Landsnet segir niðurstöðuna hafa komið á óvart Samúel Karl Ólason skrifar 12. maí 2016 18:04 Vísir/Vilhelm Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu í dag að Landsneti væri óheimilt að taka land eignarnámi á fimm jörðum á Reykjanesi vegna byggingar Suðurnesjalínu 2. Landsnet segir ákvörðun meirihluta Hæstaréttar hafa komið á óvart og að hún muni seinka brýnum framkvæmdum við uppbyggingu flutningskerfis raforku til Suðurnesja. Tveir dómarar töldu að staðfesta ætti niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur frá 30. júní í fyrra, þar sem Landsnet og atvinnuvega og nýskipunarráðuneytið voru sýknuð af kröfum landeigenda. Meirihluti dómaranna taldi annmarka vera á eignarnámskákvörðuninni svo ógildingu varð. Sjá einnig: Hæstiréttur fellst ekki á eignarnám vegna Suðurnesjalínu 2 Í tilkynningu frá Landsnet segir að fyrirtækið vonist til þess að seinkanir verði ekki langvarandi og að leitast verði við að lágmarka það tjón sem kunni að hljótast þeirra vegna. „Í eignarnámsákvörðunum ráðherra og í dómum héraðsdóms var talið að samningaviðræður við landeigendur gætu ekki tekið til annarrar framkvæmdar en þeirrar sem framkvæmdaaðili hefði undirbúið í samræmi við lögbundna ferla, s.s. mat á umhverfisáhrifum og skipulagsákvarðanir sveitarfélaga. Með dómi meirihluta Hæstaréttar er horfið frá þeim sjónarmiðum og kallað eftir nýrri nálgun á grundvelli friðhelgi eignarréttar einstaklinga. Með vísan til lögbundinnar skyldu Landsnets – samkvæmt raforkulögum og stefnu stjórnvalda um lagningu raflína – verður unnið að því að bæta úr þeim annmörkum sem Hæstiréttur telur vera á eignarnámsákvörðuninni.“ Línan er skipulögð á milli Hafnarfjarðar og Grindavíkurbæjar og er hún 220 kV háspennulína. „Unnið hefur verið að undirbúningi verkefnisins í áratug og Landsnet hefur lagt ríka áherslu á að kynna verkefnið. Það var fyrst kynnt landeigendum árið 2007, auk þess sem haldnir voru opnir fundir og sérstök heimasíða opnuð til að efla upplýsingagjöf. Öll tilskilin leyfi liggja fyrir, þ.á m. mat á umhverfisáhrifum, samþykktar skipulagsáætlanir, framkvæmdaleyfi sveitarfélaga á svæðinu, sem og leyfi Orkustofnunar. Þrátt fyrir vandaða og ítarlega málsmeðferð hefur öllum ákvörðunum stjórnvalda um leyfi verið vísað til dómstóla og/eða æðra stjórnvalds.“ Suðurnesjalína 2 Mest lesið Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Erlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Mikið slegist í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Sjá meira
Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu í dag að Landsneti væri óheimilt að taka land eignarnámi á fimm jörðum á Reykjanesi vegna byggingar Suðurnesjalínu 2. Landsnet segir ákvörðun meirihluta Hæstaréttar hafa komið á óvart og að hún muni seinka brýnum framkvæmdum við uppbyggingu flutningskerfis raforku til Suðurnesja. Tveir dómarar töldu að staðfesta ætti niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur frá 30. júní í fyrra, þar sem Landsnet og atvinnuvega og nýskipunarráðuneytið voru sýknuð af kröfum landeigenda. Meirihluti dómaranna taldi annmarka vera á eignarnámskákvörðuninni svo ógildingu varð. Sjá einnig: Hæstiréttur fellst ekki á eignarnám vegna Suðurnesjalínu 2 Í tilkynningu frá Landsnet segir að fyrirtækið vonist til þess að seinkanir verði ekki langvarandi og að leitast verði við að lágmarka það tjón sem kunni að hljótast þeirra vegna. „Í eignarnámsákvörðunum ráðherra og í dómum héraðsdóms var talið að samningaviðræður við landeigendur gætu ekki tekið til annarrar framkvæmdar en þeirrar sem framkvæmdaaðili hefði undirbúið í samræmi við lögbundna ferla, s.s. mat á umhverfisáhrifum og skipulagsákvarðanir sveitarfélaga. Með dómi meirihluta Hæstaréttar er horfið frá þeim sjónarmiðum og kallað eftir nýrri nálgun á grundvelli friðhelgi eignarréttar einstaklinga. Með vísan til lögbundinnar skyldu Landsnets – samkvæmt raforkulögum og stefnu stjórnvalda um lagningu raflína – verður unnið að því að bæta úr þeim annmörkum sem Hæstiréttur telur vera á eignarnámsákvörðuninni.“ Línan er skipulögð á milli Hafnarfjarðar og Grindavíkurbæjar og er hún 220 kV háspennulína. „Unnið hefur verið að undirbúningi verkefnisins í áratug og Landsnet hefur lagt ríka áherslu á að kynna verkefnið. Það var fyrst kynnt landeigendum árið 2007, auk þess sem haldnir voru opnir fundir og sérstök heimasíða opnuð til að efla upplýsingagjöf. Öll tilskilin leyfi liggja fyrir, þ.á m. mat á umhverfisáhrifum, samþykktar skipulagsáætlanir, framkvæmdaleyfi sveitarfélaga á svæðinu, sem og leyfi Orkustofnunar. Þrátt fyrir vandaða og ítarlega málsmeðferð hefur öllum ákvörðunum stjórnvalda um leyfi verið vísað til dómstóla og/eða æðra stjórnvalds.“
Suðurnesjalína 2 Mest lesið Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Erlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Mikið slegist í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Sjá meira