Arnar Björnsson hitti einn frægasta tennisspilara sögunnar | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. maí 2016 19:00 Svíinn Björn Borg er í hópi allra bestu tennisleikara sögunnar og hann varð á sínum fyrstur til að vinna ellefu risatmót í tennis. Björn Borg vann meðal annars Wmbledon-tennismótið fimm ár í röð frá 1976 til 1980 og opna franska meistaramótið fjögur ár í röð frá 1978 til 1981. Á hápunkti ferilsins síns var erfitt að finna frægari íþróttamann í heiminum og að margra mati er hann stærsta íþróttastjarna Norðurlanda fyrr og síðar. Arnar Björnsson, íþróttafréttamaður á Stöð 2 Sport, hitti Björn Borg í dag en hann er nú staddur á Íslandi. Það fór vel á með þeim félögum. Björn Borg er staddur hér á landi til að fylgjast með þrettán ára syni sínum Leo sem er að keppa á Evrópumóti 14 ára og yngri sem fer fram í Kópvogi frá 30. maí til 5. júní. Björn Borg heldur upp á sextugsafmælið sitt 6. júní næstkomandi en bestu ár hans voru á milli áranna 1974 til 1981. Árið 1979 varð hann fyrstur til að vinna sér inn meira en milljón dollara á einu tímabili og hann fékk einnig mikinn pening frá styrktaraðilum á sínum ferli. Björn Borg átti mikinn þátt í að auka vinsældir tennissins á áttunda áratugnum enda sannkölluð stórstjarna. Hann brann hinsvegar hratt út og lagði tennisspaðann á hilluna aðeins 26 ára gamall. Arnar Björnsson ræddi við Björn Borg um ástæður þess að hann er hér á landi en fékk hann líka til að segja sér hver hafi verið eftirminnilegasti leikurinn hans á ferlinum. Það kom kannski ekki mörgum á óvart hvaða leik hann nefndi en það er hægt að sjá allt innslagið í spilaranum hér fyrir ofan. Tennis Mest lesið Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn City ætlar að kaupa í janúar Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Fleiri fréttir Telur daga McGregor í UFC talda Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sjá meira
Svíinn Björn Borg er í hópi allra bestu tennisleikara sögunnar og hann varð á sínum fyrstur til að vinna ellefu risatmót í tennis. Björn Borg vann meðal annars Wmbledon-tennismótið fimm ár í röð frá 1976 til 1980 og opna franska meistaramótið fjögur ár í röð frá 1978 til 1981. Á hápunkti ferilsins síns var erfitt að finna frægari íþróttamann í heiminum og að margra mati er hann stærsta íþróttastjarna Norðurlanda fyrr og síðar. Arnar Björnsson, íþróttafréttamaður á Stöð 2 Sport, hitti Björn Borg í dag en hann er nú staddur á Íslandi. Það fór vel á með þeim félögum. Björn Borg er staddur hér á landi til að fylgjast með þrettán ára syni sínum Leo sem er að keppa á Evrópumóti 14 ára og yngri sem fer fram í Kópvogi frá 30. maí til 5. júní. Björn Borg heldur upp á sextugsafmælið sitt 6. júní næstkomandi en bestu ár hans voru á milli áranna 1974 til 1981. Árið 1979 varð hann fyrstur til að vinna sér inn meira en milljón dollara á einu tímabili og hann fékk einnig mikinn pening frá styrktaraðilum á sínum ferli. Björn Borg átti mikinn þátt í að auka vinsældir tennissins á áttunda áratugnum enda sannkölluð stórstjarna. Hann brann hinsvegar hratt út og lagði tennisspaðann á hilluna aðeins 26 ára gamall. Arnar Björnsson ræddi við Björn Borg um ástæður þess að hann er hér á landi en fékk hann líka til að segja sér hver hafi verið eftirminnilegasti leikurinn hans á ferlinum. Það kom kannski ekki mörgum á óvart hvaða leik hann nefndi en það er hægt að sjá allt innslagið í spilaranum hér fyrir ofan.
Tennis Mest lesið Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn City ætlar að kaupa í janúar Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Fleiri fréttir Telur daga McGregor í UFC talda Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sjá meira