Valdi vallavörður verður nú alltaf á Kópavogsvellinum | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. maí 2016 16:00 Valdimar Kristinn Valdimarsson var mikil goðsögn í sögu fótboltans í Kópavogi og það var vel við hæfi að lágmynd af Valdimar Kristni Valdimarssyni, eða Valda vallarverði, hafi nú verið afhjúpuð á Kópavogsvelli. Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamaður 365, fór og skoðaði þennan flotta minnisvarða sem var afhjúpaður fyrir fyrsta leik Íslandsmeistara Blika í Pepsi-deild kvenna fyrr í vikunni. Guðjón ræddi við son Valda vallavarðar um föður hans og stöðu mála hjá Breiðabliki í dag. „Hann var alltaf að vinna að því að íþróttaaðstaðan hjá Breiðabliki yrði hjarta bæjarins. Hann var að vinna að því öll þessi ár," sagði Valdimar Valdimarsson um föður sinn. „Hann sagði það einu sinni þegar við vorum að vinna hér saman á Kópavogsvelli að hann yrði hérna alltaf og nú hefur það ræst," sagði Valdimar. Blikar báru mikla virðingu fyrir og mikinn hlýhug til Valda enda var þar á ferð einstakur æskulýðsleiðtogi sem lagði sig fram um að hvetja bæði stráka og stelpur, unga sem eldri til að æfa sig í fótbolta. Margir halda því fram að hann hafi með elju sinni og áhuga lagt grunninn að því að ungar stúlkur fóru að iðka knattspyrnu og ekki bara í Kópavogi. Heiðar Bergmann Heiðarsson, oft nefndur Heisi, hóaði saman nokkrum valinkunnum Blikum til að undirbúa gerð lágmyndar af Valda sem komið yrði fyrir á fallegum steini við inngang að Kópavogsvelli. Listamaðurinn Ívar Valgarðsson var fengin til að gera gifsmót eftir gömlum ljósmyndum og Málmsteypan Hella steypti svo myndina í brons. Innslagið hans Gauða má sjá hér í spilaranum fyrir ofan. Valdimar Kristinn Valdimarsson var gegnheill Bliki og guðfaðir og Guðjón ræddi um Valdimar Kristinn Valdimarsson við son hans Valdimar Valdimarsson sem lék með Breiðabliki frá 1976 til 1983 og þjálfaði einnig yngri flokka félagsins. Valdimar tekur undir það að faðir hans hafi verið hjartað og sálin í félaginu. „Hann var það á þessum árum. Þegar hann er út í Vallargerði frá árunum 1965 til 1966 og alveg fram yfir 1990 þá er þetta bara félagsmiðstöð hjá honum. Krakkarnir komu og fengu bolta hjá honum og hann gerði við boltana. Þau gátu verið þarna allan daginn," sagði Valdimar. Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Járnkona sundsins kveður Sport „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Fleiri fréttir Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira
Valdimar Kristinn Valdimarsson var mikil goðsögn í sögu fótboltans í Kópavogi og það var vel við hæfi að lágmynd af Valdimar Kristni Valdimarssyni, eða Valda vallarverði, hafi nú verið afhjúpuð á Kópavogsvelli. Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamaður 365, fór og skoðaði þennan flotta minnisvarða sem var afhjúpaður fyrir fyrsta leik Íslandsmeistara Blika í Pepsi-deild kvenna fyrr í vikunni. Guðjón ræddi við son Valda vallavarðar um föður hans og stöðu mála hjá Breiðabliki í dag. „Hann var alltaf að vinna að því að íþróttaaðstaðan hjá Breiðabliki yrði hjarta bæjarins. Hann var að vinna að því öll þessi ár," sagði Valdimar Valdimarsson um föður sinn. „Hann sagði það einu sinni þegar við vorum að vinna hér saman á Kópavogsvelli að hann yrði hérna alltaf og nú hefur það ræst," sagði Valdimar. Blikar báru mikla virðingu fyrir og mikinn hlýhug til Valda enda var þar á ferð einstakur æskulýðsleiðtogi sem lagði sig fram um að hvetja bæði stráka og stelpur, unga sem eldri til að æfa sig í fótbolta. Margir halda því fram að hann hafi með elju sinni og áhuga lagt grunninn að því að ungar stúlkur fóru að iðka knattspyrnu og ekki bara í Kópavogi. Heiðar Bergmann Heiðarsson, oft nefndur Heisi, hóaði saman nokkrum valinkunnum Blikum til að undirbúa gerð lágmyndar af Valda sem komið yrði fyrir á fallegum steini við inngang að Kópavogsvelli. Listamaðurinn Ívar Valgarðsson var fengin til að gera gifsmót eftir gömlum ljósmyndum og Málmsteypan Hella steypti svo myndina í brons. Innslagið hans Gauða má sjá hér í spilaranum fyrir ofan. Valdimar Kristinn Valdimarsson var gegnheill Bliki og guðfaðir og Guðjón ræddi um Valdimar Kristinn Valdimarsson við son hans Valdimar Valdimarsson sem lék með Breiðabliki frá 1976 til 1983 og þjálfaði einnig yngri flokka félagsins. Valdimar tekur undir það að faðir hans hafi verið hjartað og sálin í félaginu. „Hann var það á þessum árum. Þegar hann er út í Vallargerði frá árunum 1965 til 1966 og alveg fram yfir 1990 þá er þetta bara félagsmiðstöð hjá honum. Krakkarnir komu og fengu bolta hjá honum og hann gerði við boltana. Þau gátu verið þarna allan daginn," sagði Valdimar.
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Járnkona sundsins kveður Sport „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Fleiri fréttir Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira