Korsilettin ryðja sér til rúms fyrir sumarið 17. maí 2016 11:45 Gigi Hadid var glæsileg hjá Jimmy Fallon í gærkvöldi þar sem hún var í röndóttu korsiletti. Myndir/Getty Það er ekkert nýtt að tískan fari í endalausa hringi en það er þó merkilegt að jafn umdeild flík og korsilettið er nái alltaf að komast inn á sjónarsviðið aftur. Í þetta sinn eru það stjörnur á borð við Gigi Hadid, Victoria Beckham, Kim Kardashian og fleiri sem hafa tileinkað sér trendinu í mörgum mismunandi og skemmtilegum útfærslum. Það má spurja sig hvað kemur til að korsilettið sé komið aftur í tísku. Sumir hafa kastað þeirri spurningu fram að það gæti verið vegna mikilla vinsælda "waist-trainers" sem að hafa verið áberandi á samfélagsmiðlum og lætur fólk halda að það muni fá grennra mitti en þó eru margir sem nota það sem stuðning við bakið. Í gegnum tíðina, eða allt frá 19.öld, hafa korsilettin verið notuð til þess að þrýsta inn mittinu á konum til þess eins að láta þær fá "kvenlegri" lögun. Yfirleitt voru þau hert svo mikið að rifbeinin í konum brotnuðu og líffæri færðust til en í dag er öldin önnur og eru þessar flíkur orðnar töluvert saklausari og eiga alls ekki að meiða þá sem klæðast þeim. Victoria Beckham klæddist korsiletti á opnunarkvöldi Cannes kvikmyndahátíðarinnar í seinustu viku.Kim Kardashian sést hér í korsiletti á Miami fyrr í mánuðinum. Eins og sjá má eru til margar útfærslur á þessu trendi.Sarah Jessica Parker er fasta gestur á Met Gala ballinu en í ár klæddist hún korsiletti.Fyrirsætan Gigi Hadid er hér í einstaklega flottu korsiletti en þetta dress minnir óneitanlega á Victoriu Beckham á Cannes hátíðinni.Rihanna er þekkt fyrir að taka miklar áhættur í fatavali en hér er hún í fremur skemmtilegri útfærslu á korsiletti. Mest lesið Gaf drottningunni syngjandi hamstur Glamour Victoria's Secret tískusýning verður haldin í París þetta árið Glamour Hvað verður hún í ár? Glamour Kylie Jenner á lista yfir áhrifamesta unga fólkið Glamour Galdurinn við ,,gillið" Glamour ,,Tískan er ekki yfirborðsleg" Glamour Tískuklæðnaður á hunda Glamour Úr frönskum slaufum í íslensku ullina Glamour Vogue mælir með Hrím, Noodle Station og Kiosk Glamour Emmy Rossum krefst launahækkunar fyrir Shameless Glamour
Það er ekkert nýtt að tískan fari í endalausa hringi en það er þó merkilegt að jafn umdeild flík og korsilettið er nái alltaf að komast inn á sjónarsviðið aftur. Í þetta sinn eru það stjörnur á borð við Gigi Hadid, Victoria Beckham, Kim Kardashian og fleiri sem hafa tileinkað sér trendinu í mörgum mismunandi og skemmtilegum útfærslum. Það má spurja sig hvað kemur til að korsilettið sé komið aftur í tísku. Sumir hafa kastað þeirri spurningu fram að það gæti verið vegna mikilla vinsælda "waist-trainers" sem að hafa verið áberandi á samfélagsmiðlum og lætur fólk halda að það muni fá grennra mitti en þó eru margir sem nota það sem stuðning við bakið. Í gegnum tíðina, eða allt frá 19.öld, hafa korsilettin verið notuð til þess að þrýsta inn mittinu á konum til þess eins að láta þær fá "kvenlegri" lögun. Yfirleitt voru þau hert svo mikið að rifbeinin í konum brotnuðu og líffæri færðust til en í dag er öldin önnur og eru þessar flíkur orðnar töluvert saklausari og eiga alls ekki að meiða þá sem klæðast þeim. Victoria Beckham klæddist korsiletti á opnunarkvöldi Cannes kvikmyndahátíðarinnar í seinustu viku.Kim Kardashian sést hér í korsiletti á Miami fyrr í mánuðinum. Eins og sjá má eru til margar útfærslur á þessu trendi.Sarah Jessica Parker er fasta gestur á Met Gala ballinu en í ár klæddist hún korsiletti.Fyrirsætan Gigi Hadid er hér í einstaklega flottu korsiletti en þetta dress minnir óneitanlega á Victoriu Beckham á Cannes hátíðinni.Rihanna er þekkt fyrir að taka miklar áhættur í fatavali en hér er hún í fremur skemmtilegri útfærslu á korsiletti.
Mest lesið Gaf drottningunni syngjandi hamstur Glamour Victoria's Secret tískusýning verður haldin í París þetta árið Glamour Hvað verður hún í ár? Glamour Kylie Jenner á lista yfir áhrifamesta unga fólkið Glamour Galdurinn við ,,gillið" Glamour ,,Tískan er ekki yfirborðsleg" Glamour Tískuklæðnaður á hunda Glamour Úr frönskum slaufum í íslensku ullina Glamour Vogue mælir með Hrím, Noodle Station og Kiosk Glamour Emmy Rossum krefst launahækkunar fyrir Shameless Glamour