Max Verstappen vann á Spáni Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 15. maí 2016 13:35 Max Verstappen er yngsti ökumaður sögunnar til að vinna Formúlu 1 kappakstur. Vísir/Getty Max Verstappen á Red Bull vann sinn fyrsta kappakstur. Kimi Raikkonen varð annar og Sebastian Vettel varð þriðji. Verstappen er 18 ára og 227 daga gamall og hann er þar með yngsti ökumaðurinn til að vinna Formúlu 1 kappakstur. Það er sérstaklega sætt fyrir Verstappen eftir allt það drama sem gengið hafði á hjá Verstappen og Kvyat í vikunni eftir að Kvyat var færður til Toro Rosso til að gera pláss hjá Red Bull fyrir Verstappen. Nico Rosberg stal fyrsta sætinu af Lewis Hamilton á ráskaflanum og inn í fyrstu beygju. Hamilton ætlaði að svara fyrir sig en það endaði með ósköpum. Árekstur Mercedes manna batt enda á keppni þeirra beggja. Sjá einnig: Myndband af árekstri Mercedes. Ricciardo tók við forystunni þegar Mercedes ökumenn voru úr leik. Max Verstappen leiddi keppnina um tíma og var þar með yngsti ökumaðurinn til að leiða Formúlu 1 kappakstur. Ferrari hófst svo handa við að elta Red Bull sem voru í forystu. Vettel gerði harða atlögu að Verstappen. Eldur kom upp í bíl Nico Hulkenberg á hring 23. Hann datt því úr leik og þurfti sjálfur að brúka slökkvitækið til að slökkva eldin í bíl sínum. Brautarstarfsmenn voru ekki alveg með á nótunum þegar Hulkenberg nam staðar fyrir framan þá.Kimi Raikkonen reyndi allt sem hann gat en ekkert dugði til að skáka Verstappen.Vísir/GettyBarátta Ferrari og Red Bull Ricciardo kom inn í sitt annað þjónustuhlé á hring 28 og setti mjúk dekk undir. Vettel fylgdi svo í kjölfarið á næsta hring. Verstappen tók þjónustuhlé á hring 34 og Kimi Raikkonen kom á þjónustusvæðið á næsta hring. Vettel tók þjónustuhlé á hring 37, einungis átta hringjum eftir að hann setti mjúku dekkin undir. Vettel kom út í fjórða sæti og hóf að elta Raikkonen, Verstappen og Ricciardo. Ricciardo átti eftir að taka eitt þjónustuhlé og hann var að tapa miklum tíma. Ricciardo kom inn á 44 hring og setti milli-hörð dekk undir. Hann kom út á brautina í fjórða sæti og Verstappen leiddi þá. Raikkonen var annar, rétt um sekúndu á eftir Verstappen og Vettel þriðji, um sjös sekúndum á eftir Raikkonen. Annað eins bil var svo í Ricciardo. Heimamaðurinn Fernando Alonso á McLaren missti afl á hring 48. Hann var úr leik annað árið í röð í spænska kappakstrinum. Slagurinn á milli Raikkonen og Verstappen var ógnar spennandi. Bilið rokkaði á milli þess að vera ein sekúdnda niður í að vera hálf sekúnda. Raikkonen elti unga Hollendinginn hring eftir hring. Formúla Tengdar fréttir Forseti Ferrari ætlast til þess að liðið vinni spænska kappaksturinn Sergio Marchionne ætlast til þess af Ferrari liðinu að það fari að snúa við blaðinu og sigra Mercedes. Hann vill að liðið byrji á að vinna spænska kappaksturinn um helgina. 12. maí 2016 23:45 Rosberg: Tækifæri á morgun til að stela fyrsta sætinu Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur í tímatökunni i dag. Hann náði í sinn 52. ráspól á ferlinum. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 14. maí 2016 14:00 Ferrari sýnir mátt sinn á föstudagsæfingum Sebastian Vettel á Ferrari var fljótastur á fyrri æfingu dagsins fyrir spænska Formúlu 1 kappaksturinn. Nico Rosberg á Mercedes var fljótastur á seinni æfingunni. Ferrari virðist nær Mercedes en áður á tímabilinu. 13. maí 2016 22:27 Hamilton og Rosberg klesstu á hvorn annan á fyrsta hring og eru úr leik | Myndband Lewis Hamilton og Nico Rosberg lentu saman snemma á fyrsta hring. Áreksturinn batt enda á keppni beggja ökumanna. Myndband í fréttinni. 15. maí 2016 12:45 Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Agnes Keleti látin eftir ótrúlegt lífshlaup Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Max Verstappen á Red Bull vann sinn fyrsta kappakstur. Kimi Raikkonen varð annar og Sebastian Vettel varð þriðji. Verstappen er 18 ára og 227 daga gamall og hann er þar með yngsti ökumaðurinn til að vinna Formúlu 1 kappakstur. Það er sérstaklega sætt fyrir Verstappen eftir allt það drama sem gengið hafði á hjá Verstappen og Kvyat í vikunni eftir að Kvyat var færður til Toro Rosso til að gera pláss hjá Red Bull fyrir Verstappen. Nico Rosberg stal fyrsta sætinu af Lewis Hamilton á ráskaflanum og inn í fyrstu beygju. Hamilton ætlaði að svara fyrir sig en það endaði með ósköpum. Árekstur Mercedes manna batt enda á keppni þeirra beggja. Sjá einnig: Myndband af árekstri Mercedes. Ricciardo tók við forystunni þegar Mercedes ökumenn voru úr leik. Max Verstappen leiddi keppnina um tíma og var þar með yngsti ökumaðurinn til að leiða Formúlu 1 kappakstur. Ferrari hófst svo handa við að elta Red Bull sem voru í forystu. Vettel gerði harða atlögu að Verstappen. Eldur kom upp í bíl Nico Hulkenberg á hring 23. Hann datt því úr leik og þurfti sjálfur að brúka slökkvitækið til að slökkva eldin í bíl sínum. Brautarstarfsmenn voru ekki alveg með á nótunum þegar Hulkenberg nam staðar fyrir framan þá.Kimi Raikkonen reyndi allt sem hann gat en ekkert dugði til að skáka Verstappen.Vísir/GettyBarátta Ferrari og Red Bull Ricciardo kom inn í sitt annað þjónustuhlé á hring 28 og setti mjúk dekk undir. Vettel fylgdi svo í kjölfarið á næsta hring. Verstappen tók þjónustuhlé á hring 34 og Kimi Raikkonen kom á þjónustusvæðið á næsta hring. Vettel tók þjónustuhlé á hring 37, einungis átta hringjum eftir að hann setti mjúku dekkin undir. Vettel kom út í fjórða sæti og hóf að elta Raikkonen, Verstappen og Ricciardo. Ricciardo átti eftir að taka eitt þjónustuhlé og hann var að tapa miklum tíma. Ricciardo kom inn á 44 hring og setti milli-hörð dekk undir. Hann kom út á brautina í fjórða sæti og Verstappen leiddi þá. Raikkonen var annar, rétt um sekúndu á eftir Verstappen og Vettel þriðji, um sjös sekúndum á eftir Raikkonen. Annað eins bil var svo í Ricciardo. Heimamaðurinn Fernando Alonso á McLaren missti afl á hring 48. Hann var úr leik annað árið í röð í spænska kappakstrinum. Slagurinn á milli Raikkonen og Verstappen var ógnar spennandi. Bilið rokkaði á milli þess að vera ein sekúdnda niður í að vera hálf sekúnda. Raikkonen elti unga Hollendinginn hring eftir hring.
Formúla Tengdar fréttir Forseti Ferrari ætlast til þess að liðið vinni spænska kappaksturinn Sergio Marchionne ætlast til þess af Ferrari liðinu að það fari að snúa við blaðinu og sigra Mercedes. Hann vill að liðið byrji á að vinna spænska kappaksturinn um helgina. 12. maí 2016 23:45 Rosberg: Tækifæri á morgun til að stela fyrsta sætinu Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur í tímatökunni i dag. Hann náði í sinn 52. ráspól á ferlinum. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 14. maí 2016 14:00 Ferrari sýnir mátt sinn á föstudagsæfingum Sebastian Vettel á Ferrari var fljótastur á fyrri æfingu dagsins fyrir spænska Formúlu 1 kappaksturinn. Nico Rosberg á Mercedes var fljótastur á seinni æfingunni. Ferrari virðist nær Mercedes en áður á tímabilinu. 13. maí 2016 22:27 Hamilton og Rosberg klesstu á hvorn annan á fyrsta hring og eru úr leik | Myndband Lewis Hamilton og Nico Rosberg lentu saman snemma á fyrsta hring. Áreksturinn batt enda á keppni beggja ökumanna. Myndband í fréttinni. 15. maí 2016 12:45 Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Agnes Keleti látin eftir ótrúlegt lífshlaup Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Forseti Ferrari ætlast til þess að liðið vinni spænska kappaksturinn Sergio Marchionne ætlast til þess af Ferrari liðinu að það fari að snúa við blaðinu og sigra Mercedes. Hann vill að liðið byrji á að vinna spænska kappaksturinn um helgina. 12. maí 2016 23:45
Rosberg: Tækifæri á morgun til að stela fyrsta sætinu Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur í tímatökunni i dag. Hann náði í sinn 52. ráspól á ferlinum. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 14. maí 2016 14:00
Ferrari sýnir mátt sinn á föstudagsæfingum Sebastian Vettel á Ferrari var fljótastur á fyrri æfingu dagsins fyrir spænska Formúlu 1 kappaksturinn. Nico Rosberg á Mercedes var fljótastur á seinni æfingunni. Ferrari virðist nær Mercedes en áður á tímabilinu. 13. maí 2016 22:27
Hamilton og Rosberg klesstu á hvorn annan á fyrsta hring og eru úr leik | Myndband Lewis Hamilton og Nico Rosberg lentu saman snemma á fyrsta hring. Áreksturinn batt enda á keppni beggja ökumanna. Myndband í fréttinni. 15. maí 2016 12:45