Grein Hannesar: Fyrirboði forsetaframboðs eða endurreisn Davíðs? Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. maí 2016 11:48 Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir sérstakt að ritstjóri dagblaðs birti ítarlega „lofgjörð um sjálfan sig með hetjumyndum með erlendum þjóðarleiðtogum.“ Þetta kom fram í máli hans í Eyjunni á Stöð 2 í gær þar sem hann sat fyrir svörum ásamt kollega sínum Stefaníu Óskarsdóttur.Eins og fram hefur komið var ítarleg úttekt á áhrifum Davíðs Oddsonar á íslenskt samfélag í tveggja opnu skoðunargrein Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar í Morgunblaðinu á laugardag. „Ekki að ég þekki alla fjölmiðla veraldar en ég veit ekki um dæmi þessa annars staðar. Það finnst mér í sjálfu sér áhugavert,“ segir Eiríkur. Hann er þó þeirrar skoðunar að Davíð sé merkur stjórnmálamaður í Íslandssögunni.„Hann var forsætisráðherra yfir langa tíð og mjög afgerandi sem slíkur. Kannski á sinni tíð einn öflugasti forsætisráðherra sem við höfum haft.“Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur.Landslagið breytt eftir framboð Ólafs RagnarsDavíð tók við starfi Seðlabankastjóra að loknum stjórnmálaferli sínum. Eftir fall bankanna var lögum breytt af ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur sem gerðu að verkum að starf Davíðs í bankanum yrði lagt niður. Davíð hætti störfum í febrúar 2009 áður en lögin komu til atkvæðagreiðslu á Alþingi.„Hans ferill endaði ekki með þeim hætti sem hann, Hannes og hans menn hefðu viljað. Þetta er einhvers konar viðleitni til að endurreisa hans stöðu í þjóðfélaginu,“ segir Eiríkur.Veltu Eiríkur og Stefanía fyrir sér hvort greinin tengdist mögulegu framboði Davíðs til forseta Íslands sem mikið hefur verið slúðrað um. Yrði Davíð forseti hefði hann náð einstakri þrennu: borgarstjóri í Reykjavík, forsætisráðherra og forseti Íslands. Stefanía telur hins vegar ekki von á framboði frá Davíð úr þessu.„Ég veit til þess að Davíð Oddsson var að spá í framboð. Vinir og vandamenn, sem tengjast honum, hafa ýjað að því að hann var að hugsa málið. Landslagið hefur breyst það mikið eftir að Ólafur Ragnar tilkynnti sitt framboð að það er ekki á vísan að róa fyrir Davíð.“ Alþingi Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir #segirHannes fer á flug: Davíð fann upp fótboltann, stafrófsröðina og "glætan!“ Skoðunargrein Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar á ritstjóra Morgunblaðsins, sem birtist í Morgunblaðinu, hefur vakið mikla athygli. 1. maí 2016 12:09 „Bara á Íslandi!“: Söguskoðun Hannesar Hólmsteins fær falleinkunn á Facebook Margir hafa furðað sig á lofgjörð stjórnmálafræðiprófessorsins í Morgunblaðinu í dag um sjálfan ritstjóra blaðsins, Davíð Oddsson. Fínt innlegg í kosningabaráttu segir Egill Helgason. 30. apríl 2016 15:14 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Sjá meira
Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir sérstakt að ritstjóri dagblaðs birti ítarlega „lofgjörð um sjálfan sig með hetjumyndum með erlendum þjóðarleiðtogum.“ Þetta kom fram í máli hans í Eyjunni á Stöð 2 í gær þar sem hann sat fyrir svörum ásamt kollega sínum Stefaníu Óskarsdóttur.Eins og fram hefur komið var ítarleg úttekt á áhrifum Davíðs Oddsonar á íslenskt samfélag í tveggja opnu skoðunargrein Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar í Morgunblaðinu á laugardag. „Ekki að ég þekki alla fjölmiðla veraldar en ég veit ekki um dæmi þessa annars staðar. Það finnst mér í sjálfu sér áhugavert,“ segir Eiríkur. Hann er þó þeirrar skoðunar að Davíð sé merkur stjórnmálamaður í Íslandssögunni.„Hann var forsætisráðherra yfir langa tíð og mjög afgerandi sem slíkur. Kannski á sinni tíð einn öflugasti forsætisráðherra sem við höfum haft.“Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur.Landslagið breytt eftir framboð Ólafs RagnarsDavíð tók við starfi Seðlabankastjóra að loknum stjórnmálaferli sínum. Eftir fall bankanna var lögum breytt af ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur sem gerðu að verkum að starf Davíðs í bankanum yrði lagt niður. Davíð hætti störfum í febrúar 2009 áður en lögin komu til atkvæðagreiðslu á Alþingi.„Hans ferill endaði ekki með þeim hætti sem hann, Hannes og hans menn hefðu viljað. Þetta er einhvers konar viðleitni til að endurreisa hans stöðu í þjóðfélaginu,“ segir Eiríkur.Veltu Eiríkur og Stefanía fyrir sér hvort greinin tengdist mögulegu framboði Davíðs til forseta Íslands sem mikið hefur verið slúðrað um. Yrði Davíð forseti hefði hann náð einstakri þrennu: borgarstjóri í Reykjavík, forsætisráðherra og forseti Íslands. Stefanía telur hins vegar ekki von á framboði frá Davíð úr þessu.„Ég veit til þess að Davíð Oddsson var að spá í framboð. Vinir og vandamenn, sem tengjast honum, hafa ýjað að því að hann var að hugsa málið. Landslagið hefur breyst það mikið eftir að Ólafur Ragnar tilkynnti sitt framboð að það er ekki á vísan að róa fyrir Davíð.“
Alþingi Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir #segirHannes fer á flug: Davíð fann upp fótboltann, stafrófsröðina og "glætan!“ Skoðunargrein Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar á ritstjóra Morgunblaðsins, sem birtist í Morgunblaðinu, hefur vakið mikla athygli. 1. maí 2016 12:09 „Bara á Íslandi!“: Söguskoðun Hannesar Hólmsteins fær falleinkunn á Facebook Margir hafa furðað sig á lofgjörð stjórnmálafræðiprófessorsins í Morgunblaðinu í dag um sjálfan ritstjóra blaðsins, Davíð Oddsson. Fínt innlegg í kosningabaráttu segir Egill Helgason. 30. apríl 2016 15:14 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Sjá meira
#segirHannes fer á flug: Davíð fann upp fótboltann, stafrófsröðina og "glætan!“ Skoðunargrein Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar á ritstjóra Morgunblaðsins, sem birtist í Morgunblaðinu, hefur vakið mikla athygli. 1. maí 2016 12:09
„Bara á Íslandi!“: Söguskoðun Hannesar Hólmsteins fær falleinkunn á Facebook Margir hafa furðað sig á lofgjörð stjórnmálafræðiprófessorsins í Morgunblaðinu í dag um sjálfan ritstjóra blaðsins, Davíð Oddsson. Fínt innlegg í kosningabaráttu segir Egill Helgason. 30. apríl 2016 15:14