Ákallaði Jesús er hann var snúinn niður í Leifsstöð Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. maí 2016 15:13 Frá Leifsstöð í dag. Eze Okafor, hælisleitandi sem sendur var af landi brott í dag, ákallaði Jesús er hann var snúinn niður í Leifsstöð af lögreglumönnum. Lögmaður hans og samtökin No Borders telja að brottvísun Okafor sé ólögleg. Útlendingastofnun vísar því á bug. Myndband af atvikinu má sjá hér að neðan. Okafor er kristinn og flúði til Svíþjóðar eftir að meðlimir Boko Haram réðust inn í þorpið hans árið 2011. Frá Svíþjóð kom hann til Íslands ári síðar. Í samtali við fréttastofu 365 fyrr í mánuðinum sagði hann að samtökin vildu hann feigan og að einn daginn hafi þau ráðist inn á heimili hans vegna þess að fjölskylda hans er kristin.Tvær konur voru handteknar eftir að hafa tafið för flugvélar Icelandair sem flutti Okafor til Stokkhólms í morgun. Stóðu þær upp og hvöttu aðra farþega til þess að gera slíkt hið sama svo koma mætti í veg fyrir að Okafor yrði fluttur úr landi. Telja frávísun Okafor ólöglega Konurnar voru meðlimir í No Borders, samtökum sem berjast fyrir réttindum hælisleitenda og flóttamanna. Telja samtökin að brottvísun Okafor sé ólögleg og vísa til úrskurðar kærunefndar útlendingamála að samkvæmt Dyflinnarreglugerðinni sé of seint að senda Eze úr landi á grundvelli hennar. Dyflinnarreglugerðin þýðir að taka eigi mál hvers hælisleitanda fyrir í fyrsta landinu þar sem viðkomandi sækir um hæli í innan Evrópu. Í tilviki Okafor er það Svíþjóð. Lögmaður Eze Okafor, Katrín Theodórsdóttir, hefur gagnrýnt málsmeðferð Útlendingastofnunar vegna málefna sem nýlega var neitað um neitað um hæli hér á landi á Grundvelli Dyflinnargreglugerðarinnar og gert að fara aftur til Svíþjóðar. Var sú ákvörðun kærð til kærunefnd útlendingamála og telja Katrín og No Borders að með úrskurði sínum þann 10. maí hafi kærunefnd útlendingamála komist að þeirri niðurstöðu að sex mánaða fresturinn til að endursenda hann til Svíþjóðar samkvæmt Dyflinnarreglugerðinni væri liðinn, því ætti að taka umsókn Okafor um hæli hér á landi til efnislegrar umfjöllunar.Útlendingastofnun fer með málefni hælisleitenda hér á landi.Vísir/StefánSegja að sex mánaða fresturinn hafi framlengst Þessu vísar Útlendingastofnun á bug og í tilkynningu sem hún sendi frá sér bendir hún á að sérstaklega sé tekið fram í úrskurðinum að ekki sé fjallað um hvort heimild til endursendingar á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar sé enn gild og ekki er tekin afstaða til þess í úrskurðinum. Sex mánaða fresturinn byrjar að telja þegar endanleg ákvörðun íslensks stjórnvalds liggur fyrir og í tilfelli Okafor rann sá frestur út í apríl 2016. Í Dyflinnarreglugerðinni kemur hinsvegar fram að fresturinn framlengist takist ekki að framkvæma flutning vegna þess að viðkomandi sé í fangelsi eða hlaupist á brott. Í yfirlýsingu Útlendingarstofnunar kemur fram að að umbjóðenda Okafor hafi verið greint frá því þann 20. maí að vegna háttsemi umbjóðanda hennar hafi fresturinn framlengst. Okafor hafi svo gefið sig fram á skrifstofu Útlendingastofnunar hinn 17. maí og var honum þá gert fyrir að honum yrði vísað úr landi til Svíþjóðar eins fljótt og auðið yrði. Var Okafor færður á lögreglustöð í gær og fluttur landi brott í dag. Flóttamenn Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira
Eze Okafor, hælisleitandi sem sendur var af landi brott í dag, ákallaði Jesús er hann var snúinn niður í Leifsstöð af lögreglumönnum. Lögmaður hans og samtökin No Borders telja að brottvísun Okafor sé ólögleg. Útlendingastofnun vísar því á bug. Myndband af atvikinu má sjá hér að neðan. Okafor er kristinn og flúði til Svíþjóðar eftir að meðlimir Boko Haram réðust inn í þorpið hans árið 2011. Frá Svíþjóð kom hann til Íslands ári síðar. Í samtali við fréttastofu 365 fyrr í mánuðinum sagði hann að samtökin vildu hann feigan og að einn daginn hafi þau ráðist inn á heimili hans vegna þess að fjölskylda hans er kristin.Tvær konur voru handteknar eftir að hafa tafið för flugvélar Icelandair sem flutti Okafor til Stokkhólms í morgun. Stóðu þær upp og hvöttu aðra farþega til þess að gera slíkt hið sama svo koma mætti í veg fyrir að Okafor yrði fluttur úr landi. Telja frávísun Okafor ólöglega Konurnar voru meðlimir í No Borders, samtökum sem berjast fyrir réttindum hælisleitenda og flóttamanna. Telja samtökin að brottvísun Okafor sé ólögleg og vísa til úrskurðar kærunefndar útlendingamála að samkvæmt Dyflinnarreglugerðinni sé of seint að senda Eze úr landi á grundvelli hennar. Dyflinnarreglugerðin þýðir að taka eigi mál hvers hælisleitanda fyrir í fyrsta landinu þar sem viðkomandi sækir um hæli í innan Evrópu. Í tilviki Okafor er það Svíþjóð. Lögmaður Eze Okafor, Katrín Theodórsdóttir, hefur gagnrýnt málsmeðferð Útlendingastofnunar vegna málefna sem nýlega var neitað um neitað um hæli hér á landi á Grundvelli Dyflinnargreglugerðarinnar og gert að fara aftur til Svíþjóðar. Var sú ákvörðun kærð til kærunefnd útlendingamála og telja Katrín og No Borders að með úrskurði sínum þann 10. maí hafi kærunefnd útlendingamála komist að þeirri niðurstöðu að sex mánaða fresturinn til að endursenda hann til Svíþjóðar samkvæmt Dyflinnarreglugerðinni væri liðinn, því ætti að taka umsókn Okafor um hæli hér á landi til efnislegrar umfjöllunar.Útlendingastofnun fer með málefni hælisleitenda hér á landi.Vísir/StefánSegja að sex mánaða fresturinn hafi framlengst Þessu vísar Útlendingastofnun á bug og í tilkynningu sem hún sendi frá sér bendir hún á að sérstaklega sé tekið fram í úrskurðinum að ekki sé fjallað um hvort heimild til endursendingar á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar sé enn gild og ekki er tekin afstaða til þess í úrskurðinum. Sex mánaða fresturinn byrjar að telja þegar endanleg ákvörðun íslensks stjórnvalds liggur fyrir og í tilfelli Okafor rann sá frestur út í apríl 2016. Í Dyflinnarreglugerðinni kemur hinsvegar fram að fresturinn framlengist takist ekki að framkvæma flutning vegna þess að viðkomandi sé í fangelsi eða hlaupist á brott. Í yfirlýsingu Útlendingarstofnunar kemur fram að að umbjóðenda Okafor hafi verið greint frá því þann 20. maí að vegna háttsemi umbjóðanda hennar hafi fresturinn framlengst. Okafor hafi svo gefið sig fram á skrifstofu Útlendingastofnunar hinn 17. maí og var honum þá gert fyrir að honum yrði vísað úr landi til Svíþjóðar eins fljótt og auðið yrði. Var Okafor færður á lögreglustöð í gær og fluttur landi brott í dag.
Flóttamenn Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira