Hrafnhildur: Getur allt gerst á Ólympíuleikum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. maí 2016 06:30 Hrafnhildur kampakát með verðlaunin í gær. Mynd/Högni Björn Ómarsson Hrafnhildur Lúthersdóttir skráði nafn sitt í sögubækurnar er hún varð fyrsti Íslendingurinn til að vinna til verðlauna á Evrópumeistaramóti í 50 m laug. Það gerði hún þegar hún vann til silfurverðlauna á EM í London í gær. Hrafnhildur bætti Íslandsmet sitt í 100 m bringusundi í úrslitasundinu en hún kom þá í mark á 1:06,45 mínútum og bætti það um tæpa hálfa sekúndu. Hún var 0,28 sekúndum á eftir heimsmethafanum Ruta Meilutyte sem kom í mark á 1:06,17 mínútum. Meilutyte hafði yfirburði frá fyrsta sundtaki en Hrafnhildur náði að vinna verulega á hana á seinni 50 metrunum með stórbrotnum endaspretti. Hrafnhildur var þriðja í snúningnum, á eftir hinni ítölsku Martinu Carraro, en stakk svo alla keppinauta sína um silfrið af og veitti Meilutyte verðuga keppni um gullið. „Þrír metrar í viðbót og ég hefði náð henni,“ sagði Hrafnhildur í léttum dúr þegar Fréttablaðið náði tali af henni í gærkvöldi. Hrafnhildur sagði að hún hefði eingöngu hugsað um sjálfa sig í úrslitunum í gærkvöldi. „Ég gerði bara allt sem ég gat og treysti bæði æfingunum mínum og þjálfuninni. Það gekk greinilega svona vel upp,“ segir hún. „Ég var of mikið að fylgjast með Rutu í undanrásunum og raun undanúrslitunum líka. Ég áttaði mig ekki á því að ég var ekki að synda mitt sund heldur fremur að fylgja henni. Það er betra fyrir mig að einbeita mér að mínu.“ Hún veit þó ekki hvernig á að útskýra magnaðan endasprett hennar en hún var meira en sekúndu á undan öllum öðrum keppendum á seinni 50 metrunum. „Kannski var það bara hugsunin um að koma mér á verðlaunapall. Ég bara gaf allt sem ég átti.“Verðlaunahafarnir Hrafnhildur Ósk Lúthersdóttir, Rute Meiutyte og Chloe Tutton stilla sér upp fyrir ljósmyndara á EM í London í gær.vísir/EPAÁ eftir sína sterkustu grein Hrafnhildur fær lítinn tíma til að njóta árangursins því í morgunsárið hefjast undanrásir í 200 m bringusundi sem hefur hingað til talist hennar sterkasta grein. „Ég hlakka bara til og er spennt fyrir því. Allir þjálfarar sem ég hef haft hafa talað um að 200 metrarnir eigi betur við mig. Vonandi geri ég jafn vel í dag, ef ekki bara betur.“ Meilutyte keppir ekki í 200 m bringusundi en í staðinn fær Hrafnhildur að etja kappi við hina dönsku Rikke Möller Pedersen sem er heimsmethafi í greininni. Þær eru saman í 4. riðli í dag og synda hlið við hlið á fjórðu og fimmtu braut. „Auk hennar eru margar ungar stelpur að koma upp og þetta verður því hörkukeppni,“ segir Hrafnhildur sem er vitanlega hæstánægð með árið hingað til.Hrafnhildur Ósk.Mynd/Magnús TryggvasonFer eins langt og ég get í Ríó „Ég hef náð að taka jöfnum og góðum framförum og svo er stefnt að því að ná toppnum á Ólympíuleikunum í sumar,“ segir hún en miðað við árangur gærdagsins er eðlilegt að velta því fyrir sér hvort hún geti blandað sér í baráttu um verðlaun í Ríó í sumar. „Það var alltaf markmið mitt að ná þessum árangri á EM og gera svo mitt besta á Ólympíuleikum. Komast eins langt og ég get,“ segir hún. „Og það er alveg ljóst að það getur alltaf allt gerst á Ólympíuleikum. Þar eru alltaf einhverjir sem ná að koma á óvart og einhverjir sem verða góðir með sig og dala. Það er því ekkert útilokað,“ segir silfurkonan Hrafnhildur Lúthersdóttir. Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Tengdar fréttir Silfur hjá Hrafnhildi á EM | Besti árangur íslenskrar sundkonu Hrafnhildur Lúthersdóttir vann silfur í 100 metra bringusundi á Evrópumótinu í sundi sem fer fram í London. 18. maí 2016 18:05 Frábær árangur íslenska sundfólksins | Tvö í úrslit og eitt silfur Íslenska sundfólkið okkar gerði frábæra hluti á Evrópumótinu í 50 metra laug í sundi í dag, en mótið fer fram í London. 18. maí 2016 18:45 Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista Michael Jordan gefur meira en milljarð króna EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Sjá meira
Hrafnhildur Lúthersdóttir skráði nafn sitt í sögubækurnar er hún varð fyrsti Íslendingurinn til að vinna til verðlauna á Evrópumeistaramóti í 50 m laug. Það gerði hún þegar hún vann til silfurverðlauna á EM í London í gær. Hrafnhildur bætti Íslandsmet sitt í 100 m bringusundi í úrslitasundinu en hún kom þá í mark á 1:06,45 mínútum og bætti það um tæpa hálfa sekúndu. Hún var 0,28 sekúndum á eftir heimsmethafanum Ruta Meilutyte sem kom í mark á 1:06,17 mínútum. Meilutyte hafði yfirburði frá fyrsta sundtaki en Hrafnhildur náði að vinna verulega á hana á seinni 50 metrunum með stórbrotnum endaspretti. Hrafnhildur var þriðja í snúningnum, á eftir hinni ítölsku Martinu Carraro, en stakk svo alla keppinauta sína um silfrið af og veitti Meilutyte verðuga keppni um gullið. „Þrír metrar í viðbót og ég hefði náð henni,“ sagði Hrafnhildur í léttum dúr þegar Fréttablaðið náði tali af henni í gærkvöldi. Hrafnhildur sagði að hún hefði eingöngu hugsað um sjálfa sig í úrslitunum í gærkvöldi. „Ég gerði bara allt sem ég gat og treysti bæði æfingunum mínum og þjálfuninni. Það gekk greinilega svona vel upp,“ segir hún. „Ég var of mikið að fylgjast með Rutu í undanrásunum og raun undanúrslitunum líka. Ég áttaði mig ekki á því að ég var ekki að synda mitt sund heldur fremur að fylgja henni. Það er betra fyrir mig að einbeita mér að mínu.“ Hún veit þó ekki hvernig á að útskýra magnaðan endasprett hennar en hún var meira en sekúndu á undan öllum öðrum keppendum á seinni 50 metrunum. „Kannski var það bara hugsunin um að koma mér á verðlaunapall. Ég bara gaf allt sem ég átti.“Verðlaunahafarnir Hrafnhildur Ósk Lúthersdóttir, Rute Meiutyte og Chloe Tutton stilla sér upp fyrir ljósmyndara á EM í London í gær.vísir/EPAÁ eftir sína sterkustu grein Hrafnhildur fær lítinn tíma til að njóta árangursins því í morgunsárið hefjast undanrásir í 200 m bringusundi sem hefur hingað til talist hennar sterkasta grein. „Ég hlakka bara til og er spennt fyrir því. Allir þjálfarar sem ég hef haft hafa talað um að 200 metrarnir eigi betur við mig. Vonandi geri ég jafn vel í dag, ef ekki bara betur.“ Meilutyte keppir ekki í 200 m bringusundi en í staðinn fær Hrafnhildur að etja kappi við hina dönsku Rikke Möller Pedersen sem er heimsmethafi í greininni. Þær eru saman í 4. riðli í dag og synda hlið við hlið á fjórðu og fimmtu braut. „Auk hennar eru margar ungar stelpur að koma upp og þetta verður því hörkukeppni,“ segir Hrafnhildur sem er vitanlega hæstánægð með árið hingað til.Hrafnhildur Ósk.Mynd/Magnús TryggvasonFer eins langt og ég get í Ríó „Ég hef náð að taka jöfnum og góðum framförum og svo er stefnt að því að ná toppnum á Ólympíuleikunum í sumar,“ segir hún en miðað við árangur gærdagsins er eðlilegt að velta því fyrir sér hvort hún geti blandað sér í baráttu um verðlaun í Ríó í sumar. „Það var alltaf markmið mitt að ná þessum árangri á EM og gera svo mitt besta á Ólympíuleikum. Komast eins langt og ég get,“ segir hún. „Og það er alveg ljóst að það getur alltaf allt gerst á Ólympíuleikum. Þar eru alltaf einhverjir sem ná að koma á óvart og einhverjir sem verða góðir með sig og dala. Það er því ekkert útilokað,“ segir silfurkonan Hrafnhildur Lúthersdóttir.
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Tengdar fréttir Silfur hjá Hrafnhildi á EM | Besti árangur íslenskrar sundkonu Hrafnhildur Lúthersdóttir vann silfur í 100 metra bringusundi á Evrópumótinu í sundi sem fer fram í London. 18. maí 2016 18:05 Frábær árangur íslenska sundfólksins | Tvö í úrslit og eitt silfur Íslenska sundfólkið okkar gerði frábæra hluti á Evrópumótinu í 50 metra laug í sundi í dag, en mótið fer fram í London. 18. maí 2016 18:45 Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista Michael Jordan gefur meira en milljarð króna EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Sjá meira
Silfur hjá Hrafnhildi á EM | Besti árangur íslenskrar sundkonu Hrafnhildur Lúthersdóttir vann silfur í 100 metra bringusundi á Evrópumótinu í sundi sem fer fram í London. 18. maí 2016 18:05
Frábær árangur íslenska sundfólksins | Tvö í úrslit og eitt silfur Íslenska sundfólkið okkar gerði frábæra hluti á Evrópumótinu í 50 metra laug í sundi í dag, en mótið fer fram í London. 18. maí 2016 18:45