Þarf núna ekki að sjá á eftir þeim bestu fara áður en þeir ná að blómstra Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. maí 2016 19:19 Guðjón Guðmundsson ræddi við nýjan þjálfara danska úrvalsdeildarliðsins Randers í kvöldfréttum Stöðvar tvö. Ólafur Kristjánsson tekur við þjálfarastarfi Randers af fyrrum landsliðsmanni Englands Colin Todd sem þjálfað gefur Randers-liðið með góðum árangri síðustu ár. „Mér finnst þetta vera lið sem hefur hellings möguleika og þeir hafa verið að spila vel. Þeir eru með líkamlega sterkt lið um leið og þeir eru leiknir með boltann. Þarna eru því strengir að spila á sem eru mjög spennandi," sagði Ólafur í viðtali við Gaupa. „Markmiðið er að vera í hópi þeirra sex bestu. Það er breyting á keppnisfyrirkomulaginu í deildinni og það verður spiluð úrslitakeppni. Þetta snýst því svolítið um það að komast inn í þessa úrslitakeppni. Randers vill vera með lið sem fer þangað inn og þar af leiðandi þarf að vera með sterkan hóp," sagði Ólafur. Ólafur var áður þjálfari Nordsjælland í hálft annað ár en honum var síðan sagt upp störfum þar. „Það sem er mjög sterkt hjá Nordsjælland er ekki mjög sterkt hjá Randers og svo öfugt. Allt yngri flokka starf hjá Nordsjælland er til fyrirmyndar og allir ferlar í klúbbnum eru mjög fastskorðaðir. Randers er meira svona klúbbur eins og við þekkjum þar sem fókusinn er að vera meðal þeirra bestu en ekki á sama hátt og uppeldisklúbbur," sagði Ólafur. „Það verður spennandi að koma í það umhverfi en vera ekki endalaust að sjá á eftir þeim bestu fara áður en þeir ná að blómstra," sagði Ólafur. Ólafur tekur til starfa hjá Randers 20. júní í sumar en hann segir að starfið breyti ekki áformum hans að vera í teyminu sem leikgreinir andstæðinga Íslands á Evrópumótinu í Frakklandi sem hefst 10. júní. „Í stað þess að vera riðlakeppnina og svo með þegar liðið fer upp úr riðlinum þá verð ég fram yfir leikinn á móti Ungverjum og fer þá til Danmerkur. Allt annað helst," sagði Ólafur. „Það er alltaf áskorun að taka við liði eins og Randers. Það er svo skemmtilegt þegar þú kemur á nýjan stað þá þarftu að sanna þig. Það er mitt verkefni núna að sýna fram á það að ég geti flutt þetta lið. Það gerir þú bara á einn hátt og það er með verkum þínum. Það er ekki nóg að taka heldur þarf að láta verkin tala," sagði Ólafur. Það er hægt að sjá allt viðtali við Ólaf í spilaranum hér fyrir ofan. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og lokadagur The Open Sport Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Fleiri fréttir Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Búið að gera tilboð í Ederson og City horfir til Burnley Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Sjá meira
Guðjón Guðmundsson ræddi við nýjan þjálfara danska úrvalsdeildarliðsins Randers í kvöldfréttum Stöðvar tvö. Ólafur Kristjánsson tekur við þjálfarastarfi Randers af fyrrum landsliðsmanni Englands Colin Todd sem þjálfað gefur Randers-liðið með góðum árangri síðustu ár. „Mér finnst þetta vera lið sem hefur hellings möguleika og þeir hafa verið að spila vel. Þeir eru með líkamlega sterkt lið um leið og þeir eru leiknir með boltann. Þarna eru því strengir að spila á sem eru mjög spennandi," sagði Ólafur í viðtali við Gaupa. „Markmiðið er að vera í hópi þeirra sex bestu. Það er breyting á keppnisfyrirkomulaginu í deildinni og það verður spiluð úrslitakeppni. Þetta snýst því svolítið um það að komast inn í þessa úrslitakeppni. Randers vill vera með lið sem fer þangað inn og þar af leiðandi þarf að vera með sterkan hóp," sagði Ólafur. Ólafur var áður þjálfari Nordsjælland í hálft annað ár en honum var síðan sagt upp störfum þar. „Það sem er mjög sterkt hjá Nordsjælland er ekki mjög sterkt hjá Randers og svo öfugt. Allt yngri flokka starf hjá Nordsjælland er til fyrirmyndar og allir ferlar í klúbbnum eru mjög fastskorðaðir. Randers er meira svona klúbbur eins og við þekkjum þar sem fókusinn er að vera meðal þeirra bestu en ekki á sama hátt og uppeldisklúbbur," sagði Ólafur. „Það verður spennandi að koma í það umhverfi en vera ekki endalaust að sjá á eftir þeim bestu fara áður en þeir ná að blómstra," sagði Ólafur. Ólafur tekur til starfa hjá Randers 20. júní í sumar en hann segir að starfið breyti ekki áformum hans að vera í teyminu sem leikgreinir andstæðinga Íslands á Evrópumótinu í Frakklandi sem hefst 10. júní. „Í stað þess að vera riðlakeppnina og svo með þegar liðið fer upp úr riðlinum þá verð ég fram yfir leikinn á móti Ungverjum og fer þá til Danmerkur. Allt annað helst," sagði Ólafur. „Það er alltaf áskorun að taka við liði eins og Randers. Það er svo skemmtilegt þegar þú kemur á nýjan stað þá þarftu að sanna þig. Það er mitt verkefni núna að sýna fram á það að ég geti flutt þetta lið. Það gerir þú bara á einn hátt og það er með verkum þínum. Það er ekki nóg að taka heldur þarf að láta verkin tala," sagði Ólafur. Það er hægt að sjá allt viðtali við Ólaf í spilaranum hér fyrir ofan.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og lokadagur The Open Sport Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Fleiri fréttir Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Búið að gera tilboð í Ederson og City horfir til Burnley Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Sjá meira