Selja á stöðugleikaeignir í opnu ferli Ingvar Haraldsson skrifar 12. maí 2016 07:00 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur sagt talsverðan áhuga á ákveðnum óskráðum eignum sem komust í ríkiseigu með stöðugleikaframlögum. vísir/anton brink Þær eignir sem ríkið fékk afhentar með stöðugleikaframlögum föllnu bankanna á að selja í opnu útboði. „Sala eða ráðstöfun skal eiga sér stað að undangengnu opnu tilboðsferli þar sem gætt er gagnsæis og jafnræðis bjóðenda,“ segir í svari fjármála- og efnahagsráðuneytisins við fyrirspurn Fréttablaðsins um eignasölu í gegnum félagið Lindarhvol ehf. Félagið var stofnað í apríl, á að hafa umsjón með sölu eignanna sem féllu ríkinu í skaut, að undanskildum Íslandsbanka sem heyrir undir Bankasýslu ríkisins. Félagið hefur þegar hafið störf en í stjórn þess sitja Þórólfur Arason, skrifstofustjóri í fjármála- og efnahagsráðuneyti, og Haukur C. Benediktsson, forstöðumaður Eignasafns Seðlabanka Íslands. Við umsýslu, fullnustu og sölu eignanna á að leggja áherslu á gagnsæi, hlutlægni, jafnræði og hagkvæmni samkvæmt svari ráðuneytisins. „Með hagkvæmni er átt við að leitað sé hæsta verðs eða markaðsverðs.“ Þá segir jafnframt að almenna reglan verði opið söluferli, bæði við sölu óskráðra og skráðra eigna. Skráðar eignir verði seldar í gegnum Kauphöll að undangengnu ferli þar sem söluaðili verður valinn. „En óskað verður eftir tilboðum í söluþóknun vegna sölu á umræddum eignum og lægsta tilboði verður tekið.“ Áætlað er að eignirnar sem Lindarhvoll hefur umsjón með sölu á séu metnar á um 60 milljarða króna. Þar á meðal er hlutur í 16 hlutafélögum, t.d. í Sjóvá, Reitum, Dohop, Lyfju, Símanum og Eimskipum auk skuldabréfa á Arion banka, Hitaveitu Suðurnesja og ríkissjóð og Lánasjóð sveitarfélaganna. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 12. maí. Birtist í Fréttablaðinu Starfsemi Lindarhvols Tengdar fréttir Bjarni Ben: Mikill áhugi á eignum sem ríkið fékk með stöðugleikaframlögum Samningur um hvernig haga á sölu stöðugleikaeignum verður gerður opinber á næstunni. 30. apríl 2016 07:00 Mest lesið Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Viðskipti innlent Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Viðskipti innlent „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Viðskipti innlent Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Viðskipti innlent Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Viðskipti innlent Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Neytendur Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Sjá meira
Þær eignir sem ríkið fékk afhentar með stöðugleikaframlögum föllnu bankanna á að selja í opnu útboði. „Sala eða ráðstöfun skal eiga sér stað að undangengnu opnu tilboðsferli þar sem gætt er gagnsæis og jafnræðis bjóðenda,“ segir í svari fjármála- og efnahagsráðuneytisins við fyrirspurn Fréttablaðsins um eignasölu í gegnum félagið Lindarhvol ehf. Félagið var stofnað í apríl, á að hafa umsjón með sölu eignanna sem féllu ríkinu í skaut, að undanskildum Íslandsbanka sem heyrir undir Bankasýslu ríkisins. Félagið hefur þegar hafið störf en í stjórn þess sitja Þórólfur Arason, skrifstofustjóri í fjármála- og efnahagsráðuneyti, og Haukur C. Benediktsson, forstöðumaður Eignasafns Seðlabanka Íslands. Við umsýslu, fullnustu og sölu eignanna á að leggja áherslu á gagnsæi, hlutlægni, jafnræði og hagkvæmni samkvæmt svari ráðuneytisins. „Með hagkvæmni er átt við að leitað sé hæsta verðs eða markaðsverðs.“ Þá segir jafnframt að almenna reglan verði opið söluferli, bæði við sölu óskráðra og skráðra eigna. Skráðar eignir verði seldar í gegnum Kauphöll að undangengnu ferli þar sem söluaðili verður valinn. „En óskað verður eftir tilboðum í söluþóknun vegna sölu á umræddum eignum og lægsta tilboði verður tekið.“ Áætlað er að eignirnar sem Lindarhvoll hefur umsjón með sölu á séu metnar á um 60 milljarða króna. Þar á meðal er hlutur í 16 hlutafélögum, t.d. í Sjóvá, Reitum, Dohop, Lyfju, Símanum og Eimskipum auk skuldabréfa á Arion banka, Hitaveitu Suðurnesja og ríkissjóð og Lánasjóð sveitarfélaganna. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 12. maí.
Birtist í Fréttablaðinu Starfsemi Lindarhvols Tengdar fréttir Bjarni Ben: Mikill áhugi á eignum sem ríkið fékk með stöðugleikaframlögum Samningur um hvernig haga á sölu stöðugleikaeignum verður gerður opinber á næstunni. 30. apríl 2016 07:00 Mest lesið Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Viðskipti innlent Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Viðskipti innlent „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Viðskipti innlent Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Viðskipti innlent Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Viðskipti innlent Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Neytendur Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Sjá meira
Bjarni Ben: Mikill áhugi á eignum sem ríkið fékk með stöðugleikaframlögum Samningur um hvernig haga á sölu stöðugleikaeignum verður gerður opinber á næstunni. 30. apríl 2016 07:00