Aurum-málið: Hafnaði kröfu ákærðu um dómkvadda matsmenn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. maí 2016 12:46 Lárus Welding og Jón Ásgeir Jóhannesson eru á meðal ákærðu í Aurum-málinu. vísir/gva Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í dag kröfu þriggja sakborninga í Aurum-málinu um að fá að kalla til nýja matsmenn til að leggja mat á verðmæti Aurum. Krafan var lögð fram í kjölfar þess að Hæstiréttur féllst á kröfu Ólafs Þórs Haukssonar, héraðssaksóknara, um að leiða fyrir dóm vitni sem lagt höfðu mat á verðmæti félagsins í einkamáli. Í Aurum-málinu eru þeir Lárus Welding, Jón Ásgeir Jóhannesson, Magnús Arnar Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson ákærðir fyrir umboðssvik og hlutdeild í þeim. Ákæran snýst um sex milljarða króna lán sem Glitnir veitti félaginu FS38 ehf. sem var í eigu Pálma Haraldssonar, vegna kaupa á félaginu Aurum Holdings Ltd, í júlí 2008. Þeir Lárus, Jón Ásgeir og Magnús Arnar fóru fram á að fá dómkvadda matsmenn að málinu. Fastlega má gera ráð fyrir því að úrskurði héraðsdóms verði skotið til Hæstaréttar. Ákæra í Aurum-málinu var gefin út þann 12. desember 2012 og voru sakborningar sýknaðir af ákærunni í héraði í júní 2014. Tæpu ári síðar ógilti Hæstiréttur þann dóm þar sem hann féllst á þann málatilbúnað ákæruvaldsins að sérfróður meðdómari í málinu í héraði, Sverrir Ólafsson, hafi verið vanhæfur til að dæma í því vegna ættartengsla sinna við Ólaf Ólafsson sem var dæmdur í fangelsi fyrir aðild sína að Al Thani-málinu. Í kjölfar ómerkingar Hæstaréttar var málið sent aftur heim í hérað. Þar fór sérstakur saksóknari, nú héraðssaksóknari, fram á það að dómsformaður í málinu, Guðjón St. Marteinsson, myndi víkja sæti vegna vanhæfis. Hæstiréttur féllst á það og því var skipaður nýr dómsformaður, áðurnefnd Barbara Björnsdóttir, en með henni í dómnum sitja þau Símon Sigvaldason, héraðsdómari, og Hrefna Sigríður Briem, sérfróður meðdómari. Aurum Holding málið Tengdar fréttir Allar líkur á að aðalmeðferð Aurum-málsins frestist fram á haust Aðalmeðferðin átti að hefjast í þessari viku. 13. apríl 2016 10:47 Gylfi Magnússon ber vitni í Aurum-málinu Hæstiréttur hefur snúið við úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur sem hafði hafnað því að Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari, fengi að leiða fimm vitni fyrir dóm í Aurum-málinu. 11. mars 2016 18:05 Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í dag kröfu þriggja sakborninga í Aurum-málinu um að fá að kalla til nýja matsmenn til að leggja mat á verðmæti Aurum. Krafan var lögð fram í kjölfar þess að Hæstiréttur féllst á kröfu Ólafs Þórs Haukssonar, héraðssaksóknara, um að leiða fyrir dóm vitni sem lagt höfðu mat á verðmæti félagsins í einkamáli. Í Aurum-málinu eru þeir Lárus Welding, Jón Ásgeir Jóhannesson, Magnús Arnar Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson ákærðir fyrir umboðssvik og hlutdeild í þeim. Ákæran snýst um sex milljarða króna lán sem Glitnir veitti félaginu FS38 ehf. sem var í eigu Pálma Haraldssonar, vegna kaupa á félaginu Aurum Holdings Ltd, í júlí 2008. Þeir Lárus, Jón Ásgeir og Magnús Arnar fóru fram á að fá dómkvadda matsmenn að málinu. Fastlega má gera ráð fyrir því að úrskurði héraðsdóms verði skotið til Hæstaréttar. Ákæra í Aurum-málinu var gefin út þann 12. desember 2012 og voru sakborningar sýknaðir af ákærunni í héraði í júní 2014. Tæpu ári síðar ógilti Hæstiréttur þann dóm þar sem hann féllst á þann málatilbúnað ákæruvaldsins að sérfróður meðdómari í málinu í héraði, Sverrir Ólafsson, hafi verið vanhæfur til að dæma í því vegna ættartengsla sinna við Ólaf Ólafsson sem var dæmdur í fangelsi fyrir aðild sína að Al Thani-málinu. Í kjölfar ómerkingar Hæstaréttar var málið sent aftur heim í hérað. Þar fór sérstakur saksóknari, nú héraðssaksóknari, fram á það að dómsformaður í málinu, Guðjón St. Marteinsson, myndi víkja sæti vegna vanhæfis. Hæstiréttur féllst á það og því var skipaður nýr dómsformaður, áðurnefnd Barbara Björnsdóttir, en með henni í dómnum sitja þau Símon Sigvaldason, héraðsdómari, og Hrefna Sigríður Briem, sérfróður meðdómari.
Aurum Holding málið Tengdar fréttir Allar líkur á að aðalmeðferð Aurum-málsins frestist fram á haust Aðalmeðferðin átti að hefjast í þessari viku. 13. apríl 2016 10:47 Gylfi Magnússon ber vitni í Aurum-málinu Hæstiréttur hefur snúið við úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur sem hafði hafnað því að Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari, fengi að leiða fimm vitni fyrir dóm í Aurum-málinu. 11. mars 2016 18:05 Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Allar líkur á að aðalmeðferð Aurum-málsins frestist fram á haust Aðalmeðferðin átti að hefjast í þessari viku. 13. apríl 2016 10:47
Gylfi Magnússon ber vitni í Aurum-málinu Hæstiréttur hefur snúið við úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur sem hafði hafnað því að Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari, fengi að leiða fimm vitni fyrir dóm í Aurum-málinu. 11. mars 2016 18:05