Anton Sveinn McKee endaði í áttunda sæti í úrslitasundi í 200 metra bringusundi, en hann synti á 2:11,73.
Hann náði fjórða besta tímanum í undanúrslitunum í gær, en náði sér ekki á strik í dag. Hann var tveimur sekúndum lengur að synda 200 metrana í dag.
Ross Murdoch frá Bretlandi varð fyrstur á 2:08,33 og Marco Koch kom næstur á 2:08,40. Luca Pizzini endaði í þriðja sæti á 2:10,39.
Fylgjast má með beinni lýsingu hér.
Anton Sveinn áttundi í bringusundinu

Tengdar fréttir

Hrafnhildur: Getur allt gerst á Ólympíuleikum
Hrafnhildur Lúthersdóttir náði sögulegum árangri þegar hún vann til silfurverðlaunâ á EM í sundi í London í gær, á nýju Íslandsmeti. Er hún fyrsti íslenski sundmaðurinn sem vinnur til verðlauna á EM í 50 m laug.

Hrafnhildur í undanúrslit í 200 metra bringusundi
Silfurkonan var tveimur sekúndum frá Íslandsmeti sínu en syndir í undanúrslitum seinna í kvöld.

Hrafnhildur heldur áfram að gera það gott | Anton og Eygló kepptu í úrslitum
Hrafnhildur Lúthersdóttir, Eygló Ósk Gústafsdóttir og Anton Sveinn McKee voru í eldlínunni á EM í sundi í dag.