Íslenski boltinn

Milos: Lítum vel út á æfingarsvæðinu en erum hikandi í leikjum

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Milos Milojevic hefur áhyggjur af stigasöfnun sinna manna.
Milos Milojevic hefur áhyggjur af stigasöfnun sinna manna. vísir/anton brink
„Ekki spyrja mig afhverju en við mætum ekki til leiks, aftur, í seinni hálfleik því ég veit ekki svarið. Ég þarf að fara að finna lausn á þessu,“ sagði Milos Milojevic, þjálfari Víkings, svekktur eftir jafnteflið í kvöld.

Sjá einnig:Umfjöllun, viðtöl, myndir og einkunnir: Víkingur - Valur 2-2 | Óttar Magnús bjargaði stigi fyrir Víkinga

„Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þetta gerist og við virtumst ekkert læra af sömu mistökum sem við gerðum gegn Stjörnunni. Við lítum vel út á æfingarsvæðinu en þegar við komum í leikina erum við eitthvað hikandi.“

Milos talaði um að þetta væri súrsætt stig og að Víkingar þyrftu að vera aðeins heppnari í sínum aðgerðum.

„Við náum að jafna metin og fáum færi til að klára leikinn en úr því sem komið var þetta súrsætt stig. Ég er á því að maður skapi sína eigin heppni en við virðumst vera að svindla á einhverju öðru sviði eða eigum eitthvað inni því okkur skortir smá heppni.“

Milos tók undir að það væri áhyggjuefni að vera enn án sigurs eftir fjórar umferðir.

„Við erum á tvo yfir pari eftir fjóra erfiða leiki. Ég þarf að axla ábyrgð eftir fjóra leiki án sigurs rétt eins og ég myndi hrósa strákunum eftir sigurleiki. Spilamennskan hefur verið í lagi en stigasöfnunin hefur ekki verið eftir því,“ sagði Milos að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×