðingar sem fjalla um málið af hálfu hins opinbera fella þarna mjög harkalega dóma um ástandið í samgöngukerfinu, vegakerfinu og öðru viðhlýtandi,” segir Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Þeir segi meðal annars að fjárveitingar nægi varla til að verja vegakerfið skemmdum, ástand slitlags hafi versnað undanfarin ár og standi engan veginn undir kröfum, yfir tvöþúsund kílómetrar af vegum með bundnu slitlagi uppfylli ekki veghönnunarreglur nýrra vega og mikil þörf sé á að endurnýja brýr. „Þegar athugasemdirnar með frumvarpinu eru lesnar þá auðvitað kemur manni ekkert annað orð í hug heldur en neyðaróp,” segir Almar.Frá hringveginum í Berufirði. Þar er malarvegur ennþá hluti af þjóðvegi númer 1.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Fjárfestingar í samgönguinnviðum hafi frá hruni verið minni en eðlilegar afskriftir. “Það þýðir á mannamáli að þessir mikilvægu innviðir okkar eru í raun að rýrna. Og í krafti öflugrar ferðaþjónustu, sífellt vaxandi atvinnulífs, út um alla landsbyggð, sem þarf þá að tengja saman á milli landshluta, þá hljótum við að spyrja okkur þeirrar strategísku spurningar hvort við viljum ekki gera betur þarna. Því þetta er svona ákveðin lífæð fyrir atvinnulíf og aðra, skapar störf og annað, og við hljótum að vilja bregðast við,” segir framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Alþingi Tengdar fréttir Hér eru vegirnir sem fá mestu peningana Mesta áherslan í vegagerð næstu þrjú ár verður á Vestfirði, samkvæmt samgönguáætlun sem lögð hefur verið fram á Alþingi. 28. mars 2016 19:00 Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Samtök atvinnulífsins óttast stórkostlegt tjón á vegakerfinu verði ekki varið meira fé til viðhalds. Ekki sé hægt að kalla greinargerð innanríkisráðherra með samgönguáætlun annað en neyðaróp. Sameiginleg umsögn fimm samtaka undir hatti Samtaka atvinnulífsins um samgönguáætlun er ekki aðeins óvenju stórorð. Hún er einnig sérstök að því leyti að við lýsingu á ástandinu er eingöngu vitnað í greinargerð innanríkisráðherra til Alþingis. „Þeir sérfræðingar sem fjalla um málið af hálfu hins opinbera fella þarna mjög harkalega dóma um ástandið í samgöngukerfinu, vegakerfinu og öðru viðhlýtandi,” segir Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Þeir segi meðal annars að fjárveitingar nægi varla til að verja vegakerfið skemmdum, ástand slitlags hafi versnað undanfarin ár og standi engan veginn undir kröfum, yfir tvöþúsund kílómetrar af vegum með bundnu slitlagi uppfylli ekki veghönnunarreglur nýrra vega og mikil þörf sé á að endurnýja brýr. „Þegar athugasemdirnar með frumvarpinu eru lesnar þá auðvitað kemur manni ekkert annað orð í hug heldur en neyðaróp,” segir Almar.Frá hringveginum í Berufirði. Þar er malarvegur ennþá hluti af þjóðvegi númer 1.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Fjárfestingar í samgönguinnviðum hafi frá hruni verið minni en eðlilegar afskriftir. “Það þýðir á mannamáli að þessir mikilvægu innviðir okkar eru í raun að rýrna. Og í krafti öflugrar ferðaþjónustu, sífellt vaxandi atvinnulífs, út um alla landsbyggð, sem þarf þá að tengja saman á milli landshluta, þá hljótum við að spyrja okkur þeirrar strategísku spurningar hvort við viljum ekki gera betur þarna. Því þetta er svona ákveðin lífæð fyrir atvinnulíf og aðra, skapar störf og annað, og við hljótum að vilja bregðast við,” segir framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.
Alþingi Tengdar fréttir Hér eru vegirnir sem fá mestu peningana Mesta áherslan í vegagerð næstu þrjú ár verður á Vestfirði, samkvæmt samgönguáætlun sem lögð hefur verið fram á Alþingi. 28. mars 2016 19:00 Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Hér eru vegirnir sem fá mestu peningana Mesta áherslan í vegagerð næstu þrjú ár verður á Vestfirði, samkvæmt samgönguáætlun sem lögð hefur verið fram á Alþingi. 28. mars 2016 19:00