Eygló Ósk Gústafsdóttir endaði í sjötta sæti í 100 metra baksundi á Evrópumótinu í London.
Hún kom í mark á 1:00,98, en eftir fyrri ferðina var hún í fjórða sæti. Hún synti fyrri ferðina á 29,29.
Mie Oe. Nielsen frá Danmörku kom fyrst í mark og er Evrópumeistari 2016 en hún synti á 58,73 mínútum. Hún hefur farið á kostum á þessu móti.
Katinka Hosszu lenti í öðru sæti á 58,94 og í þriðja sæti lenti Bretinn Kathleen Dawson á 59,68.
Fylgjast má með lýsingu hér.
Eygló byrjaði vel en gaf eftir og endaði í sjötta sæti

Tengdar fréttir

Anton Sveinn áttundi í bringusundinu
Anton Sveinn McKee endaði í áttunda sæti í úrslitasundi í 200 metra bringusundi, en hann synti á 2:11,73.

Hrafnhildur í undanúrslit í 200 metra bringusundi
Silfurkonan var tveimur sekúndum frá Íslandsmeti sínu en syndir í undanúrslitum seinna í kvöld.

Hrafnhildur heldur áfram að gera það gott | Anton og Eygló kepptu í úrslitum
Hrafnhildur Lúthersdóttir, Eygló Ósk Gústafsdóttir og Anton Sveinn McKee voru í eldlínunni á EM í sundi í dag.