Halla með miða á alla leiki Íslands í Frakklandi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. maí 2016 12:15 Halla Tómasdóttir mælist með eitt prósent fylgi samkvæmt nýjum skoðanakönnunum. Hún segir ekki mark takandi á könnunum af alvöru fyrr en eftir 21. maí þegar framboðsfrestur rennur út. Vísir/Anton Brink Halla Tómasdóttir forsetaframbjóðandi klæddist treyju íslenska landsliðsins í knattspyrnu á Business and Football ráðstefnunni í morgun. Hún á miða á alla leiki karlalandsliðsins á EM í Frakklandi í sumar og sagðist í pallborðsumræðum í dag, meira í gríni en alvöru, velta fyrir sér að hætta við framboð sitt og skella sér bara á EM. „Ég fer allavega á Portúgalsleikinn,“ sagði Halla sem mælist með eitt prósent fylgi í skoðanakönnun fréttastofu 365 en niðurstöður voru birtar í morgun. Halla var með 1,7% fylgi í könnun MMR á mánudaginn. Ísland mætir Portúgal í St. Etienne þann 14. júní en um fyrsta leik Íslands í riðlinum er að ræða.Sjá einnig:Kevin Keegan spáir Íslandi sigri á EM Halla var í pallborði með Kevin Keegan, David Moyes og Andra Þór Guðmundssyni hjá Ölgerðinni þar sem til umræðu var hvernig ætti að byggja lið frá grunni. Halla rifjaði upp þegar hún var við háskólanám í Alabama í Bandaríkjunum og tók að sér þjálfun strákaliðsins í fótbolta. „Það voru tvær stjörnur í liðinu, sá sem gat hlaupið rosalega hratt og sá sem skoraði mörkin,“ sagði Halla. Hún hefði áttað sig á því að gera þyrfti breytingar til að ná árangri. Hún fór að sækja leikmenn til skandinavíu og Bretlands. Það hafi ekki verið fyrr en liðið hafi verið orðið jafnara, og treysti ekki lengur á fyrrnefnda tvo leikmenn, sem liðið fór að vinna leiki. Halla sagði trúa því að þegar verið væri að byggja upp lið ætti ekki bara að horfa á hæfileika fólksins sem þú vilt í liðið heldur líka hjartað. Það væri lykillinn að velgengni. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Ný forsetakönnun: Guðni með tæplega 70 prósent fylgi Guðni Th. Jóhannesson yrði næsti forseti Íslands ef kosið væri nú, samkvæmt nýrri skoðanakönnun fréttastofu 365. Davíð Oddsson hefur tæplega 14 prósent fylgi. 11. maí 2016 05:00 „Að liggja yfir þessari könnun gerir fáum gagn“ Halla Tómasdóttir segist finna fyrir miklum meðbyr. Skjótt skipist veður í lofti eins og síðustu 24 klukkustundir hafi sýnt. 9. maí 2016 13:00 Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Halla Tómasdóttir forsetaframbjóðandi klæddist treyju íslenska landsliðsins í knattspyrnu á Business and Football ráðstefnunni í morgun. Hún á miða á alla leiki karlalandsliðsins á EM í Frakklandi í sumar og sagðist í pallborðsumræðum í dag, meira í gríni en alvöru, velta fyrir sér að hætta við framboð sitt og skella sér bara á EM. „Ég fer allavega á Portúgalsleikinn,“ sagði Halla sem mælist með eitt prósent fylgi í skoðanakönnun fréttastofu 365 en niðurstöður voru birtar í morgun. Halla var með 1,7% fylgi í könnun MMR á mánudaginn. Ísland mætir Portúgal í St. Etienne þann 14. júní en um fyrsta leik Íslands í riðlinum er að ræða.Sjá einnig:Kevin Keegan spáir Íslandi sigri á EM Halla var í pallborði með Kevin Keegan, David Moyes og Andra Þór Guðmundssyni hjá Ölgerðinni þar sem til umræðu var hvernig ætti að byggja lið frá grunni. Halla rifjaði upp þegar hún var við háskólanám í Alabama í Bandaríkjunum og tók að sér þjálfun strákaliðsins í fótbolta. „Það voru tvær stjörnur í liðinu, sá sem gat hlaupið rosalega hratt og sá sem skoraði mörkin,“ sagði Halla. Hún hefði áttað sig á því að gera þyrfti breytingar til að ná árangri. Hún fór að sækja leikmenn til skandinavíu og Bretlands. Það hafi ekki verið fyrr en liðið hafi verið orðið jafnara, og treysti ekki lengur á fyrrnefnda tvo leikmenn, sem liðið fór að vinna leiki. Halla sagði trúa því að þegar verið væri að byggja upp lið ætti ekki bara að horfa á hæfileika fólksins sem þú vilt í liðið heldur líka hjartað. Það væri lykillinn að velgengni.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Ný forsetakönnun: Guðni með tæplega 70 prósent fylgi Guðni Th. Jóhannesson yrði næsti forseti Íslands ef kosið væri nú, samkvæmt nýrri skoðanakönnun fréttastofu 365. Davíð Oddsson hefur tæplega 14 prósent fylgi. 11. maí 2016 05:00 „Að liggja yfir þessari könnun gerir fáum gagn“ Halla Tómasdóttir segist finna fyrir miklum meðbyr. Skjótt skipist veður í lofti eins og síðustu 24 klukkustundir hafi sýnt. 9. maí 2016 13:00 Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Ný forsetakönnun: Guðni með tæplega 70 prósent fylgi Guðni Th. Jóhannesson yrði næsti forseti Íslands ef kosið væri nú, samkvæmt nýrri skoðanakönnun fréttastofu 365. Davíð Oddsson hefur tæplega 14 prósent fylgi. 11. maí 2016 05:00
„Að liggja yfir þessari könnun gerir fáum gagn“ Halla Tómasdóttir segist finna fyrir miklum meðbyr. Skjótt skipist veður í lofti eins og síðustu 24 klukkustundir hafi sýnt. 9. maí 2016 13:00