Óskar Bjarni: Jafnmikil skita í þjálfarateyminu og hjá leikmönnum Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 30. apríl 2016 19:37 Óskar Bjarni sykurhúðaði hlutina ekkert eftir leikinn í Mosfellsbænum. vísir/pjetur „Það er flókið að tala um þetta. Þeir valta yfir okkur, berja okkur í spað og við svörum ekkert,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, um niðurlæginguna sem hans menn þurftu að þola gegn Aftureldingu í kvöld. „Þeir eru ákveðnari og betri og Davíð [Svansson] er frábær í markinu. Hann jarðar okkur. Það er ekki framlag frá okkur neins staðar. Það er enginn sem gerir eitthvað. „Mér fannst aðeins lífsmark með Alexander [Júlíussyni] í vörninni en hann lítur illa út við hliðina á hinum þegar aðrir fylgja ekki með. Sturla [Magnússon] kemur ágætur inn í sóknina á köflum en það er varla hægt að telja meira, þetta var skita,“ sagði mjög ósáttur Óskar Bjarni. Valur rúllaði yfir Aftureldingu í síðasta leik og var ótrúlegur viðsnúningur á leik liðanna. „Við leystum illa þeirra varnarleik sem við höfðum gert ágætlega í síðustu tveimur leikjum. Við náðum ekki að leysa sóknina. Við spiluðum ekki nógu vel úr okkar kerfum. Okkur leið illa á vellinum. Við skutum illa á Davíð og nýttum ekki yfirtöluna. „Þetta var bara svipað og þeir voru í fyrri hálfleik á móti okkur í síðasta leik. Þetta er stórfurðulegt. Með svona frammistöðu eigum við ekki séns áfram.“ Geir Guðmundsson lék mjög vel í tveimur síðustu leikjum liðanna. Mikill kraftur var í honum þá en hann var ekki svipur hjá sjón í þessum leik og virtist kraftlaus eftir að hafa leikið flestar mínútur síðan Ómar Ingi Magnússon meiddist. „Það gekk ekkert upp hjá honum. Það er búið að vera mikið álag á honum og Svenna [Sveini Aroni Sveinssyni] en Svenni er léttari og spilar í horninu. Kannski gerðum við mistök að hvíla hann ekki meira í síðasta leik. „En Geir var bara lélegur eins og í fyrsta leiknum. Hann skaut mjög illa og það var lesið. Það er auðvelt að kenna þreytu um en ég held að flestir hafi spilað álíka,“ sagði Óskar. Eftir tvo ójafna leiki vonast Óskar Bjarni líkt og flestir aðrir eftir jöfnum og spennandi leik á þriðjudaginn þegar úr verður skorið hvort liðið kemst í úrslit. „Þetta er hundleiðinlegt. Bæði fimmtudagurinn og núna. Við skulum vona að það verði líf í þessu á þriðjudaginn hjá báðum liðum og þetta verið framlengingarpakki og bæði lið spili toppleik. Það er mikið skemmtilegra. „Við þurfum að fara yfir þetta og greina. Það var bara einn dagur á milli leikja og þeir gera ekki miklar breytingar. Þeir fara aðeins framar með Gunna [Gunnar Þórsson] en þeir komu bara miklu beittari í sinn leik. „Við þurfum framlag. Ég meina, hverjir voru góðir í okkar liði? Hvað gekk upp? Þetta snýst um að spila sömu hlutina en bara gera þá mun betur og koma af krafti í þetta. Við þurfum að spila vörn. „Kannski hefðum við átt að fara í 3-2-1 og poppa þetta upp. Þetta var leikur þar sem við hefðum átt að gera eitthvað annað, við þjálfararnir. Við hefðum átt að hjálpa þeim með að breyta og gera eitthvað skemmtilegra. Það var jafn mikil skita í þjálfarateyminu og hjá leikmönnum, því miður,“ sagði Óskar Bjarni að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Fleiri fréttir Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Sjá meira
„Það er flókið að tala um þetta. Þeir valta yfir okkur, berja okkur í spað og við svörum ekkert,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, um niðurlæginguna sem hans menn þurftu að þola gegn Aftureldingu í kvöld. „Þeir eru ákveðnari og betri og Davíð [Svansson] er frábær í markinu. Hann jarðar okkur. Það er ekki framlag frá okkur neins staðar. Það er enginn sem gerir eitthvað. „Mér fannst aðeins lífsmark með Alexander [Júlíussyni] í vörninni en hann lítur illa út við hliðina á hinum þegar aðrir fylgja ekki með. Sturla [Magnússon] kemur ágætur inn í sóknina á köflum en það er varla hægt að telja meira, þetta var skita,“ sagði mjög ósáttur Óskar Bjarni. Valur rúllaði yfir Aftureldingu í síðasta leik og var ótrúlegur viðsnúningur á leik liðanna. „Við leystum illa þeirra varnarleik sem við höfðum gert ágætlega í síðustu tveimur leikjum. Við náðum ekki að leysa sóknina. Við spiluðum ekki nógu vel úr okkar kerfum. Okkur leið illa á vellinum. Við skutum illa á Davíð og nýttum ekki yfirtöluna. „Þetta var bara svipað og þeir voru í fyrri hálfleik á móti okkur í síðasta leik. Þetta er stórfurðulegt. Með svona frammistöðu eigum við ekki séns áfram.“ Geir Guðmundsson lék mjög vel í tveimur síðustu leikjum liðanna. Mikill kraftur var í honum þá en hann var ekki svipur hjá sjón í þessum leik og virtist kraftlaus eftir að hafa leikið flestar mínútur síðan Ómar Ingi Magnússon meiddist. „Það gekk ekkert upp hjá honum. Það er búið að vera mikið álag á honum og Svenna [Sveini Aroni Sveinssyni] en Svenni er léttari og spilar í horninu. Kannski gerðum við mistök að hvíla hann ekki meira í síðasta leik. „En Geir var bara lélegur eins og í fyrsta leiknum. Hann skaut mjög illa og það var lesið. Það er auðvelt að kenna þreytu um en ég held að flestir hafi spilað álíka,“ sagði Óskar. Eftir tvo ójafna leiki vonast Óskar Bjarni líkt og flestir aðrir eftir jöfnum og spennandi leik á þriðjudaginn þegar úr verður skorið hvort liðið kemst í úrslit. „Þetta er hundleiðinlegt. Bæði fimmtudagurinn og núna. Við skulum vona að það verði líf í þessu á þriðjudaginn hjá báðum liðum og þetta verið framlengingarpakki og bæði lið spili toppleik. Það er mikið skemmtilegra. „Við þurfum að fara yfir þetta og greina. Það var bara einn dagur á milli leikja og þeir gera ekki miklar breytingar. Þeir fara aðeins framar með Gunna [Gunnar Þórsson] en þeir komu bara miklu beittari í sinn leik. „Við þurfum framlag. Ég meina, hverjir voru góðir í okkar liði? Hvað gekk upp? Þetta snýst um að spila sömu hlutina en bara gera þá mun betur og koma af krafti í þetta. Við þurfum að spila vörn. „Kannski hefðum við átt að fara í 3-2-1 og poppa þetta upp. Þetta var leikur þar sem við hefðum átt að gera eitthvað annað, við þjálfararnir. Við hefðum átt að hjálpa þeim með að breyta og gera eitthvað skemmtilegra. Það var jafn mikil skita í þjálfarateyminu og hjá leikmönnum, því miður,“ sagði Óskar Bjarni að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Fleiri fréttir Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Sjá meira