Síðustu Evrópumeistaratitlar Liverpool eru eftirminnilegir | Myndir og Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. maí 2016 09:45 Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool og knattspyrnustjórinn Rafael Benítez með Meistaradeildarbikarinn 2005. Vísir/Getty Liverpool getur í kvöld unnið sinn níunda titil í Evrópukeppni og um leið tryggt sér sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabil þegar liðið spilar við Sevilla í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í Basel í Sviss. Úrslitaleikur Liverpool og Sevilla hefst klukkan 18.45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Það verður Gummi Ben sem lýsir leiknum. Liverpool hefur tvisvar orðið Evrópumeistari á þessari öld og báðir úrslitaleikirnir voru afar eftirminnilegir. Liverpool vann Meistaradeildina á Atatürk Ólympíuleikvanginum í Istanbul í Tyrkland 2005 og fjórum árum áður hafði félagið unnið UEFA-bikarinn eftir úrslitaleik á Westfalenstadion í Dortmund í Þýskalandi. Báðir þessir úrslitaleikir voru miklir markaleikir og báðir fóru í framlengingu. Alls voru skoruð 15 mörk í þessum tveimur leikjum auk þess að annar þeirra fór alla leið í vítakeppni. Liverpool vann AC Milan í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2005 í leik sem oft hefur verið kallað kraftaverkið í Istanbul. Liverpool var 3-0 undir í hálfleik en kom til baka með því að skora þrjú mörk á sex mínútna kafla í seinni hálfleiknum og vann síðan í vítakeppni. Pólski markvörðurinn Jerzy Dudek varði vítaspyrnu Andriy Shevchenko og tryggði Liverpool titilinn. Dudek hafði áður varið víti frá Andrea Pirlo. Steven Gerrard, Vladimír Smicer og Xabi Alonso skoruðu mörk Liverpool í leiknum. Liverpool vann spænska félagið Alavés 5-4 í framlengdum úrslitaleik UEFA-bikarsins 2001 en Liverpool vann leikinn á gullmarki. Delfí Geli, varnarmaður Alavés, varð fyrir því óláni að skalla boltann í eigið mark þegar það stefndi í vítakeppni. Markus Babbel, Steven Gerrard, Gary McAllister og Robbie Fowler skoruðu hin mörk Liverpool í leiknum en staðan var 4-4 eftir venjulegan leiktíma. Liverpool komst í 2-0 og 3-1 í leiknum en Jordi Cruijff tryggði Alavés framlengingu með því að jafna leikinn rétt fyrir leikslok. Það er hægt að sjá myndbönd frá UEFA frá þessum tveimur ógleymanlegu úrslitaleikjum. Hér er samantekt frá úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2005 en það er síðan hægt að sjá myndband frá úrslitaleik UEFA-bikarsins 2001 hér. Hér fyrir neðan eru síðan nokkrar myndir frá fögnuðu Liverpool-manna eftir leikinn.Vísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/Getty Enski boltinn Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu Mest lesið Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Körfubolti Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Körfubolti Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Fleiri fréttir „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Sjá meira
Liverpool getur í kvöld unnið sinn níunda titil í Evrópukeppni og um leið tryggt sér sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabil þegar liðið spilar við Sevilla í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í Basel í Sviss. Úrslitaleikur Liverpool og Sevilla hefst klukkan 18.45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Það verður Gummi Ben sem lýsir leiknum. Liverpool hefur tvisvar orðið Evrópumeistari á þessari öld og báðir úrslitaleikirnir voru afar eftirminnilegir. Liverpool vann Meistaradeildina á Atatürk Ólympíuleikvanginum í Istanbul í Tyrkland 2005 og fjórum árum áður hafði félagið unnið UEFA-bikarinn eftir úrslitaleik á Westfalenstadion í Dortmund í Þýskalandi. Báðir þessir úrslitaleikir voru miklir markaleikir og báðir fóru í framlengingu. Alls voru skoruð 15 mörk í þessum tveimur leikjum auk þess að annar þeirra fór alla leið í vítakeppni. Liverpool vann AC Milan í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2005 í leik sem oft hefur verið kallað kraftaverkið í Istanbul. Liverpool var 3-0 undir í hálfleik en kom til baka með því að skora þrjú mörk á sex mínútna kafla í seinni hálfleiknum og vann síðan í vítakeppni. Pólski markvörðurinn Jerzy Dudek varði vítaspyrnu Andriy Shevchenko og tryggði Liverpool titilinn. Dudek hafði áður varið víti frá Andrea Pirlo. Steven Gerrard, Vladimír Smicer og Xabi Alonso skoruðu mörk Liverpool í leiknum. Liverpool vann spænska félagið Alavés 5-4 í framlengdum úrslitaleik UEFA-bikarsins 2001 en Liverpool vann leikinn á gullmarki. Delfí Geli, varnarmaður Alavés, varð fyrir því óláni að skalla boltann í eigið mark þegar það stefndi í vítakeppni. Markus Babbel, Steven Gerrard, Gary McAllister og Robbie Fowler skoruðu hin mörk Liverpool í leiknum en staðan var 4-4 eftir venjulegan leiktíma. Liverpool komst í 2-0 og 3-1 í leiknum en Jordi Cruijff tryggði Alavés framlengingu með því að jafna leikinn rétt fyrir leikslok. Það er hægt að sjá myndbönd frá UEFA frá þessum tveimur ógleymanlegu úrslitaleikjum. Hér er samantekt frá úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2005 en það er síðan hægt að sjá myndband frá úrslitaleik UEFA-bikarsins 2001 hér. Hér fyrir neðan eru síðan nokkrar myndir frá fögnuðu Liverpool-manna eftir leikinn.Vísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/Getty
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu Mest lesið Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Körfubolti Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Körfubolti Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Fleiri fréttir „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Sjá meira