Sigurður Ingi er ekkert að hugsa um formannsframboð Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. maí 2016 15:58 Sigurður Ingi Jóhannsson vísir/valli „Ég hef lýst því yfir að ég mun ekki bjóða mig fram gegn sitjandi formanni og það hefur ekkert breyst,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður Framsóknarflokksins og forsætisráðherra, aðspurður hvort hann ætli að gefa kost á sér sem formaður flokksins komi til formannskjörs á flokksþingi fyrir þingkosningar í haust. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, greindi frá því í gær að hann hefði hug á því að halda áfram sem formaður flokksins og þannig leiða hann í næstu þingkosningum. Í Fréttablaðinu í morgun sögðu hins vegar tveir framámenn í Framsóknarflokknum að þeir vildu gjarnan sjá Sigurð Inga sem næsta formann flokksins.Svo hvað ef að Sigmundur Davíð hættir hins vegar við þau áform sín að halda áfram sem formaður, hvað gerir varaformaðurinn þá? „Þá hef ég þá skoðun að núna er ég í ákveðnum verkefnum, ég einbeiti mér að þeim. Þegar kemur að því á einhverju flokksþingi og önnur staða er uppi og kosningar í nánd þá tekur maður þá ákvörðun en núna er ég bara ekkert að hugsa um þau mál,“ segir Sigurður Ingi. Miðstjórnarfundur verður haldinn hjá Framsóknarflokknum í byrjun júní og býst Sigurður Ingi við að þá verði rætt hvort og hvenær flokksþing verður haldið þó ekki sé formlega gert ráð fyrir því að ákvörðun um flokksþing verði tekin þá.Stefnt að þingkosningum í haust Sigurður Ingi segist telja það skynsamlegast að halda flokksþing í aðdraganda kosninga til að klára stefnumótun fyrir næsta kjörtímabil, óháð því hvort til standi að kjósa um nýja forystu. Sigmundur Davíð viðraði þá skoðun sína í gær að honum hugnaðist það ekki endilega að kosið yrði til þings í haust eins og þeir Sigurður Ingi og Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins hafa boðað. Aðspurður um þessi orð Sigmundar og það hvort hafi eitthvað hafi breyst í þeim efnum að kosið verði í haust segir Sigurður Ingi: „Eins og við forystumenn ríkisstjórnarinnar sögðum við myndun ríkisstjórnarinnar að að því gefnu að mál gangi fram með eðlilegum hætti í þinginu og við náum að ljúka þeim mikilvægu málum sem stefnt er að að þá verði boðað til kosninga og það stendur. Það er hins vegar ljóst bæði innan þingflokks Framsóknarflokksins og annarra flokka eru skiptar skoðanir eru um það.“Segja þingstörfin ganga vel Forsætisráðherra segir í þessu samhengi að honum finnist þingstörfin ganga fínt þessa dagana. „Það er margt sem bendir til þess að menn séu bara að einbeita sér að því að ljúka þeim verkefnum sem um hefur verið rætt,“ segir Sigurður Ingi. Þetta er í samræmi við orð Bjarna á þingi í dag þar sem hann var spurður út í orð Sigmundar Davíðs um kosningarnar í haust. Sagði Bjarni að það væri stefnt að kosningum í haust en tók það jafnframt fram að það væru skiptar skoðanir um það. Þá tók hann undir orð Helga Hjörvar, þingmanns Samfylkingarinnar, sem spurði út í fyrirhugaðar kosningar, um að þingstörfin gangi vel. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Þarf að endurheimta traust flokksins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vill halda áfram sem formaður Framsóknar. Gagnrýni flokksmanna á störf Sigmundar gæti sett strik í reikninginn. Bæjarfulltrúi gæti séð Sigurð Inga Jóhannsson fyrir sér sem formann flokksins. 23. maí 2016 07:00 Sigmundur Davíð telur ekkert liggja á kosningum í haust Sigmundur leggur áherslu á að stóru málin klárist. 22. maí 2016 11:53 Vill verða forsætisráðherra á ný Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, hefur ekki velt því fyrir sér að hætta í pólitík vegna Wintris-málsins. 23. maí 2016 10:45 Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Sjá meira
„Ég hef lýst því yfir að ég mun ekki bjóða mig fram gegn sitjandi formanni og það hefur ekkert breyst,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður Framsóknarflokksins og forsætisráðherra, aðspurður hvort hann ætli að gefa kost á sér sem formaður flokksins komi til formannskjörs á flokksþingi fyrir þingkosningar í haust. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, greindi frá því í gær að hann hefði hug á því að halda áfram sem formaður flokksins og þannig leiða hann í næstu þingkosningum. Í Fréttablaðinu í morgun sögðu hins vegar tveir framámenn í Framsóknarflokknum að þeir vildu gjarnan sjá Sigurð Inga sem næsta formann flokksins.Svo hvað ef að Sigmundur Davíð hættir hins vegar við þau áform sín að halda áfram sem formaður, hvað gerir varaformaðurinn þá? „Þá hef ég þá skoðun að núna er ég í ákveðnum verkefnum, ég einbeiti mér að þeim. Þegar kemur að því á einhverju flokksþingi og önnur staða er uppi og kosningar í nánd þá tekur maður þá ákvörðun en núna er ég bara ekkert að hugsa um þau mál,“ segir Sigurður Ingi. Miðstjórnarfundur verður haldinn hjá Framsóknarflokknum í byrjun júní og býst Sigurður Ingi við að þá verði rætt hvort og hvenær flokksþing verður haldið þó ekki sé formlega gert ráð fyrir því að ákvörðun um flokksþing verði tekin þá.Stefnt að þingkosningum í haust Sigurður Ingi segist telja það skynsamlegast að halda flokksþing í aðdraganda kosninga til að klára stefnumótun fyrir næsta kjörtímabil, óháð því hvort til standi að kjósa um nýja forystu. Sigmundur Davíð viðraði þá skoðun sína í gær að honum hugnaðist það ekki endilega að kosið yrði til þings í haust eins og þeir Sigurður Ingi og Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins hafa boðað. Aðspurður um þessi orð Sigmundar og það hvort hafi eitthvað hafi breyst í þeim efnum að kosið verði í haust segir Sigurður Ingi: „Eins og við forystumenn ríkisstjórnarinnar sögðum við myndun ríkisstjórnarinnar að að því gefnu að mál gangi fram með eðlilegum hætti í þinginu og við náum að ljúka þeim mikilvægu málum sem stefnt er að að þá verði boðað til kosninga og það stendur. Það er hins vegar ljóst bæði innan þingflokks Framsóknarflokksins og annarra flokka eru skiptar skoðanir eru um það.“Segja þingstörfin ganga vel Forsætisráðherra segir í þessu samhengi að honum finnist þingstörfin ganga fínt þessa dagana. „Það er margt sem bendir til þess að menn séu bara að einbeita sér að því að ljúka þeim verkefnum sem um hefur verið rætt,“ segir Sigurður Ingi. Þetta er í samræmi við orð Bjarna á þingi í dag þar sem hann var spurður út í orð Sigmundar Davíðs um kosningarnar í haust. Sagði Bjarni að það væri stefnt að kosningum í haust en tók það jafnframt fram að það væru skiptar skoðanir um það. Þá tók hann undir orð Helga Hjörvar, þingmanns Samfylkingarinnar, sem spurði út í fyrirhugaðar kosningar, um að þingstörfin gangi vel.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Þarf að endurheimta traust flokksins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vill halda áfram sem formaður Framsóknar. Gagnrýni flokksmanna á störf Sigmundar gæti sett strik í reikninginn. Bæjarfulltrúi gæti séð Sigurð Inga Jóhannsson fyrir sér sem formann flokksins. 23. maí 2016 07:00 Sigmundur Davíð telur ekkert liggja á kosningum í haust Sigmundur leggur áherslu á að stóru málin klárist. 22. maí 2016 11:53 Vill verða forsætisráðherra á ný Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, hefur ekki velt því fyrir sér að hætta í pólitík vegna Wintris-málsins. 23. maí 2016 10:45 Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Sjá meira
Þarf að endurheimta traust flokksins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vill halda áfram sem formaður Framsóknar. Gagnrýni flokksmanna á störf Sigmundar gæti sett strik í reikninginn. Bæjarfulltrúi gæti séð Sigurð Inga Jóhannsson fyrir sér sem formann flokksins. 23. maí 2016 07:00
Sigmundur Davíð telur ekkert liggja á kosningum í haust Sigmundur leggur áherslu á að stóru málin klárist. 22. maí 2016 11:53
Vill verða forsætisráðherra á ný Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, hefur ekki velt því fyrir sér að hætta í pólitík vegna Wintris-málsins. 23. maí 2016 10:45