Ferli Sharapovu gæti verið lokið Tómas Þór Þórðarson skrifar 19. maí 2016 12:00 Maria Sharapova vann fimm risamót á ferlinum. vísir/getty Ferli Rússnesku tennisdrottningarinnar Mariu Sharapovu gæti verið lokið eftir að hún féll á lyfjaprófi í byrjun árs. Þetta segir forseti rússneska tennissambandsins, Shamil Tarpishchev. Lyfið Meldóníum fannst í þvagsýni Sharapovu á opna ástralska meistaramótinu í janúar en hún hélt stóran og mikinn blaðamannafund í mars þar sem hún tilkynnti um niðurstöður lyfjaprófsins.Sjá einnig:Hvað er meldóníum? Aðspurður í viðtali á rússnesku sjónvarpsstöðinni R-Sport hvort Sharapova myndi keppa aftur sagði Shamil Tarpishchev að hann efaðist stórlega um það. Hann sagði enn fremur að Sharapova væri í mjög slæmri stöðu. Þessi 29 ára gamla tenniskona sem fimm sinnum hefur fagnað sigri á stórmóti fullyrti þegar hún viðurkenndi á sig lyfjabrotið að hún myndi snúa aftur á keppnisvöllin. Sharapova er í tímabundnu banni sem hófst 12. mars en hún bíður eftir því að úrskurðað verði endanlega um hversu langt keppnisbann hennar verður. Sumir halda að það geti orðið fjögur ár en sérfræðingar eru frekar á því að bannið verði aðeins hálft ár eða eitt ár. Bannið gæti verið styttra en flestir halda því Alþjóðalyfjaeftirlitið viðurkenndi í apríl að vísindamenn hafa ekki enn komist að því hversu lengi Meldóníum endist í líkamanum. Svo gæti farið að íþróttamenn sem féllu á lyfjaprófi vegna Meldóníum fyrir 1. mars sleppi við keppnisbann á þeim grundvelli að þeir hættu að nota lyfið fyrir 1. janúar 2016 þegar Meldóníum var sett á bannlista WADA. Sharapova hefur viðurkennt að hún tók Meldóníum löngu eftir 1. janúar en sagðist ekki hafa verið meðvituð um að það væri komið á bannlistann. Hún þekkti Meldóníum nefnilega undir öðru nafni; Mildronate. Lyfjamisferli Rússa Tennis Tengdar fréttir Tennisstjarna í sjokki vegna fréttanna af Sharapovu Kanadíska tennisstjarnan Eugenie Bouchard þekkir vel til Mariu Sharapovu sem var hennar átrúnaðargoð þegar hún var yngri. Sjokkið var því mikið þegar Maria Sharapova tilkynnti heiminum það í síðustu viku að hún hefði fallið á lyfjaprófi. 14. mars 2016 08:30 Þrjátíu prósent allra íþróttaliða í Rússlandi notuðu meldóníum Vitaly Mutko, Íþróttamálaráðherra Rússa, segir að notkun lyfsins meldóníum hafi verið gríðarlega algeng meðan rússnesk íþróttafólks en lyfið fór á bannlista Alþjóðalyfjaeftirlitsins, WADA, þann 1. janúar 2016. 7. apríl 2016 10:30 „Líta allir á Sharapovu sem svindlara“ Kristina Mladenovic hefur lítið sem ekkert álit á Mariu Sharapovu eftir að sú síðarnefnda féll á lyfjaprófi. 14. mars 2016 15:30 Sharapova segist ekki hafa fengið fimm viðvaranir Tenniskonan Maria Sharapova segir í langri færslu á Facebook að hún ætli sér að koma til baka og sterkari en aldrei fyrr. 12. mars 2016 11:30 Murray: Sharapova verður að taka sinni refsingu Andy Murray segir ekkert annað koma til greina en að Maria Sharapova taki þeirri refsingu sem hún fær fyrir að hafa fallið á lyfjaprófi. 11. mars 2016 10:00 Keppinautur Hrafnhildar féll á lyfjaprófi Fjórfaldur heimsmeistari notaði sama lyf og Mara Sharapova. Vann gull eftir keppni við Hrafnhildi Lúthersdóttur á HM síðasta sumar. 17. mars 2016 11:34 Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Íslenski heimsmeistarinn í skotfimi er löngu hættur að veiða Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sjá meira
Ferli Rússnesku tennisdrottningarinnar Mariu Sharapovu gæti verið lokið eftir að hún féll á lyfjaprófi í byrjun árs. Þetta segir forseti rússneska tennissambandsins, Shamil Tarpishchev. Lyfið Meldóníum fannst í þvagsýni Sharapovu á opna ástralska meistaramótinu í janúar en hún hélt stóran og mikinn blaðamannafund í mars þar sem hún tilkynnti um niðurstöður lyfjaprófsins.Sjá einnig:Hvað er meldóníum? Aðspurður í viðtali á rússnesku sjónvarpsstöðinni R-Sport hvort Sharapova myndi keppa aftur sagði Shamil Tarpishchev að hann efaðist stórlega um það. Hann sagði enn fremur að Sharapova væri í mjög slæmri stöðu. Þessi 29 ára gamla tenniskona sem fimm sinnum hefur fagnað sigri á stórmóti fullyrti þegar hún viðurkenndi á sig lyfjabrotið að hún myndi snúa aftur á keppnisvöllin. Sharapova er í tímabundnu banni sem hófst 12. mars en hún bíður eftir því að úrskurðað verði endanlega um hversu langt keppnisbann hennar verður. Sumir halda að það geti orðið fjögur ár en sérfræðingar eru frekar á því að bannið verði aðeins hálft ár eða eitt ár. Bannið gæti verið styttra en flestir halda því Alþjóðalyfjaeftirlitið viðurkenndi í apríl að vísindamenn hafa ekki enn komist að því hversu lengi Meldóníum endist í líkamanum. Svo gæti farið að íþróttamenn sem féllu á lyfjaprófi vegna Meldóníum fyrir 1. mars sleppi við keppnisbann á þeim grundvelli að þeir hættu að nota lyfið fyrir 1. janúar 2016 þegar Meldóníum var sett á bannlista WADA. Sharapova hefur viðurkennt að hún tók Meldóníum löngu eftir 1. janúar en sagðist ekki hafa verið meðvituð um að það væri komið á bannlistann. Hún þekkti Meldóníum nefnilega undir öðru nafni; Mildronate.
Lyfjamisferli Rússa Tennis Tengdar fréttir Tennisstjarna í sjokki vegna fréttanna af Sharapovu Kanadíska tennisstjarnan Eugenie Bouchard þekkir vel til Mariu Sharapovu sem var hennar átrúnaðargoð þegar hún var yngri. Sjokkið var því mikið þegar Maria Sharapova tilkynnti heiminum það í síðustu viku að hún hefði fallið á lyfjaprófi. 14. mars 2016 08:30 Þrjátíu prósent allra íþróttaliða í Rússlandi notuðu meldóníum Vitaly Mutko, Íþróttamálaráðherra Rússa, segir að notkun lyfsins meldóníum hafi verið gríðarlega algeng meðan rússnesk íþróttafólks en lyfið fór á bannlista Alþjóðalyfjaeftirlitsins, WADA, þann 1. janúar 2016. 7. apríl 2016 10:30 „Líta allir á Sharapovu sem svindlara“ Kristina Mladenovic hefur lítið sem ekkert álit á Mariu Sharapovu eftir að sú síðarnefnda féll á lyfjaprófi. 14. mars 2016 15:30 Sharapova segist ekki hafa fengið fimm viðvaranir Tenniskonan Maria Sharapova segir í langri færslu á Facebook að hún ætli sér að koma til baka og sterkari en aldrei fyrr. 12. mars 2016 11:30 Murray: Sharapova verður að taka sinni refsingu Andy Murray segir ekkert annað koma til greina en að Maria Sharapova taki þeirri refsingu sem hún fær fyrir að hafa fallið á lyfjaprófi. 11. mars 2016 10:00 Keppinautur Hrafnhildar féll á lyfjaprófi Fjórfaldur heimsmeistari notaði sama lyf og Mara Sharapova. Vann gull eftir keppni við Hrafnhildi Lúthersdóttur á HM síðasta sumar. 17. mars 2016 11:34 Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Íslenski heimsmeistarinn í skotfimi er löngu hættur að veiða Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sjá meira
Tennisstjarna í sjokki vegna fréttanna af Sharapovu Kanadíska tennisstjarnan Eugenie Bouchard þekkir vel til Mariu Sharapovu sem var hennar átrúnaðargoð þegar hún var yngri. Sjokkið var því mikið þegar Maria Sharapova tilkynnti heiminum það í síðustu viku að hún hefði fallið á lyfjaprófi. 14. mars 2016 08:30
Þrjátíu prósent allra íþróttaliða í Rússlandi notuðu meldóníum Vitaly Mutko, Íþróttamálaráðherra Rússa, segir að notkun lyfsins meldóníum hafi verið gríðarlega algeng meðan rússnesk íþróttafólks en lyfið fór á bannlista Alþjóðalyfjaeftirlitsins, WADA, þann 1. janúar 2016. 7. apríl 2016 10:30
„Líta allir á Sharapovu sem svindlara“ Kristina Mladenovic hefur lítið sem ekkert álit á Mariu Sharapovu eftir að sú síðarnefnda féll á lyfjaprófi. 14. mars 2016 15:30
Sharapova segist ekki hafa fengið fimm viðvaranir Tenniskonan Maria Sharapova segir í langri færslu á Facebook að hún ætli sér að koma til baka og sterkari en aldrei fyrr. 12. mars 2016 11:30
Murray: Sharapova verður að taka sinni refsingu Andy Murray segir ekkert annað koma til greina en að Maria Sharapova taki þeirri refsingu sem hún fær fyrir að hafa fallið á lyfjaprófi. 11. mars 2016 10:00
Keppinautur Hrafnhildar féll á lyfjaprófi Fjórfaldur heimsmeistari notaði sama lyf og Mara Sharapova. Vann gull eftir keppni við Hrafnhildi Lúthersdóttur á HM síðasta sumar. 17. mars 2016 11:34