Gert ráð fyrir seinkunum fram eftir degi á Keflavíkurflugvelli Bjarki Ármannsson og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 26. maí 2016 11:15 Gera má ráð fyrir seinkunum fram eftir degi á meðan komist er fyrir þær tafir sem urðu vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra í nótt. Vísir/Anton Brink Keflavíkurflugvöllur opnaði á ný í morgun eftir tímabundna lokun í nótt vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra. Gert er ráð fyrir seinkunum á ætlunarflugi um flugvöllinn fram eftir degi. Vellinum var lokað frá klukkan tvö en opnaði að nýju klukkan sjö. Komu þá um tuttugu vélar frá Norður-Ameríku með mjög stuttu millibili. Auka mannskapur var á staðnum hjá farþegaþjónustunni. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Icelandair segir mesta kraðakið að baki þó það megi gera ráð fyrir áframhaldandi seinkunum á flugi fram eftir degi. „Vélarnar eru nú flestar farnar af stað til Evrópu,“ segir hann. „Það var alveg ljóst að þeim myndi seinka því vélarnar sem koma frá Norður-Ameríku fara áfram með farþega til Evrópu.“Mikið um að vera á flugvellinum í morgun„Allir þessir farþegar, ætli þeir séu ekki fjögur þúsund eða tæplega það, þeir þurftu að fara í gegnum landamæraeftirlitið og þar mynduðust nú dálitlar raðir,“ segir Guðni. „Það gekk nú nokkuð hratt að afgreiða þá. Það var vel mannað hjá lögreglunni og svo var farþegaþjónustan frá Isavia að gefa fólki vatn og segja því að það myndi örugglega ekki missa af tengiflugi, þeim sem voru í því.“ Yfirvinnubann flugumferðarstjóra er enn í gildi þannig að ekki verður hægt að kalla út starfsmenn ef til veikinda kemur líkt og gerðist í gær. „Við vitum þetta með skömmum fyrirvara, eins og gengur og gerist þegar menn veikjast,“ segir Guðni. „Við fréttum þetta til dæmis síðdegis í gær og þá fór allt í gang að láta farþega vita. Þannig að það er ekkert hægt að segja um framhaldið.“Þá voru tvær konur frá samtökunum No Borders handteknar um borð í vél Icelandair fyrir brottför til Stokkhólms. Voru þær að mótmæla brottvísun nígeríska hælisleitandans Eze Okafor. Hvöttu þær farþega vélarinnar til þess að standa upp til þess að koma í veg fyrir brottför vélarinnar. Seinkaði för vélarinnar um tvo tíma vegna atviksins.Yfirvinnubann flugumferðarstjóra tók gildi í byrjun apríl og er liður í kjaradeilu flugumferðarstjóra við Isavia og Samtök atvinnulífsins. Síðasti fundur í kjaradeilunni var haldinn 20. maí síðastliðinn. Ríkissáttasemjari hefur ekki boðað til næsta fundar í viðræðunum. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Ekkert áætlunarflug um Keflavík í nótt Ekkert áætlunarflug verður til og frá Keflavíkurflugvelli í nótt vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra. 25. maí 2016 15:15 Flugumferðarstjórar segja mikið álag og starfsfólk skorta Tafir urðu á innanlandsflugi í dag vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra. 22. maí 2016 19:30 Vél Icelandair snúið við vegna bilunar Sneri við stuttu eftir flugtak. Ferðinni til Gautaborgar aflýst en seinkanir eru á millilandaflugi í dag. 26. maí 2016 07:27 Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Fleiri fréttir Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Sjá meira
Keflavíkurflugvöllur opnaði á ný í morgun eftir tímabundna lokun í nótt vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra. Gert er ráð fyrir seinkunum á ætlunarflugi um flugvöllinn fram eftir degi. Vellinum var lokað frá klukkan tvö en opnaði að nýju klukkan sjö. Komu þá um tuttugu vélar frá Norður-Ameríku með mjög stuttu millibili. Auka mannskapur var á staðnum hjá farþegaþjónustunni. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Icelandair segir mesta kraðakið að baki þó það megi gera ráð fyrir áframhaldandi seinkunum á flugi fram eftir degi. „Vélarnar eru nú flestar farnar af stað til Evrópu,“ segir hann. „Það var alveg ljóst að þeim myndi seinka því vélarnar sem koma frá Norður-Ameríku fara áfram með farþega til Evrópu.“Mikið um að vera á flugvellinum í morgun„Allir þessir farþegar, ætli þeir séu ekki fjögur þúsund eða tæplega það, þeir þurftu að fara í gegnum landamæraeftirlitið og þar mynduðust nú dálitlar raðir,“ segir Guðni. „Það gekk nú nokkuð hratt að afgreiða þá. Það var vel mannað hjá lögreglunni og svo var farþegaþjónustan frá Isavia að gefa fólki vatn og segja því að það myndi örugglega ekki missa af tengiflugi, þeim sem voru í því.“ Yfirvinnubann flugumferðarstjóra er enn í gildi þannig að ekki verður hægt að kalla út starfsmenn ef til veikinda kemur líkt og gerðist í gær. „Við vitum þetta með skömmum fyrirvara, eins og gengur og gerist þegar menn veikjast,“ segir Guðni. „Við fréttum þetta til dæmis síðdegis í gær og þá fór allt í gang að láta farþega vita. Þannig að það er ekkert hægt að segja um framhaldið.“Þá voru tvær konur frá samtökunum No Borders handteknar um borð í vél Icelandair fyrir brottför til Stokkhólms. Voru þær að mótmæla brottvísun nígeríska hælisleitandans Eze Okafor. Hvöttu þær farþega vélarinnar til þess að standa upp til þess að koma í veg fyrir brottför vélarinnar. Seinkaði för vélarinnar um tvo tíma vegna atviksins.Yfirvinnubann flugumferðarstjóra tók gildi í byrjun apríl og er liður í kjaradeilu flugumferðarstjóra við Isavia og Samtök atvinnulífsins. Síðasti fundur í kjaradeilunni var haldinn 20. maí síðastliðinn. Ríkissáttasemjari hefur ekki boðað til næsta fundar í viðræðunum.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Ekkert áætlunarflug um Keflavík í nótt Ekkert áætlunarflug verður til og frá Keflavíkurflugvelli í nótt vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra. 25. maí 2016 15:15 Flugumferðarstjórar segja mikið álag og starfsfólk skorta Tafir urðu á innanlandsflugi í dag vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra. 22. maí 2016 19:30 Vél Icelandair snúið við vegna bilunar Sneri við stuttu eftir flugtak. Ferðinni til Gautaborgar aflýst en seinkanir eru á millilandaflugi í dag. 26. maí 2016 07:27 Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Fleiri fréttir Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Sjá meira
Ekkert áætlunarflug um Keflavík í nótt Ekkert áætlunarflug verður til og frá Keflavíkurflugvelli í nótt vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra. 25. maí 2016 15:15
Flugumferðarstjórar segja mikið álag og starfsfólk skorta Tafir urðu á innanlandsflugi í dag vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra. 22. maí 2016 19:30
Vél Icelandair snúið við vegna bilunar Sneri við stuttu eftir flugtak. Ferðinni til Gautaborgar aflýst en seinkanir eru á millilandaflugi í dag. 26. maí 2016 07:27