Milner vill Henderson frekar en fyrirliðabandið í úrslitaleiknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. maí 2016 12:00 James Milner fær góð ráð frá Jürgen Klopp í gær. Vísir/Getty James Milner hefur verið fyrirliði Liverpool-liðsins í fjarveru Jordan Henderson og leiddi liðið í úrslitaleik Evrópudeildarinnar með flottri frammistöðu í 3-0 sigri í seinni leiknum á móti Villarreal á Anfield í gærkvöldi. Liverpool mætir Sevilla í úrslitaleiknum á St. Jakob-Park í Basel í Sviss en sigur í þeim leik kemur liðinu í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Jordan Henderson hefur ekkert spilað með Liverpool síðan að hann fór meiddur af velli í fyrri leiknum á móti Borussia Dortmund í átta liða úrslitunum. James Milner óskar þess að Jordan Henderson verði búin að ná sér fyrir úrslitaleikinn sem verður 18. maí og hann mun glaður láta hann fá fyrirliðabandið aftur. „Það er bara frábært að vera komnir alla leið," sagði James Milner við heimasíðu Liverpool eftir leikinn í gær. „Vonandi á Hendo möguleika á því að ná úrslitaleiknum. Ef hann verður klár þá mun hann bera fyrirliðabandið í úrslitaleiknum. Við viljum allir sjá hann koma til baka," sagði Milner. „Ef að hann nær ekki leiknum þá yrði það mikill heiður fyrir mig að vera fyrirliði þessa fótboltafélags í þessum leik," sagði Milner. Liverpool á að baki fjórtán leiki í Evrópudeildinni á þessu tímabili og það hefur því verið mikið verk að koma liðinu alla leið í úrslitaleikinn. „Þetta er búin að vera löng leið. Við höfum spilað marga leiki í Evrópu á tímabilinu og ég hugsa til baka þegar við vorum að spila á frosnum völlum í riðlakeppninni," sagði Milner. „Við höfum slegið út fullt af góðum liðum á leið okkar og nú er framundan leikur á móti öðru góðu liði. Við höfum komið okkur í aðstöðu til að vinna titil. Þetta verður annar úrslitaleikur okkar á leiktíðinni og vonandi tekst okkur að vinna titil," sagði Milner. „Þetta félag hefur vanist því að vinna titla og það búast allir við góðum árangri hér. Félagið vill vera í úrslitaleikjum og allir í liðinu vilja nú nýta tækifærið og bæta við titilskrána," sagði Milner. Enski boltinn Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Liverpool-stuðningsmenn sjá Bill Shankly í Klopp Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, er búinn að koma liðinu í úrslitaleik Evrópudeildarinnar á sínu fyrsta tímabili á Anfield sem þýðir að liðið er aðeins einum sigri frá sæti í Meistaradeildinni 2016-17. 6. maí 2016 10:00 Mikil spenna í stuðningsmönnum Liverpool á Anfeld Road | Myndband Það styttist í seinni undanúrslitaleik Liverpool og Villarreal í Evrópudeild UEFA sem verður spilaður á Anfield í Liverpool í kvöld. 5. maí 2016 18:19 Liverpool upp að hlið Bayern Münhcen Liverpool tryggði sér í kvöld sæti í tólfta úrslitaleik félagsins í Evrópukeppni frá upphafi en aðeins fjögur evrópsk félög hafa spilað oftar til úrslita í Evrópu. 5. maí 2016 22:20 Klopp: Þvílík frammistaða Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var hátt uppi eftir að leikmenn hans unnu 3-0 sigur á Villarreal á Anfield í kvöld og tryggðu liðinu sæti í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. 5. maí 2016 21:56 Liverpool einum sigri frá Meistaradeildinni | Sjáðu mörkin í 3-0 sigri á Villarreal Liverpool tryggði sér sæti í úrslitaleik Evrópudeildarinnar eftir 3-0 sigur í seinni undanúrslitaleiknum á móti spænska liðinu Villarreal á Anfield í kvöld. 5. maí 2016 12:15 Formaður KSÍ eftirlitsmaður á Anfield í kvöld Geir Þorsteinsson passar upp á að allt verði í standi þegar Liverpool tekur á móti Villareal. 5. maí 2016 11:30 Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Fleiri fréttir David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Sjá meira
James Milner hefur verið fyrirliði Liverpool-liðsins í fjarveru Jordan Henderson og leiddi liðið í úrslitaleik Evrópudeildarinnar með flottri frammistöðu í 3-0 sigri í seinni leiknum á móti Villarreal á Anfield í gærkvöldi. Liverpool mætir Sevilla í úrslitaleiknum á St. Jakob-Park í Basel í Sviss en sigur í þeim leik kemur liðinu í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Jordan Henderson hefur ekkert spilað með Liverpool síðan að hann fór meiddur af velli í fyrri leiknum á móti Borussia Dortmund í átta liða úrslitunum. James Milner óskar þess að Jordan Henderson verði búin að ná sér fyrir úrslitaleikinn sem verður 18. maí og hann mun glaður láta hann fá fyrirliðabandið aftur. „Það er bara frábært að vera komnir alla leið," sagði James Milner við heimasíðu Liverpool eftir leikinn í gær. „Vonandi á Hendo möguleika á því að ná úrslitaleiknum. Ef hann verður klár þá mun hann bera fyrirliðabandið í úrslitaleiknum. Við viljum allir sjá hann koma til baka," sagði Milner. „Ef að hann nær ekki leiknum þá yrði það mikill heiður fyrir mig að vera fyrirliði þessa fótboltafélags í þessum leik," sagði Milner. Liverpool á að baki fjórtán leiki í Evrópudeildinni á þessu tímabili og það hefur því verið mikið verk að koma liðinu alla leið í úrslitaleikinn. „Þetta er búin að vera löng leið. Við höfum spilað marga leiki í Evrópu á tímabilinu og ég hugsa til baka þegar við vorum að spila á frosnum völlum í riðlakeppninni," sagði Milner. „Við höfum slegið út fullt af góðum liðum á leið okkar og nú er framundan leikur á móti öðru góðu liði. Við höfum komið okkur í aðstöðu til að vinna titil. Þetta verður annar úrslitaleikur okkar á leiktíðinni og vonandi tekst okkur að vinna titil," sagði Milner. „Þetta félag hefur vanist því að vinna titla og það búast allir við góðum árangri hér. Félagið vill vera í úrslitaleikjum og allir í liðinu vilja nú nýta tækifærið og bæta við titilskrána," sagði Milner.
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Liverpool-stuðningsmenn sjá Bill Shankly í Klopp Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, er búinn að koma liðinu í úrslitaleik Evrópudeildarinnar á sínu fyrsta tímabili á Anfield sem þýðir að liðið er aðeins einum sigri frá sæti í Meistaradeildinni 2016-17. 6. maí 2016 10:00 Mikil spenna í stuðningsmönnum Liverpool á Anfeld Road | Myndband Það styttist í seinni undanúrslitaleik Liverpool og Villarreal í Evrópudeild UEFA sem verður spilaður á Anfield í Liverpool í kvöld. 5. maí 2016 18:19 Liverpool upp að hlið Bayern Münhcen Liverpool tryggði sér í kvöld sæti í tólfta úrslitaleik félagsins í Evrópukeppni frá upphafi en aðeins fjögur evrópsk félög hafa spilað oftar til úrslita í Evrópu. 5. maí 2016 22:20 Klopp: Þvílík frammistaða Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var hátt uppi eftir að leikmenn hans unnu 3-0 sigur á Villarreal á Anfield í kvöld og tryggðu liðinu sæti í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. 5. maí 2016 21:56 Liverpool einum sigri frá Meistaradeildinni | Sjáðu mörkin í 3-0 sigri á Villarreal Liverpool tryggði sér sæti í úrslitaleik Evrópudeildarinnar eftir 3-0 sigur í seinni undanúrslitaleiknum á móti spænska liðinu Villarreal á Anfield í kvöld. 5. maí 2016 12:15 Formaður KSÍ eftirlitsmaður á Anfield í kvöld Geir Þorsteinsson passar upp á að allt verði í standi þegar Liverpool tekur á móti Villareal. 5. maí 2016 11:30 Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Fleiri fréttir David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Sjá meira
Liverpool-stuðningsmenn sjá Bill Shankly í Klopp Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, er búinn að koma liðinu í úrslitaleik Evrópudeildarinnar á sínu fyrsta tímabili á Anfield sem þýðir að liðið er aðeins einum sigri frá sæti í Meistaradeildinni 2016-17. 6. maí 2016 10:00
Mikil spenna í stuðningsmönnum Liverpool á Anfeld Road | Myndband Það styttist í seinni undanúrslitaleik Liverpool og Villarreal í Evrópudeild UEFA sem verður spilaður á Anfield í Liverpool í kvöld. 5. maí 2016 18:19
Liverpool upp að hlið Bayern Münhcen Liverpool tryggði sér í kvöld sæti í tólfta úrslitaleik félagsins í Evrópukeppni frá upphafi en aðeins fjögur evrópsk félög hafa spilað oftar til úrslita í Evrópu. 5. maí 2016 22:20
Klopp: Þvílík frammistaða Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var hátt uppi eftir að leikmenn hans unnu 3-0 sigur á Villarreal á Anfield í kvöld og tryggðu liðinu sæti í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. 5. maí 2016 21:56
Liverpool einum sigri frá Meistaradeildinni | Sjáðu mörkin í 3-0 sigri á Villarreal Liverpool tryggði sér sæti í úrslitaleik Evrópudeildarinnar eftir 3-0 sigur í seinni undanúrslitaleiknum á móti spænska liðinu Villarreal á Anfield í kvöld. 5. maí 2016 12:15
Formaður KSÍ eftirlitsmaður á Anfield í kvöld Geir Þorsteinsson passar upp á að allt verði í standi þegar Liverpool tekur á móti Villareal. 5. maí 2016 11:30