Barokktónlist með ferskri framsetningu Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 25. maí 2016 10:45 Sigurður Halldórsson sellóleikari, Halldór Bjarki Arnarson semballeikari, Þóra Margrét Sveinsdóttir víóluleikari, Hildigunnur Halldórsdóttir fiðluleikari, Guðbjörg Hlín Guðmundsdóttir fiðluleikari, Sigríður Ósk Kristjánsdóttir mezzó-sópran og Arngeir Heiðar Hauksson, gítar- og lútuleikari. Mynd/Jóhanna Helga Þorkelsdóttir „Við erum með sónötur, kantötu, sinfóníur og aríur eftir Purcell, La Guerre, Händel og Vivaldi, allt falleg og grípandi verk,“ segir Sigríður Ósk Kristjánsdóttir mezzo-sópransöngkona í hinum nýstofnaða barokkhópi Symphonia Angelica sem kemur fram í Guðríðarkirkju í Grafarholti annað kvöld, fimmtudag, klukkan 19.30 á vegum Listahátíðar. Aðalverk kvöldsins er kantatan La Lucrezia eftir Händel sem Sigríður Ósk segir dramatískt verk en kröftugt. „Ég söng þessa kantötu fyrir nokkrum árum í Kings Place í London með Classical Opera Company og langaði að taka hana aftur en til þess þurfti ég góðan hóp tónlistarmanna. Hún Sigríður Ella söngkona, kennari minn og vinkona benti mér á að tala við Sigurð Halldórsson sellóleikara sem bæði er í barokk- og nútímatónlist. Hann smalaði saman fleiri hljóðfæraleikurum, blöndu af nýútskrifuðu fólki og reynsluboltum sem eru starfandi hér heima og erlendis. Til dæmis er einn lútuleikari, búsettur í London og spilar þar eldri músík. Flott að fá hann því atvinnumenn á lútu eru ekki á hverju strái. Þetta eru allt frábærir tónlistarmenn og ótrúlega gaman að fá að vinna með þeim. Við eigum eftir að gera meira saman.“ Sigríður Ósk segir smá tvist verða á tónleikunum annað kvöld. „Við erum með þá stefnu að vera með ferska nálgun á verkin, til dæmis með smá spuna á milli þeirra þannig að tónleikarnir verði ein heild,“ segir hún og ber lof á salinn. „Það er stórkostlegur hljómburður í Guðríðarkirkju,“ segir hún. „Enda eru stundum teknir upp geisladiskar þar.“ Tónleikarnir taka rúman klukkutíma. Miðar verða seldir við innganginn og líka á listahátíðarsíðunni http://www.listahatid.is/dagskra/2016/ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 25. 6. 2016 Listahátíð í Reykjavík Menning Mest lesið Hjálmar Örn fékk hjartaáfall Lífið „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Lífið Angie Stone lést í bílslysi Tónlist Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Menning Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Lífið Danir senda annan Færeying í Eurovision Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Lífið Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Lífið Fleiri fréttir „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Við erum með sónötur, kantötu, sinfóníur og aríur eftir Purcell, La Guerre, Händel og Vivaldi, allt falleg og grípandi verk,“ segir Sigríður Ósk Kristjánsdóttir mezzo-sópransöngkona í hinum nýstofnaða barokkhópi Symphonia Angelica sem kemur fram í Guðríðarkirkju í Grafarholti annað kvöld, fimmtudag, klukkan 19.30 á vegum Listahátíðar. Aðalverk kvöldsins er kantatan La Lucrezia eftir Händel sem Sigríður Ósk segir dramatískt verk en kröftugt. „Ég söng þessa kantötu fyrir nokkrum árum í Kings Place í London með Classical Opera Company og langaði að taka hana aftur en til þess þurfti ég góðan hóp tónlistarmanna. Hún Sigríður Ella söngkona, kennari minn og vinkona benti mér á að tala við Sigurð Halldórsson sellóleikara sem bæði er í barokk- og nútímatónlist. Hann smalaði saman fleiri hljóðfæraleikurum, blöndu af nýútskrifuðu fólki og reynsluboltum sem eru starfandi hér heima og erlendis. Til dæmis er einn lútuleikari, búsettur í London og spilar þar eldri músík. Flott að fá hann því atvinnumenn á lútu eru ekki á hverju strái. Þetta eru allt frábærir tónlistarmenn og ótrúlega gaman að fá að vinna með þeim. Við eigum eftir að gera meira saman.“ Sigríður Ósk segir smá tvist verða á tónleikunum annað kvöld. „Við erum með þá stefnu að vera með ferska nálgun á verkin, til dæmis með smá spuna á milli þeirra þannig að tónleikarnir verði ein heild,“ segir hún og ber lof á salinn. „Það er stórkostlegur hljómburður í Guðríðarkirkju,“ segir hún. „Enda eru stundum teknir upp geisladiskar þar.“ Tónleikarnir taka rúman klukkutíma. Miðar verða seldir við innganginn og líka á listahátíðarsíðunni http://www.listahatid.is/dagskra/2016/ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 25. 6. 2016
Listahátíð í Reykjavík Menning Mest lesið Hjálmar Örn fékk hjartaáfall Lífið „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Lífið Angie Stone lést í bílslysi Tónlist Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Menning Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Lífið Danir senda annan Færeying í Eurovision Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Lífið Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Lífið Fleiri fréttir „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira