Ejub: Eigum ekki völl til að æfa svona skot Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. maí 2016 21:52 Ejub Purisevic er komin með þrjú stig. vísir/vilhelm Ejub Purisevic þjálfari Ólsara, var eðlilega kátur með 2-1 sigurinn á Breiðabliki í fyrstu umferð Pepsi-deildar karla kvöld. Hann var þó ekkert að tapa sér í gleðinni þegar Vísir ræddi við hann eftir leik. "Það er rosalega gott að fá þrjú stig í fyrstu umferð gegn sterku liði Breiðabliks," sagði hann stóískur en sáttur. Nýliðarnir nýttu færin sem þeir fengu, það er að segja skotfærin. Ejub vissi alltaf að þetta yrði erfiður leikur. "Við spiluðum svona svipað allt undirbúningstímabilið. Við héldum skipulagi í kvöld og vissum svona ca. hvað Breiðablik ætlaði að gera. Mér fannst það oft á tíðum ganga upp. Við vorum þolinmóðir og biðum eftir tækifærum. Við vissum að við myndum fá færi eða skotfæri. Þetta var ekki auðvelt en gekk upp," sagði Ejub sem var þó ósáttur með byrjunina í seinni hálfleik. Mjög ósáttur. "Ef ég á að segja satt skil ég ekki hvað var í gangi í byrjun seinni hálfleiks. Þetta var fáránlegt og alveg til skammar. Ég hef enga hugmynd um hvað var í gangi þarna," sagði hann. Mörk Ólsara í kvöld voru algjörlega mögnuð. Hér má sjá annað þeirra. Aðspurður hvort Ejub hefði bara verið með liðið á skotæfingum í allan vetur svaraði hann brosandi: "Nei, ég bara reyni að setja upp sóknir þannig við klárum með skoti. Stundum gengur það upp og stundum ekki. Ég myndi ekki segja að við værum að æfa þetta mikið enda erum við ekki með völl þar sem við getum æft skot af þessu færi." Ólsarar byrjuðu ekki vel í Pepsi-deildinni fyrir þremur árum og því veit Ejub hvað þetta gefur liðinu. "Þetta gefur okkur mikið hvað varðar sjálfstraustið og við fáum meiri trú á verkefnið. Ef ég á að vera heiðarlegur þá hefði ég verið sáttur með eitt stig en þrjú stig eru enn betra," sagði Ejub Purisevic. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Þorsteinn Már með frábært mark í fyrsta leiknum með uppeldisfélaginu | Myndband Þorsteinn Már Ragnarsson er uppalinn hjá Víkingi í Ólafsvík en hafði fyrir leikinn í Kópavogi í kvöld aldrei spilað fyrir sitt félag í Pepsi-deildinni. 1. maí 2016 20:19 Mest lesið Fulltrúi Íslands í áfalli eftir aðalfund sem fór í háaloft: „Eins og eldur í púðurtunnu“ Sport Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - KR 4-2 | Frábær byrjun Stjörnunnar skildi KR-inga eftir í reyk Íslenski boltinn Fyrrum leikmaður Liverpool að ganga í raðir Stjörnunnar Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - Víkingur | Víkingur vann toppslaginn fyrir vestan Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - ÍA 1-4 | Skagamenn völtuðu yfir Blika Íslenski boltinn Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Íslenski boltinn Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 0-2 | Engin vandræði á Val í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - KA 1-2 | Færeyingurinn hetjan í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - KR 4-2 | Frábær byrjun Stjörnunnar skildi KR-inga eftir í reyk „Ef menn leggja sig fram og standa sig vel þá er alltaf stutt í byrjunarliðið” „Það má ekki fagna of mikið“ Fyrrum leikmaður Liverpool að ganga í raðir Stjörnunnar Uppgjörið: Breiðablik - ÍA 1-4 | Skagamenn völtuðu yfir Blika „Fannst Víkingarnir ekki eiga skilið neitt út úr þessum leik“ „Unnum klárlega baráttuna í leiknum“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 0-2 | Engin vandræði á Val í Mosfellsbæ Uppgjörið: Fram - KA 1-2 | Færeyingurinn hetjan í Úlfarsárdal Uppgjörið: ÍBV - FH 2-1 | Dramatískt sigurmark í Eyjum Uppgjörið: Vestri - Víkingur | Víkingur vann toppslaginn fyrir vestan Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt KR kaupir ungan og efnilegan leikmann Njarðvíkur „Við sjáum okkur ekki sem körfuboltinn á móti fótboltanum“ Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Návígi með Gulla Jóns: Aukaefni úr A&B og meira til „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Hreifst af Stíg: „Finnst þarna komið þetta Víkings-element“ Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn „Uppleggið hjá Rúnari fannst mér heppnast fullkomlega“ Sjáðu mörkin sem „Halli og Laddi“ skoruðu Þeir bestu (5. sæti): Glasið alltaf hálffullt Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms „Ég hefði getað sett þrjú“ Sjá meira
Ejub Purisevic þjálfari Ólsara, var eðlilega kátur með 2-1 sigurinn á Breiðabliki í fyrstu umferð Pepsi-deildar karla kvöld. Hann var þó ekkert að tapa sér í gleðinni þegar Vísir ræddi við hann eftir leik. "Það er rosalega gott að fá þrjú stig í fyrstu umferð gegn sterku liði Breiðabliks," sagði hann stóískur en sáttur. Nýliðarnir nýttu færin sem þeir fengu, það er að segja skotfærin. Ejub vissi alltaf að þetta yrði erfiður leikur. "Við spiluðum svona svipað allt undirbúningstímabilið. Við héldum skipulagi í kvöld og vissum svona ca. hvað Breiðablik ætlaði að gera. Mér fannst það oft á tíðum ganga upp. Við vorum þolinmóðir og biðum eftir tækifærum. Við vissum að við myndum fá færi eða skotfæri. Þetta var ekki auðvelt en gekk upp," sagði Ejub sem var þó ósáttur með byrjunina í seinni hálfleik. Mjög ósáttur. "Ef ég á að segja satt skil ég ekki hvað var í gangi í byrjun seinni hálfleiks. Þetta var fáránlegt og alveg til skammar. Ég hef enga hugmynd um hvað var í gangi þarna," sagði hann. Mörk Ólsara í kvöld voru algjörlega mögnuð. Hér má sjá annað þeirra. Aðspurður hvort Ejub hefði bara verið með liðið á skotæfingum í allan vetur svaraði hann brosandi: "Nei, ég bara reyni að setja upp sóknir þannig við klárum með skoti. Stundum gengur það upp og stundum ekki. Ég myndi ekki segja að við værum að æfa þetta mikið enda erum við ekki með völl þar sem við getum æft skot af þessu færi." Ólsarar byrjuðu ekki vel í Pepsi-deildinni fyrir þremur árum og því veit Ejub hvað þetta gefur liðinu. "Þetta gefur okkur mikið hvað varðar sjálfstraustið og við fáum meiri trú á verkefnið. Ef ég á að vera heiðarlegur þá hefði ég verið sáttur með eitt stig en þrjú stig eru enn betra," sagði Ejub Purisevic.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Þorsteinn Már með frábært mark í fyrsta leiknum með uppeldisfélaginu | Myndband Þorsteinn Már Ragnarsson er uppalinn hjá Víkingi í Ólafsvík en hafði fyrir leikinn í Kópavogi í kvöld aldrei spilað fyrir sitt félag í Pepsi-deildinni. 1. maí 2016 20:19 Mest lesið Fulltrúi Íslands í áfalli eftir aðalfund sem fór í háaloft: „Eins og eldur í púðurtunnu“ Sport Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - KR 4-2 | Frábær byrjun Stjörnunnar skildi KR-inga eftir í reyk Íslenski boltinn Fyrrum leikmaður Liverpool að ganga í raðir Stjörnunnar Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - Víkingur | Víkingur vann toppslaginn fyrir vestan Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - ÍA 1-4 | Skagamenn völtuðu yfir Blika Íslenski boltinn Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Íslenski boltinn Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 0-2 | Engin vandræði á Val í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - KA 1-2 | Færeyingurinn hetjan í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - KR 4-2 | Frábær byrjun Stjörnunnar skildi KR-inga eftir í reyk „Ef menn leggja sig fram og standa sig vel þá er alltaf stutt í byrjunarliðið” „Það má ekki fagna of mikið“ Fyrrum leikmaður Liverpool að ganga í raðir Stjörnunnar Uppgjörið: Breiðablik - ÍA 1-4 | Skagamenn völtuðu yfir Blika „Fannst Víkingarnir ekki eiga skilið neitt út úr þessum leik“ „Unnum klárlega baráttuna í leiknum“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 0-2 | Engin vandræði á Val í Mosfellsbæ Uppgjörið: Fram - KA 1-2 | Færeyingurinn hetjan í Úlfarsárdal Uppgjörið: ÍBV - FH 2-1 | Dramatískt sigurmark í Eyjum Uppgjörið: Vestri - Víkingur | Víkingur vann toppslaginn fyrir vestan Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt KR kaupir ungan og efnilegan leikmann Njarðvíkur „Við sjáum okkur ekki sem körfuboltinn á móti fótboltanum“ Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Návígi með Gulla Jóns: Aukaefni úr A&B og meira til „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Hreifst af Stíg: „Finnst þarna komið þetta Víkings-element“ Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn „Uppleggið hjá Rúnari fannst mér heppnast fullkomlega“ Sjáðu mörkin sem „Halli og Laddi“ skoruðu Þeir bestu (5. sæti): Glasið alltaf hálffullt Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms „Ég hefði getað sett þrjú“ Sjá meira
Þorsteinn Már með frábært mark í fyrsta leiknum með uppeldisfélaginu | Myndband Þorsteinn Már Ragnarsson er uppalinn hjá Víkingi í Ólafsvík en hafði fyrir leikinn í Kópavogi í kvöld aldrei spilað fyrir sitt félag í Pepsi-deildinni. 1. maí 2016 20:19
Uppgjörið: Stjarnan - KR 4-2 | Frábær byrjun Stjörnunnar skildi KR-inga eftir í reyk Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - KR 4-2 | Frábær byrjun Stjörnunnar skildi KR-inga eftir í reyk Íslenski boltinn