Grafalvarlegt mál að kjaradeildur standi yfir þriðja sumarið í röð Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 28. maí 2016 19:04 Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir mjög alvarlegt mál að á háannatíma þriðja sumarið í röð séu í gangi kjaradeilur starfsstétta sem sjá um flugumferð til og frá landinu. Ítrekaðar launadeilur og kröfur um margfaldar launahækkanir bjóði þeirri hættu heim að þjónustan færist úr landi. Kjaraviðræður flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins hafa staðið yfir frá því í nóvember. Flugumferðarstjórar hafa verið í yfirvinnubanni frá 6. apríl síðastliðnum en það hefur valdið töluverðri röskun á flugi. Morgunblaðið greinir frá því í dag að yfirvinnubann og veikindi flugumferðarstjóra hafi kostað flugfélögin sem fljúga yfir Atlantshaf á annan milljarð króna vegna meiri brennslu eldsneytis sem stafar af því að fara óhagkvæmari flugleiðir. „Þetta er auðvitað mjög alvarlegt mál. Við erum að sjá þriðja sumarið á háannatíma sem við stöndum í verulegum kjaradeilum í kringum flugið,“ segir Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri SA. „Þar sjáum við hópa sem eru fámennir en mjög sterkt verkfallsvopn og með launahækkanir verulega umfram það sem aðrir eru að fá. Auðvitað getur þetta, svona síendurtekið, valdið álitshnekkjum hjá þeim alþjóðlegu flugfélögum sem hingað sækja og ferðamönnum.“ Sigurjón Jónasson formaður félags íslenskra flugumferðarstjóra sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að það ætti ekki að vera náttúrulögmál að laun á Íslandi séu lægri en í öðrum löndum. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að flugumferðarstjórar hafi hafnað tilboði sem svarar til 25 prósenta hækkunar launa, en það eru í kringum 250 þúsund krónur á mánuði. Þorsteinn segir kröfur flugumferðartjóra alltof háar og í engu samræmi við Saleksamkomulagið. Ítrekaðar launadeilur og kröfur um margfaldar launahækkanir á við aðra bjóði þeirri hættu heim að þjónustan færist úr landi. „Það er auðvitað þetta alþjóðlega flug sem við erum að þjónusta sem fér hérna yfir landið. Þetta gæti skaðað hagsmuni okkar þegar fram í sækir með hvað það flug sérstaklega varðar. Deilan er í algjörum hnút og við sjáum enga lausn þar framundan nema flugumferðarstjórar slái verulega af sínum kröfum.“ Verkfall 2016 Tengdar fréttir Krefjast nærri sextíu prósenta hækkunar Yfirvinnubann flugumferðastjóra hefur valdið raski á flugi síðan bannið hófst fyrr í mánuðinum. 30. apríl 2016 07:00 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita Innlent Fleiri fréttir Baráttan hafi verið Viðreisn til sóma „Lúxusvandamál“ að velja og hafna á listann Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir mjög alvarlegt mál að á háannatíma þriðja sumarið í röð séu í gangi kjaradeilur starfsstétta sem sjá um flugumferð til og frá landinu. Ítrekaðar launadeilur og kröfur um margfaldar launahækkanir bjóði þeirri hættu heim að þjónustan færist úr landi. Kjaraviðræður flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins hafa staðið yfir frá því í nóvember. Flugumferðarstjórar hafa verið í yfirvinnubanni frá 6. apríl síðastliðnum en það hefur valdið töluverðri röskun á flugi. Morgunblaðið greinir frá því í dag að yfirvinnubann og veikindi flugumferðarstjóra hafi kostað flugfélögin sem fljúga yfir Atlantshaf á annan milljarð króna vegna meiri brennslu eldsneytis sem stafar af því að fara óhagkvæmari flugleiðir. „Þetta er auðvitað mjög alvarlegt mál. Við erum að sjá þriðja sumarið á háannatíma sem við stöndum í verulegum kjaradeilum í kringum flugið,“ segir Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri SA. „Þar sjáum við hópa sem eru fámennir en mjög sterkt verkfallsvopn og með launahækkanir verulega umfram það sem aðrir eru að fá. Auðvitað getur þetta, svona síendurtekið, valdið álitshnekkjum hjá þeim alþjóðlegu flugfélögum sem hingað sækja og ferðamönnum.“ Sigurjón Jónasson formaður félags íslenskra flugumferðarstjóra sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að það ætti ekki að vera náttúrulögmál að laun á Íslandi séu lægri en í öðrum löndum. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að flugumferðarstjórar hafi hafnað tilboði sem svarar til 25 prósenta hækkunar launa, en það eru í kringum 250 þúsund krónur á mánuði. Þorsteinn segir kröfur flugumferðartjóra alltof háar og í engu samræmi við Saleksamkomulagið. Ítrekaðar launadeilur og kröfur um margfaldar launahækkanir á við aðra bjóði þeirri hættu heim að þjónustan færist úr landi. „Það er auðvitað þetta alþjóðlega flug sem við erum að þjónusta sem fér hérna yfir landið. Þetta gæti skaðað hagsmuni okkar þegar fram í sækir með hvað það flug sérstaklega varðar. Deilan er í algjörum hnút og við sjáum enga lausn þar framundan nema flugumferðarstjórar slái verulega af sínum kröfum.“
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Krefjast nærri sextíu prósenta hækkunar Yfirvinnubann flugumferðastjóra hefur valdið raski á flugi síðan bannið hófst fyrr í mánuðinum. 30. apríl 2016 07:00 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita Innlent Fleiri fréttir Baráttan hafi verið Viðreisn til sóma „Lúxusvandamál“ að velja og hafna á listann Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Sjá meira
Krefjast nærri sextíu prósenta hækkunar Yfirvinnubann flugumferðastjóra hefur valdið raski á flugi síðan bannið hófst fyrr í mánuðinum. 30. apríl 2016 07:00