Íslenski boltinn

Þorsteinn Már með frábært mark í fyrsta leiknum með uppeldisfélaginu | Myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þorsteinn Már Ragnarsson er uppalinn hjá Víkingi í Ólafsvík en hafði fyrir leikinn í Kópavogi í kvöld aldrei spilað fyrir sitt félag í Pepsi-deildinni.

Þorsteinn Már hélt upp á þessu tímamót með því að skora frábært mark fyrir Víkinga og koma þeim í 1-0 á móti Breiðabliki.

Hinn 26 ára gamli Þorsteinn Már hafði skorað 14 mörk í 67 leikjum í efstu deild með KR undanfarin fjögur tímabil.

Þorsteinn Már fékk boltann fyrir utan vítateiginn og lét vaða langt fyrir utan teig. Skotið heppnaðist fullkomlega og þandi netmöskva Blika.

Blikar fengu ekki mörg mörk á sig í fyrra og hvað þá í fyrri hálfleik en Þorsteinn Már var ekki lengi að opna markareikning sinn í fyrsta úrvalsdeildarleik sínum með uppeldisfélaginu.

Það er hægt að sjá þetta glæsilega mark í spilaranum hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×