Bílasala í Evrópu jókst um 9% í apríl Finnur Thorlacius skrifar 13. maí 2016 10:13 Bílaumferð í Frakklandi. Það er ekki bara hér á landi sem bílasala er með ágætum en 9% aukning í sölu bíla var í Evrópu í síðasta mánuði. Alls seldust þar 1,3 milljón bílar og á fyrstu 4 mánuðum ársins hafa selst 5,25 milljón bílar og vöxturinn 8,3%. Apríl var því framhald á góðri sölu ársins og bætti frekar í en hitt. Markaði apríl þrítugasta og annan mánuðinn í röð þar sem vöxtur er á bílasölu í Evrópu og því bjartir tímar hjá bílaframleiðendum álfunnar. Í apríl hefur ekki selst meira af bílum síðan í apríl árið 2008, rétt áður en að efnahagslægðinni kom. Svo til allir bílaframleiðendur juku sölu sína og Volkswagen, sem hefur verið í vanda undanfarið vegna dísilvélasvindlsins jók t.d. söluna um 5,3%. Það er minni vöxtur en hjá heildinni og því féll markaðshlutdeild Volkswagen úr 26,2% í 25,4% á milli ára. Vöxtur annarra bílafyrirfyrirtækja í eigu Volkswagen varð meiri, 9,7% hjá Audi, 13% hjá Porsche og 7,9% hjá Skoda. Hins vegar var vöxturinn aðeins 2,2% hjá Seat. Peugeot Citroën jók söluna um 5,6%, Renault um 8,2% en sala Dacia féll um 1,4%. Fiat Chrysler jók söluna um 14% og hjálpaði 22% aukning Jeep þar vel til. Hjá Opel nam söluaukningin 6,8% og 4% hjá Ford. Asískir bílaframleiðendur mega una glaðir við sitt því vöxturinn hjá Hyundai var 15%, hjá Kia 14% og 13% hjá Toyota. Enn betur gekk hjá Honda en þar varð 56% vöxtur og á góð sala á Honda Civic þar mestan þátt. Mazda seldi 29% fleiri bíla, en vöxturinn hjá Nissan nam aðeins 1,2%. Hjá lúxusbílaframleiðendunum gekk vel og Mercedes Benz jók söluna um 24%, hjá BMW varð 11% vöxtur, 9,1% hjá Volvo og Jaguar Land Rover seldi 19% meira. Sala í einstökum löndum varð víða mikill, eða 21,2% á Spáni, 11,5% á Ítalíu, 8,4% í Þýskalandi, 7,1 í Frakklandi, en aðeins 2% í Bretlandi, en þar hefur verið mikill vöxtur á undanförnum árum. Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent
Það er ekki bara hér á landi sem bílasala er með ágætum en 9% aukning í sölu bíla var í Evrópu í síðasta mánuði. Alls seldust þar 1,3 milljón bílar og á fyrstu 4 mánuðum ársins hafa selst 5,25 milljón bílar og vöxturinn 8,3%. Apríl var því framhald á góðri sölu ársins og bætti frekar í en hitt. Markaði apríl þrítugasta og annan mánuðinn í röð þar sem vöxtur er á bílasölu í Evrópu og því bjartir tímar hjá bílaframleiðendum álfunnar. Í apríl hefur ekki selst meira af bílum síðan í apríl árið 2008, rétt áður en að efnahagslægðinni kom. Svo til allir bílaframleiðendur juku sölu sína og Volkswagen, sem hefur verið í vanda undanfarið vegna dísilvélasvindlsins jók t.d. söluna um 5,3%. Það er minni vöxtur en hjá heildinni og því féll markaðshlutdeild Volkswagen úr 26,2% í 25,4% á milli ára. Vöxtur annarra bílafyrirfyrirtækja í eigu Volkswagen varð meiri, 9,7% hjá Audi, 13% hjá Porsche og 7,9% hjá Skoda. Hins vegar var vöxturinn aðeins 2,2% hjá Seat. Peugeot Citroën jók söluna um 5,6%, Renault um 8,2% en sala Dacia féll um 1,4%. Fiat Chrysler jók söluna um 14% og hjálpaði 22% aukning Jeep þar vel til. Hjá Opel nam söluaukningin 6,8% og 4% hjá Ford. Asískir bílaframleiðendur mega una glaðir við sitt því vöxturinn hjá Hyundai var 15%, hjá Kia 14% og 13% hjá Toyota. Enn betur gekk hjá Honda en þar varð 56% vöxtur og á góð sala á Honda Civic þar mestan þátt. Mazda seldi 29% fleiri bíla, en vöxturinn hjá Nissan nam aðeins 1,2%. Hjá lúxusbílaframleiðendunum gekk vel og Mercedes Benz jók söluna um 24%, hjá BMW varð 11% vöxtur, 9,1% hjá Volvo og Jaguar Land Rover seldi 19% meira. Sala í einstökum löndum varð víða mikill, eða 21,2% á Spáni, 11,5% á Ítalíu, 8,4% í Þýskalandi, 7,1 í Frakklandi, en aðeins 2% í Bretlandi, en þar hefur verið mikill vöxtur á undanförnum árum.
Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent