Hamilton og Rosberg hreinsa loftið

Áreksturinn á Spáni batt enda á keppni beggja öumanna. Áreksturinn olli því að Kimi Raikkonen er nú kominn á milli þeirra í heimsmeistarakeppni ökumanna sem Rosberg leiðir.
Mercedes ökumennirnir lentu síðast í keppnis endandi árekstri á Spa í Belgíu árið 2014. Þá fór baráttan á milli þeirra í kjölfarið meira fram í fjölmiðlum. Hins vegar hefur Mercedes tekist að halda spennunni innan herbúða sinna og að miklu leyti fyrir utan fjölmiðla í þetta skipti.
Hamilton telur að ástæða þess að spennan á milli þeirra Rosberg hafi ekki sprungið út í fjölmiðlum sé aukinn þroski beggja ökumanna.
„Ég held að það sé vegna þess að við Nico höfum þroskast. Við töluðum saman í dag. Í fortíðinni hefðum við sýnt illindi en samræðurnar fóru fram af gagnkvæmri virðingu í dag,“ sagði Hamilton.
Mónakó kappaksturinn fer fram um helgina þar má ætla að yfirburðir Mercedes verði minni en ella. Brautin í Mónakó reynir meira á undirvagn bílanna en vél þeirra. Red Bull ætti því að geta laumast nærri Mercedes, enda af mörgum talið það lið sem er með sterkasta undirvagninn.
Tengdar fréttir

Kvyat: Ég hefði náð í fleiri stig en Ricciardo
Daniil Kvyat telur að hann hefði haft betur í baráttunni við fyrrum liðsfélaga sinn, Daniel Ricciardo ef hann hefði fengið að klára tímabilið hjá Red Bull.

Lauda: Þetta var Lewis að kenna að mínu mati
Max Verstappen hjá Red Bull vann sína fyrstu keppni í dag. Keppnin var einnig hans fyrsta fyrir Red Bull eftir að hann fékk sæti Daniil Kvyat upp í hendurnar. Verstappen er yngsti ökumaðurinn til að vinna Formúlu 1 keppni. Hver sagði hvað eftir ótrúlega keppni?

Max Verstappen sá yngsti frá upphafi | Sjáðu allan þáttinn
Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kristjánsson gera upp helstu atriði spænska kappakstursins. Keppnin var viðburðarík og spennandi frá upphafi til enda.

Hamilton og Rosberg klesstu á hvorn annan á fyrsta hring og eru úr leik | Myndband
Lewis Hamilton og Nico Rosberg lentu saman snemma á fyrsta hring. Áreksturinn batt enda á keppni beggja ökumanna. Myndband í fréttinni.

Dennis: Það verður McLaren sem veltir Mercedes úr sessi
McLaren mun vinna heimsmeistarakeppni bílasmiða áður en einhverjum öðrum keppinauti Mercedes mun takast það, samkvæmt framkvæmdastjóra McLaren, Ron Dennis.