Williams kom öllum á óvart á æfingu á Barselóna brautinni. Æfingar hafa staðið yfir á brautinni eftir spænska kappaksturinn um helgina. Williams mætti með tveggja hæða afturvæng á æfinguna í gær.
Alex Lynn, þróunarökumaður Williams liðsins var fyrstur til að prófa vænginn. Hann hlaut mikla athygli enda afar ólíkur hefðbundnum afturvæng á Formúlu 1 bíl.
Vængurinn er þó ekki ætlaður til keppni. Vængurinn er langt frá því að standast keppnisreglur FIA. Williams er líklega að reyna að leika eftir auknu niðurtogi sem verður á bílunum á næsta ári.
Williams með furðulegan afturvæng á æfingu

Tengdar fréttir

Lauda: Þetta var Lewis að kenna að mínu mati
Max Verstappen hjá Red Bull vann sína fyrstu keppni í dag. Keppnin var einnig hans fyrsta fyrir Red Bull eftir að hann fékk sæti Daniil Kvyat upp í hendurnar. Verstappen er yngsti ökumaðurinn til að vinna Formúlu 1 keppni. Hver sagði hvað eftir ótrúlega keppni?

Max Verstappen sá yngsti frá upphafi | Sjáðu allan þáttinn
Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kristjánsson gera upp helstu atriði spænska kappakstursins. Keppnin var viðburðarík og spennandi frá upphafi til enda.

Bílskúrinn: Baráttan í Barselóna
Max Verstapen vann sína fyrstu keppni eftir ótrúlega atburðarás síðustu viku. Ökumenn Mercedes duttu úr keppni á fyrsta hring eftir árekstur við hvorn annan.