Viðskipti innlent

Hlutur í NOVA skráður í aflandsfélögum

Samúel Karl Ólason skrifar
Novator er fjárfestingafélag undir forystu Björgólfs Thors Björgólfssonar.
Novator er fjárfestingafélag undir forystu Björgólfs Thors Björgólfssonar. Vísir/Vilhelm
Hluthafar í félögum Novators í Lúxemborg hafa verið skráðir í aflandsfélögum í skattaskjólum. Jafnvel hafa margir hluthafar haft sama heimilisfang á Tortóla. Í umfjöllun Morgunblaðsins kemur fram að sex Novator félög hafi á einhverjum tíma haft hluthafa sem skráðir voru á aflandseyjum.

Novator er fjárfestingafélag undir forystu Björgólfs Thors Björgólfssonar. Morgunblaðið skoðaði átta Novator félög í gær en meðal þeirra var félagið Novator Telecom Finland, sem var skráð fyrir rúmum þriðjungshlut í NOVA í ársreikningi 2014. Fjögur af félögunum eru hætt starfsemi en hluthafar hafa verið skráðir á Tortóla, Panama, Bahamaeyjum og Gíbraltar.

Það ár hafi komið fram að Björgólfur Thor færi fyrir um 96 prósenta hlut í NOVA í gegnum tvö félög, Novator ehf. og Novator Finland. Samkvæmt ársreikningum þriggja félaga árið 2014, af þeim átta sem voru skoðuð, voru heildareignir þeirra rúmir 6,6 milljarðar króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×