Árni Páll hættur við framboð til formanns Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. maí 2016 14:56 Árni Páll Árnason tilkynnti á fimmtudaginn í síðustu viku að hann ætlaði að gefa kost á sér á nýjan leik. vísir/vilhelm Árni Páll Árnason mun ekki gefa kost á sér til formanns Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins í júní. Þetta tilkynnti hann í dag. Frestur til að skila inn framboði rennur út á hádegi á morgun sem og frestur til að ganga í flokkinn vilji menn taka þátt í kjörinu. Oddný G. Harðardóttir og Helgi Hjörvar hafa skilað inn framboðum. „Staða flokksins er óásættanleg. Sem fyrr vara ég flokksfólk við að halda að á henni séu einfaldar lausnir. En hugsjónir jafnaðarmanna þurfa samhentan og skynsaman flokk sem ber þær fram og persónur geta ekki staðið þeim framar. Ég hef því ákveðið að bjóða mig ekki fram til endurkjörs sem formaður flokksins,“ segir í bréfi sem Árni Páll sendi frá sér um þrjúleytið. Ekki náðist í Árna Pál við vinnslu fréttarinnar.„Ég er óendanlega þakklátur öllu stuðningsfólki mínu um land allt fyrir stuðning og hvatningu. Þjóðin á skilið að eiga öflugan jafnaðarflokk, sem styður þann formann sem flokksmenn velja til forystu í allsherjaratkvæðagreiðslu. Ég mun gera mitt til að svo verði.“ Skoðanakönnun fréttastofu 365 um fylgi stjórnmálaflokkanna sem birtist í Fréttablaðinu í morgun sýndi 8,4% stuðning landsmanna til Samfylkingarinnar. Flokkurinn hlaut 12,9% fylgi í sveitarstjórnarkosningunum árið 2013. Ungir jafnaðarmenn lýstu yfir skoðun sinni í gær að enginn sitjandi þingmaður ætti að verða næsti formaður flokksins. Þannig vildu þeir tryggja endurnýjun í þingflokknum.Skilaboð Árna Páls í heild Kæru vinir og samherjar. Undanfarna viku hef ég rætt við flokksfólk og undirbúið formannskjör, skipulagt kosningabaráttuna og safnað undirskriftum meðmælenda um allt land. Ég hef fundið fyrir miklum stuðningi við hugmyndina um opinn, fjölbreyttan flokk sem tekur sér stöðu í miðju samfélagsins og berst hönd í hönd með verkalýðshreyfingunni fyrir félagslegu réttlæti, jöfnum tækifærum, einstaklingsfrelsi og öllu því sem máli skiptir fyrir venjulegt fólk. Það er sú hugmynd sem hefur dregið mig áfram alla tíð. En ég get ekki horft framhjá því að um þessa sýn og um mína persónu er ekki eining og atburðarásin á og frá síðasta landsfundi vekur mér efasemdir um að sú eining geti skapast með mig sem formann. Mín byði því erfið barátta, innan flokks sem er í sárum, sem enginn veit hverju myndi skila. Í bréfi til Hannibals árið 1949 lýsti Gylfi Þ. Gíslason því að tiltekinn árangur hefði getað náðst í baráttu þeirra félaganna fyrir nýjum og betri stjórnmálum „ef ég hefði sjálfur getað gengið til verks með þeim dugnaði og því ofstæki sem ég á ekki til.“ Mér er nú líkt farið og Gylfa var þá. Staða flokksins er óásættanleg. Sem fyrr vara ég flokksfólk við að halda að á henni séu einfaldar lausnir. En hugsjónir jafnaðarmanna þurfa samhentan og skynsaman flokk sem ber þær fram og persónur geta ekki staðið þeim framar. Ég hef því ákveðið að bjóða mig ekki fram til endurkjörs sem formaður flokksins. Ég er óendanlega þakklátur öllu stuðningsfólki mínu um land allt fyrir stuðning og hvatningu. Þjóðin á skilið að eiga öflugan jafnaðarflokk, sem styður þann formann sem flokksmenn velja til forystu í allsherjaratkvæðagreiðslu. Ég mun gera mitt til að svo verði. Vonandi birtist sá flokkur þjóðinni 4. júní næstkomandi og sýnir sig tilbúinn til verka. Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Innlent Fleiri fréttir Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig til hlés Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Sjá meira
Árni Páll Árnason mun ekki gefa kost á sér til formanns Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins í júní. Þetta tilkynnti hann í dag. Frestur til að skila inn framboði rennur út á hádegi á morgun sem og frestur til að ganga í flokkinn vilji menn taka þátt í kjörinu. Oddný G. Harðardóttir og Helgi Hjörvar hafa skilað inn framboðum. „Staða flokksins er óásættanleg. Sem fyrr vara ég flokksfólk við að halda að á henni séu einfaldar lausnir. En hugsjónir jafnaðarmanna þurfa samhentan og skynsaman flokk sem ber þær fram og persónur geta ekki staðið þeim framar. Ég hef því ákveðið að bjóða mig ekki fram til endurkjörs sem formaður flokksins,“ segir í bréfi sem Árni Páll sendi frá sér um þrjúleytið. Ekki náðist í Árna Pál við vinnslu fréttarinnar.„Ég er óendanlega þakklátur öllu stuðningsfólki mínu um land allt fyrir stuðning og hvatningu. Þjóðin á skilið að eiga öflugan jafnaðarflokk, sem styður þann formann sem flokksmenn velja til forystu í allsherjaratkvæðagreiðslu. Ég mun gera mitt til að svo verði.“ Skoðanakönnun fréttastofu 365 um fylgi stjórnmálaflokkanna sem birtist í Fréttablaðinu í morgun sýndi 8,4% stuðning landsmanna til Samfylkingarinnar. Flokkurinn hlaut 12,9% fylgi í sveitarstjórnarkosningunum árið 2013. Ungir jafnaðarmenn lýstu yfir skoðun sinni í gær að enginn sitjandi þingmaður ætti að verða næsti formaður flokksins. Þannig vildu þeir tryggja endurnýjun í þingflokknum.Skilaboð Árna Páls í heild Kæru vinir og samherjar. Undanfarna viku hef ég rætt við flokksfólk og undirbúið formannskjör, skipulagt kosningabaráttuna og safnað undirskriftum meðmælenda um allt land. Ég hef fundið fyrir miklum stuðningi við hugmyndina um opinn, fjölbreyttan flokk sem tekur sér stöðu í miðju samfélagsins og berst hönd í hönd með verkalýðshreyfingunni fyrir félagslegu réttlæti, jöfnum tækifærum, einstaklingsfrelsi og öllu því sem máli skiptir fyrir venjulegt fólk. Það er sú hugmynd sem hefur dregið mig áfram alla tíð. En ég get ekki horft framhjá því að um þessa sýn og um mína persónu er ekki eining og atburðarásin á og frá síðasta landsfundi vekur mér efasemdir um að sú eining geti skapast með mig sem formann. Mín byði því erfið barátta, innan flokks sem er í sárum, sem enginn veit hverju myndi skila. Í bréfi til Hannibals árið 1949 lýsti Gylfi Þ. Gíslason því að tiltekinn árangur hefði getað náðst í baráttu þeirra félaganna fyrir nýjum og betri stjórnmálum „ef ég hefði sjálfur getað gengið til verks með þeim dugnaði og því ofstæki sem ég á ekki til.“ Mér er nú líkt farið og Gylfa var þá. Staða flokksins er óásættanleg. Sem fyrr vara ég flokksfólk við að halda að á henni séu einfaldar lausnir. En hugsjónir jafnaðarmanna þurfa samhentan og skynsaman flokk sem ber þær fram og persónur geta ekki staðið þeim framar. Ég hef því ákveðið að bjóða mig ekki fram til endurkjörs sem formaður flokksins. Ég er óendanlega þakklátur öllu stuðningsfólki mínu um land allt fyrir stuðning og hvatningu. Þjóðin á skilið að eiga öflugan jafnaðarflokk, sem styður þann formann sem flokksmenn velja til forystu í allsherjaratkvæðagreiðslu. Ég mun gera mitt til að svo verði. Vonandi birtist sá flokkur þjóðinni 4. júní næstkomandi og sýnir sig tilbúinn til verka.
Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Innlent Fleiri fréttir Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig til hlés Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent