Íslandsvinurinn Justin Timberlake verður á meðal þeirra skemmtiatriða sem boðið verður upp á í úrslitakeppni Eurovision á laugardag. Þar mun hann leika nýjasta lag sitt Can‘t stop the feeling sem hann sleppti lausu fyrir helgi.
Þetta verður í fyrsta skipti sem stjarna kemur þar fram sem á engin tengsl við eldri Eurovision hátíðir og þykir til marks um vaxandi vinsældir og áhuga á keppninni fyrir utan Evrópu.
