Nico Rosberg á ráspól og Lewis Hamilton enn óheppinn Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 30. apríl 2016 12:44 Nico Rosberg ræsir fremstur á morgun. Vísir/Getty Nico Rosberg á Mercedes verður á ráspól á morgun í rússneska Formúlu 1 kappakstrinum. Sebastian Vettel varð annar á Ferrari en ræsir sjöundi. Valtteri Bottas á Williams varð þriðji en ræsir annar og Kimi Raikkonen á Ferrari varð fjórði en ræsir þriðji. Lewis Hamilton tók ekki þátt í þriðju lotu tímatökunnar, vélin í bíl hans bilaði aftur í eins og hún gerði í Kína, þrátt fyrir að Mercedes taldi sig hafa komið í veg fyrir vandann. „Ég missti aflið eins og í Kína. Það er ekkert sem ég get gert til að koma í veg fyrir þetta, nema halda áfram að berjast,“ sagði Hamilton. Óheppnin virðist elta heimsmeistarann. Vettel var með fimm sæta refsingu eftir að gírkassanum í bíl hans var skipt út eftir æfingarnar í gær. Í fyrstu lotunni duttu út Manor og Renault ökumennirnir ásamt Sauber ökumönnunum. Á sama tíma setti Hamilton brautarmet á Sochi brautinni, sem var svo bætt ítrekað seinna í tímatökunni. Hamilton fór til dómaranna eftir keppninna, til að svara fyrir það hvernig hann kom aftur inn á brautina eftir að hann hafði farið út af í beygju tvö. Ökumenn eiga að fara ákveðna leið inn á aftur ef þeir fara út af, Hamilton gerði það ekki. Rosberg setti góðan tíma í annarri lotu. Hamilton var tæplega hálfri sekúndu á eftir Rosberg eftir fyrstu tilraunina og fannst ástæða til að fara aftur út á brautina til að leita að tímanum sem Rosberg hafði fundið. Hamilton fann þó ekki tímann í það skiptið enda bilaði bíllinn hans.Valtteri Bottas á brautinni á Rússlandi.Vísir/GettyÍ annarri lotu duttu McLaren ökumennirnir, Haas F1 ökumennrinir og Nico Hulkenberg á Force India og Carlos Sainz á Toro Rosso. Hægri spegillinn datt líka af Red Bull bíl Daniel Riciardo í annarri lotu, en hann komst áfram. Rosberg átti nánast auðvelt með að tryggja sér ráspól í þriðju lotu. Baráttan um annað sæti var afar hörð á milli Raikkonen, Vettel og Bottas. Hamilton ræsir tíundi og Vettel sjöundi á morgun. Keppnin verður spennandi á morgun. Bein útsending frá keppninni hefst á Stöð 2 Sport klukkan 11:30 á morgun.Hér fyrir neðan má sjá öll úrslit helgarinnar á gagnvirku brautarkorti. Formúla Tengdar fréttir Mercedes fljótastir á föstudagsæfingum Nico Rosberg var fljótastur á fyrri æfingu dagsins fyrir Formúlu 1 keppni helgarinnar í Rússlandi, liðsfélagi hans hjá Mercedes Lewis Hamilton var fljótastur á seinni æfingu dagsins. 29. apríl 2016 14:17 Symonds: Öfug rásröð gæti aukið framúrakstur Tæknistjóri Williams liðsins í Formúlu 1, Pat Symonds, telur að öfug rásröð myndi þvinga lið til að hanna bíla sem geta betur tekið framúr. Yfirmenn Formúlu 1 liða munu í vikunni taka ákvörðun um reglur ársins 2017. 25. apríl 2016 22:00 Bílskúrinn: Keisarinn í Kína Nico Rosberg vann sjöttu keppnina í röð í Formúlu 1 kappakstrinum í Kína. Rosber var sannkallaður keisar í Kína. Hann var einn og yfirgefinn í forystunni alla keppnina. 19. apríl 2016 23:15 Arrivabene talar niður uppfærslu Ferrari Ferrari mun mæta með uppfærðar vélar til Rússlands um helgina. Liðsstjóri Ferrari, Maurizio Arrivabene segir uppfærsluna ekki stórfenglega. 27. apríl 2016 23:00 Sebastian Vettel fær fimm sæta refsingu Sebastian Vettel fær fimm sæta refsingu á ráslínunni fyrir rússneska Formúlu 1 kappaksturinn sem fram fer um helgina. Vettel þurfti nýjan gírkassa eftir bilun sem varð í Kína. 30. apríl 2016 06:00 Mest lesið „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti „Erum í basli undir körfunni“ Körfubolti Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Fótbolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Finnur Freyr framlengdi til 2028 Körfubolti „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Körfubolti FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Handbolti Fleiri fréttir „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Nico Rosberg á Mercedes verður á ráspól á morgun í rússneska Formúlu 1 kappakstrinum. Sebastian Vettel varð annar á Ferrari en ræsir sjöundi. Valtteri Bottas á Williams varð þriðji en ræsir annar og Kimi Raikkonen á Ferrari varð fjórði en ræsir þriðji. Lewis Hamilton tók ekki þátt í þriðju lotu tímatökunnar, vélin í bíl hans bilaði aftur í eins og hún gerði í Kína, þrátt fyrir að Mercedes taldi sig hafa komið í veg fyrir vandann. „Ég missti aflið eins og í Kína. Það er ekkert sem ég get gert til að koma í veg fyrir þetta, nema halda áfram að berjast,“ sagði Hamilton. Óheppnin virðist elta heimsmeistarann. Vettel var með fimm sæta refsingu eftir að gírkassanum í bíl hans var skipt út eftir æfingarnar í gær. Í fyrstu lotunni duttu út Manor og Renault ökumennirnir ásamt Sauber ökumönnunum. Á sama tíma setti Hamilton brautarmet á Sochi brautinni, sem var svo bætt ítrekað seinna í tímatökunni. Hamilton fór til dómaranna eftir keppninna, til að svara fyrir það hvernig hann kom aftur inn á brautina eftir að hann hafði farið út af í beygju tvö. Ökumenn eiga að fara ákveðna leið inn á aftur ef þeir fara út af, Hamilton gerði það ekki. Rosberg setti góðan tíma í annarri lotu. Hamilton var tæplega hálfri sekúndu á eftir Rosberg eftir fyrstu tilraunina og fannst ástæða til að fara aftur út á brautina til að leita að tímanum sem Rosberg hafði fundið. Hamilton fann þó ekki tímann í það skiptið enda bilaði bíllinn hans.Valtteri Bottas á brautinni á Rússlandi.Vísir/GettyÍ annarri lotu duttu McLaren ökumennirnir, Haas F1 ökumennrinir og Nico Hulkenberg á Force India og Carlos Sainz á Toro Rosso. Hægri spegillinn datt líka af Red Bull bíl Daniel Riciardo í annarri lotu, en hann komst áfram. Rosberg átti nánast auðvelt með að tryggja sér ráspól í þriðju lotu. Baráttan um annað sæti var afar hörð á milli Raikkonen, Vettel og Bottas. Hamilton ræsir tíundi og Vettel sjöundi á morgun. Keppnin verður spennandi á morgun. Bein útsending frá keppninni hefst á Stöð 2 Sport klukkan 11:30 á morgun.Hér fyrir neðan má sjá öll úrslit helgarinnar á gagnvirku brautarkorti.
Formúla Tengdar fréttir Mercedes fljótastir á föstudagsæfingum Nico Rosberg var fljótastur á fyrri æfingu dagsins fyrir Formúlu 1 keppni helgarinnar í Rússlandi, liðsfélagi hans hjá Mercedes Lewis Hamilton var fljótastur á seinni æfingu dagsins. 29. apríl 2016 14:17 Symonds: Öfug rásröð gæti aukið framúrakstur Tæknistjóri Williams liðsins í Formúlu 1, Pat Symonds, telur að öfug rásröð myndi þvinga lið til að hanna bíla sem geta betur tekið framúr. Yfirmenn Formúlu 1 liða munu í vikunni taka ákvörðun um reglur ársins 2017. 25. apríl 2016 22:00 Bílskúrinn: Keisarinn í Kína Nico Rosberg vann sjöttu keppnina í röð í Formúlu 1 kappakstrinum í Kína. Rosber var sannkallaður keisar í Kína. Hann var einn og yfirgefinn í forystunni alla keppnina. 19. apríl 2016 23:15 Arrivabene talar niður uppfærslu Ferrari Ferrari mun mæta með uppfærðar vélar til Rússlands um helgina. Liðsstjóri Ferrari, Maurizio Arrivabene segir uppfærsluna ekki stórfenglega. 27. apríl 2016 23:00 Sebastian Vettel fær fimm sæta refsingu Sebastian Vettel fær fimm sæta refsingu á ráslínunni fyrir rússneska Formúlu 1 kappaksturinn sem fram fer um helgina. Vettel þurfti nýjan gírkassa eftir bilun sem varð í Kína. 30. apríl 2016 06:00 Mest lesið „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti „Erum í basli undir körfunni“ Körfubolti Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Fótbolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Finnur Freyr framlengdi til 2028 Körfubolti „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Körfubolti FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Handbolti Fleiri fréttir „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Mercedes fljótastir á föstudagsæfingum Nico Rosberg var fljótastur á fyrri æfingu dagsins fyrir Formúlu 1 keppni helgarinnar í Rússlandi, liðsfélagi hans hjá Mercedes Lewis Hamilton var fljótastur á seinni æfingu dagsins. 29. apríl 2016 14:17
Symonds: Öfug rásröð gæti aukið framúrakstur Tæknistjóri Williams liðsins í Formúlu 1, Pat Symonds, telur að öfug rásröð myndi þvinga lið til að hanna bíla sem geta betur tekið framúr. Yfirmenn Formúlu 1 liða munu í vikunni taka ákvörðun um reglur ársins 2017. 25. apríl 2016 22:00
Bílskúrinn: Keisarinn í Kína Nico Rosberg vann sjöttu keppnina í röð í Formúlu 1 kappakstrinum í Kína. Rosber var sannkallaður keisar í Kína. Hann var einn og yfirgefinn í forystunni alla keppnina. 19. apríl 2016 23:15
Arrivabene talar niður uppfærslu Ferrari Ferrari mun mæta með uppfærðar vélar til Rússlands um helgina. Liðsstjóri Ferrari, Maurizio Arrivabene segir uppfærsluna ekki stórfenglega. 27. apríl 2016 23:00
Sebastian Vettel fær fimm sæta refsingu Sebastian Vettel fær fimm sæta refsingu á ráslínunni fyrir rússneska Formúlu 1 kappaksturinn sem fram fer um helgina. Vettel þurfti nýjan gírkassa eftir bilun sem varð í Kína. 30. apríl 2016 06:00
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti