Bjarni lofar að kosið verði strax í haust Sveinn Arnarsson skrifar 24. maí 2016 07:00 Ekki voru allir þingmenn mættir í salinn við upphaf þingfundar í gær. vísir/Anton brink Formenn stjórnarflokkanna eru ósammála um hvenær ganga eigi til alþingiskosninga. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, tók af öll tvímæli um það að kosið yrði til Alþingis næsta haust. „Það hefur ekkert breyst varðandi það sem við forsætisráðherra höfum áður sagt, það að stefnt er að kosningum í haust,“ sagði Bjarni í svari við fyrirspurn Helga Hjörvar um málið á þingi í gær. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sneri aftur til starfa á sunnudaginn sem óbreyttur þingmaður og formaður Framsóknarflokksins. Sem formaður flokksins lét hann hafa eftir sér að það væri ekkert víst að kosningar færu fram í haust. Ekki væri búið að samþykkja þá tilhögun í þingflokki Framsóknarflokksins.Bjarni Benediktssonvísir/anton brinkÞví sá Helgi Hjörvar sig knúinn til að spyrja formann Sjálfstæðisflokksins um hans skoðun á málinu. „Því miður er ekki að ástæðulausu að spyrja hvort fyrirheit um kosningar verði efnd. Fyrirheit voru líka gefin um þjóðaratkvæðagreiðslu sem ekkert varð af,“ sagði Helgi. „Mér finnst reyndar dálítið merkilegt hversu mjög er dregið í efa að menn standi heilshugar á bak við orð sín miðað við hversu oft ég og forsætisráðherra höfum komið hér upp og sagt að þetta væri áætlunin,“ sagði Bjarni og bætti við að kosningar í haust byggðust á því að þingstörf myndu ganga vel. Bjarni sagði mikilvægt að klára stór mál áður en kosið yrði til þings og benti á að eitt af stóru málunum hefði klárast síðastliðið sunnudagskvöld þegar svokallað aflandskrónufrumvarp var samþykkt í þinginu. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 24. maí Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Panama-skjölin Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Sjá meira
Formenn stjórnarflokkanna eru ósammála um hvenær ganga eigi til alþingiskosninga. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, tók af öll tvímæli um það að kosið yrði til Alþingis næsta haust. „Það hefur ekkert breyst varðandi það sem við forsætisráðherra höfum áður sagt, það að stefnt er að kosningum í haust,“ sagði Bjarni í svari við fyrirspurn Helga Hjörvar um málið á þingi í gær. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sneri aftur til starfa á sunnudaginn sem óbreyttur þingmaður og formaður Framsóknarflokksins. Sem formaður flokksins lét hann hafa eftir sér að það væri ekkert víst að kosningar færu fram í haust. Ekki væri búið að samþykkja þá tilhögun í þingflokki Framsóknarflokksins.Bjarni Benediktssonvísir/anton brinkÞví sá Helgi Hjörvar sig knúinn til að spyrja formann Sjálfstæðisflokksins um hans skoðun á málinu. „Því miður er ekki að ástæðulausu að spyrja hvort fyrirheit um kosningar verði efnd. Fyrirheit voru líka gefin um þjóðaratkvæðagreiðslu sem ekkert varð af,“ sagði Helgi. „Mér finnst reyndar dálítið merkilegt hversu mjög er dregið í efa að menn standi heilshugar á bak við orð sín miðað við hversu oft ég og forsætisráðherra höfum komið hér upp og sagt að þetta væri áætlunin,“ sagði Bjarni og bætti við að kosningar í haust byggðust á því að þingstörf myndu ganga vel. Bjarni sagði mikilvægt að klára stór mál áður en kosið yrði til þings og benti á að eitt af stóru málunum hefði klárast síðastliðið sunnudagskvöld þegar svokallað aflandskrónufrumvarp var samþykkt í þinginu. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 24. maí
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Panama-skjölin Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Sjá meira