Hamilton vann í Mónakó eftir ótrúlegt klúður Red Bull Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 29. maí 2016 14:00 Hamilton var bestur í bleytunni í dag. Vísir/Getty Lewis Hamilton kom fyrstur í mark í Mónakó kappakstrinum. Daniel Ricciardo á Red Bull varð annar eftir ótrúlegt klúður Red Bull liðsins. Sergio Perez á Force India varð þriðji. Baráttan á milli Hamilton og Ricciardo stóð yfir frá því snemma í keppninni. Hamilton komst fram úr Ricciardo þegar Red Bull klúðraði þjónustuhléinu fyrir Ricciardo. Mikil bleyta var á brautinni. Keppnin hófst því fyrir aftan öryggisbíl og ræsingin því viðstöðulaus eftir upphitunarhring. Einungis 15 ökumenn luku keppni, enda aðstæður afar erfiðar á brautinni sem fyrirgefur engin mistök. Bilið á milli Rosberg og Hamilton í heimsmeistarakeppni ökumanna er komið niður í 26 stig. Hamilton vann í dag sína fyrstu kepni síðan í Austin í Texas í fyrra. Síðan þá hafa níu keppnir nú verið keyrðar.Rosberg var ekki í stuði í dag.Vísir/GettyDaniil Kvyat á Toro Rosso kom inn á fyrsta hring og þurfti að skipta um stýri. Hann var orðinn hring á eftir eftir tvo hringi. Hann kom svo inn á þjónustusvæðið og ók í gegnum þjónustusvæðið. Hann virtist ná að laga stillinguna sem var að angra hann. Ökumenn fóru að heimta öryggisbílinn inn á sjötta hring. Bæði Hamilton og Kevin Magnussen komu í talstöðina og sögðu að skyggnið væri orðið nógu gott. Öryggisbíllinn fór inn eftir sjö hringi. Ricciardo hélt forystunni í gegnum endurræsinguna. Jolyon Palmer hins vegar komst ekki í gegnum fyrstu beygju. Hann ók yfir gangbraut og það var of hált fyrir Formúlubíl í svona mikilli bleytu. Stafrænn öryggisbíll var settur í gang. En var stutta stund í gangi. Sebastian Vettel setti milli regndekk undir Ferrari bílinn á 14. hring. Aðeins Magnussen hafði þá sett milliregndekkin undir. Brautin var að þorna og fleiri fylgdu á eftir á næstu hringjum. Hamilton komst fram úr Nico Rosberg á 16. hring Hamilton stakk Rosberg strax af og hóf að elta Ricciardo. Mercedes liðið sagði Rosberg að hleypa Hamilton fram úr. Kvyat keyrði á Magnussen á lokakafla brautarinnar. Magnussen tókst að bakka og halda áfram en Kvyat ók inn á þjónustusvæðið og hætti keppni. Jolyon Palmer skautaði á varnarvegg eftir að hafa runnið til á gangbrautarmerkinu á ráskaflanum.Vísir/GettyHamilton hékk úti á regndekkjunum eftir að Ricciardo hafði farið inn á milliregndekkin. Hamilton sá tækifæri í því að spara sér eitt þjónustuhlé og taka þurrdekk beint undir en til þess þurfti hann að nýta hvern einasta hring sem dekkin þoldu. Hamilton kom inn á hring 32 og setti últra-mjúku dekkin undir. Hamilton opnaði flóðgáttirnar. Red Bull liðið klúðrari gjörsamlega þjónustuhléinu fyrir Ricciardo sem hefði átt að ná að halda Hamilton fyrir aftan sig. Dekkin voru einfaldlega ekki tiltæk og þjónustuhléið tók alltof langan tíma. Max Verstappen datt úr keppni eftir að hafa unnið sig upp í stigasæti eftir að hafa ræst á þjónustusvæðinu. Hann rann út á blautan hluta brautarinnar eftir að hafa læst dekkjunum í beygju. Felipe Nasr var skipað af Sauber liðinu að hleypa Marcus Ericsson fram úr sér til að veita Ericsson tækifæri til að elta næstu menn. Sauber mennirnir lentu hins vegar saman þegar Ericsson ætlaði að fara fram úr. Áreksturinn batt enda á keppni beggja ökumanna. Barátta Hamilton og Ricciardo var mikil, næstum alla keppnina. Baráttan um þriðja sætið harðnaði á síðustu fimm hringjunum. Perez varðist Sebastian Vettel afar vel. Rosberg var ekki að finna taktinn í dag. Hann endaði sjöundi á eftir Nico Hulkenberg á Force India.Hér fyrir neðan má sjá öll úrslit helgarinnar. Formúla Tengdar fréttir Kvyat: Ég hefði náð í fleiri stig en Ricciardo Daniil Kvyat telur að hann hefði haft betur í baráttunni við fyrrum liðsfélaga sinn, Daniel Ricciardo ef hann hefði fengið að klára tímabilið hjá Red Bull. 25. maí 2016 08:45 Hamilton og Rosberg hreinsa loftið Lewis Hamilton segir að loftið sé hreint eftir samræður við liðsfélaga sinn, Nico Rosberg. Ætla má að mikil spenna hafi skapast á milli ökumannanna eftir árekstur þeirra í spænska kappakstrinum. 26. maí 2016 11:30 Ricciardo: Ég vissi að við ættum að geta þetta Daniel Ricciardo á Red Bull náði í sinn fyrsta ráspól í dag. Hann var fljótastur í tímatökunni í Mónakó, sem er ein sú mikilvægasta á keppnisdagatalinu. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 28. maí 2016 18:45 Daniel Ricciardo á ráspól í Mónakó Daniel Ricciardo á Red Bull náði ráspól í Mónakó. Nico Rosberg á Mercedes varð annar og Lewis Hamilton varð þriðji. 28. maí 2016 12:53 Red Bull brýnir hornin í Mónakó Lewis Hamilton varð fljótastur á Mercedes á fyrri æfingunni fyrir Mónakó kappaksturinn í gær, Daniel Ricciardo á Red Bull var fljótastur á seinni æfingunni. 27. maí 2016 22:26 Mest lesið Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Lewis Hamilton kom fyrstur í mark í Mónakó kappakstrinum. Daniel Ricciardo á Red Bull varð annar eftir ótrúlegt klúður Red Bull liðsins. Sergio Perez á Force India varð þriðji. Baráttan á milli Hamilton og Ricciardo stóð yfir frá því snemma í keppninni. Hamilton komst fram úr Ricciardo þegar Red Bull klúðraði þjónustuhléinu fyrir Ricciardo. Mikil bleyta var á brautinni. Keppnin hófst því fyrir aftan öryggisbíl og ræsingin því viðstöðulaus eftir upphitunarhring. Einungis 15 ökumenn luku keppni, enda aðstæður afar erfiðar á brautinni sem fyrirgefur engin mistök. Bilið á milli Rosberg og Hamilton í heimsmeistarakeppni ökumanna er komið niður í 26 stig. Hamilton vann í dag sína fyrstu kepni síðan í Austin í Texas í fyrra. Síðan þá hafa níu keppnir nú verið keyrðar.Rosberg var ekki í stuði í dag.Vísir/GettyDaniil Kvyat á Toro Rosso kom inn á fyrsta hring og þurfti að skipta um stýri. Hann var orðinn hring á eftir eftir tvo hringi. Hann kom svo inn á þjónustusvæðið og ók í gegnum þjónustusvæðið. Hann virtist ná að laga stillinguna sem var að angra hann. Ökumenn fóru að heimta öryggisbílinn inn á sjötta hring. Bæði Hamilton og Kevin Magnussen komu í talstöðina og sögðu að skyggnið væri orðið nógu gott. Öryggisbíllinn fór inn eftir sjö hringi. Ricciardo hélt forystunni í gegnum endurræsinguna. Jolyon Palmer hins vegar komst ekki í gegnum fyrstu beygju. Hann ók yfir gangbraut og það var of hált fyrir Formúlubíl í svona mikilli bleytu. Stafrænn öryggisbíll var settur í gang. En var stutta stund í gangi. Sebastian Vettel setti milli regndekk undir Ferrari bílinn á 14. hring. Aðeins Magnussen hafði þá sett milliregndekkin undir. Brautin var að þorna og fleiri fylgdu á eftir á næstu hringjum. Hamilton komst fram úr Nico Rosberg á 16. hring Hamilton stakk Rosberg strax af og hóf að elta Ricciardo. Mercedes liðið sagði Rosberg að hleypa Hamilton fram úr. Kvyat keyrði á Magnussen á lokakafla brautarinnar. Magnussen tókst að bakka og halda áfram en Kvyat ók inn á þjónustusvæðið og hætti keppni. Jolyon Palmer skautaði á varnarvegg eftir að hafa runnið til á gangbrautarmerkinu á ráskaflanum.Vísir/GettyHamilton hékk úti á regndekkjunum eftir að Ricciardo hafði farið inn á milliregndekkin. Hamilton sá tækifæri í því að spara sér eitt þjónustuhlé og taka þurrdekk beint undir en til þess þurfti hann að nýta hvern einasta hring sem dekkin þoldu. Hamilton kom inn á hring 32 og setti últra-mjúku dekkin undir. Hamilton opnaði flóðgáttirnar. Red Bull liðið klúðrari gjörsamlega þjónustuhléinu fyrir Ricciardo sem hefði átt að ná að halda Hamilton fyrir aftan sig. Dekkin voru einfaldlega ekki tiltæk og þjónustuhléið tók alltof langan tíma. Max Verstappen datt úr keppni eftir að hafa unnið sig upp í stigasæti eftir að hafa ræst á þjónustusvæðinu. Hann rann út á blautan hluta brautarinnar eftir að hafa læst dekkjunum í beygju. Felipe Nasr var skipað af Sauber liðinu að hleypa Marcus Ericsson fram úr sér til að veita Ericsson tækifæri til að elta næstu menn. Sauber mennirnir lentu hins vegar saman þegar Ericsson ætlaði að fara fram úr. Áreksturinn batt enda á keppni beggja ökumanna. Barátta Hamilton og Ricciardo var mikil, næstum alla keppnina. Baráttan um þriðja sætið harðnaði á síðustu fimm hringjunum. Perez varðist Sebastian Vettel afar vel. Rosberg var ekki að finna taktinn í dag. Hann endaði sjöundi á eftir Nico Hulkenberg á Force India.Hér fyrir neðan má sjá öll úrslit helgarinnar.
Formúla Tengdar fréttir Kvyat: Ég hefði náð í fleiri stig en Ricciardo Daniil Kvyat telur að hann hefði haft betur í baráttunni við fyrrum liðsfélaga sinn, Daniel Ricciardo ef hann hefði fengið að klára tímabilið hjá Red Bull. 25. maí 2016 08:45 Hamilton og Rosberg hreinsa loftið Lewis Hamilton segir að loftið sé hreint eftir samræður við liðsfélaga sinn, Nico Rosberg. Ætla má að mikil spenna hafi skapast á milli ökumannanna eftir árekstur þeirra í spænska kappakstrinum. 26. maí 2016 11:30 Ricciardo: Ég vissi að við ættum að geta þetta Daniel Ricciardo á Red Bull náði í sinn fyrsta ráspól í dag. Hann var fljótastur í tímatökunni í Mónakó, sem er ein sú mikilvægasta á keppnisdagatalinu. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 28. maí 2016 18:45 Daniel Ricciardo á ráspól í Mónakó Daniel Ricciardo á Red Bull náði ráspól í Mónakó. Nico Rosberg á Mercedes varð annar og Lewis Hamilton varð þriðji. 28. maí 2016 12:53 Red Bull brýnir hornin í Mónakó Lewis Hamilton varð fljótastur á Mercedes á fyrri æfingunni fyrir Mónakó kappaksturinn í gær, Daniel Ricciardo á Red Bull var fljótastur á seinni æfingunni. 27. maí 2016 22:26 Mest lesið Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Kvyat: Ég hefði náð í fleiri stig en Ricciardo Daniil Kvyat telur að hann hefði haft betur í baráttunni við fyrrum liðsfélaga sinn, Daniel Ricciardo ef hann hefði fengið að klára tímabilið hjá Red Bull. 25. maí 2016 08:45
Hamilton og Rosberg hreinsa loftið Lewis Hamilton segir að loftið sé hreint eftir samræður við liðsfélaga sinn, Nico Rosberg. Ætla má að mikil spenna hafi skapast á milli ökumannanna eftir árekstur þeirra í spænska kappakstrinum. 26. maí 2016 11:30
Ricciardo: Ég vissi að við ættum að geta þetta Daniel Ricciardo á Red Bull náði í sinn fyrsta ráspól í dag. Hann var fljótastur í tímatökunni í Mónakó, sem er ein sú mikilvægasta á keppnisdagatalinu. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 28. maí 2016 18:45
Daniel Ricciardo á ráspól í Mónakó Daniel Ricciardo á Red Bull náði ráspól í Mónakó. Nico Rosberg á Mercedes varð annar og Lewis Hamilton varð þriðji. 28. maí 2016 12:53
Red Bull brýnir hornin í Mónakó Lewis Hamilton varð fljótastur á Mercedes á fyrri æfingunni fyrir Mónakó kappaksturinn í gær, Daniel Ricciardo á Red Bull var fljótastur á seinni æfingunni. 27. maí 2016 22:26