Mývatn Guðmundur Andri Thorsson skrifar 23. maí 2016 07:00 Náttúran hefur gildi í sjálfu sér, ekki bara nytjagildi fyrir menn. Þetta er grundvallaratriði sem furðu oft gleymist. Að sjálfsögðu lifa menn af landsins gæðum, sem eru þrotlaus, og haga þá málum svo að þau rýrni ekki eða spillist – en raunverulegt gildi náttúrunnar felst ekki í slíkum nytjum. Það felst ekki heldur í því að vera manninum augnayndi eða uppspretta unaðar. Það snýst ekki um manninn heldur hafa öll fyrirbæri náttúrunnar gildi í sjálfu sér og ber að sýna þeim virðingu samkvæmt því: hver hóll, hver jurt, fjöllin, mosinn, trén – og vatnið sem rennur. Ekkert af þessu hefur maðurinn búið til og ekkert getur hann betrumbætt, þetta var til fyrir hans daga og verður áfram þegar dagar mannsins eru taldir. Eina hlutverk mannsins í náttúrunni er að eyðileggja hana ekki.Vötn geta dáið Náttúruna á að umgangast eins og helgidóm. Þegar talað er um að það eigi að „láta náttúruna njóta vafans“ er átt við að maðurinn spyrji alltaf fyrst í öllum sínum umsvifum: hvaða áhrif hefur þetta á lífríkið hér – heildina? – en ekki: hvað er upp úr þessu að hafa? Það er vissulega ágæt spurning líka, og gleymist furðu oft líka – en hún á alltaf að koma á eftir hinni. Umhverfismat er ekki formsatriði heldur grundvallaratriði. Of lengi hefur það tíðkast hér á landi að láta náttúruna gjalda vafans. Vötn geta dáið vegna sambýlis við menn. Það gerist þegar umsvif manna verða til þess að of mikið af tilteknum efnum berst út í vötnin. Þetta er skólp eða tilbúinn áburður og hefur í för með sér þörungamergð, súrefnisskort og fiskadauða. Þetta hefur verið að gerast um allan heim vegna þeirra vanþróuðu atvinnuhátta, að geta ekki komið við sómasamlegum hreinsunarbúnaði kringum starfsemi sína. Mývatn er að deyja. Fyrir því eru ýmsar ástæður, segja þeir sem gerst vita. Frá náttúrunnar hendi er vatnið næringarríkt og bakteríublómar – sem grugga vatnið – hafa verið þar frá alda öðli, löngu fyrir daga Kísiliðju og annarra mannlegra umsvifa. Á milli hafa komið tær sumur svo að birtan hefur náð niður til botns og botngróðurinn náð að vaxa – hinn margfrægi kúluskítur. Þessum tærleikasumrum hefur fækkað við Mývatn jafnt og þétt undanfarna áratugi – bakteríublómar koma þá á hverju ári og birtan nær aldrei til botns yfir hásumarið, með þeim afleiðingum að botngróðurinn hverfur og vítahringurinn dýpktar og versnar. Nú er talað um að botn Mývatns sé eins og eyðimörk, kúluskíturinn horfinn.Lágmarksaðgerðir Fyrir þessu kunna að vera margvíslegar ástæður og ekki á valdi manna eingöngu að rjúfa þetta ófremdarástand. Sumir vísindamenn nefna hlýnandi loftslag, aðrir benda á að Kísiliðjan sáluga dældi óhemju miklu af næringarefnum í Mývatn. Loks er talað um landbúnaðinn og túrismann og annað mannanna brölt sem áhrifavalda. Leit að sökudólgum hefur ekki mikið gildi á þessu stigi málsins, nema þá til að læra af því. En þó að björgun Mývatns sé kannski ekki bara undir mannlegum aðgerðum komin er ekki þar með sagt að bara eigi að yppa öxlum og halda áfram að dæla í vatnið næringarefnum – skipa kannski nefnd til að velta enn einu sinni fyrir sér hugsanlegum ástæðum ástandsins. Menn hljóta að gera allt sem í þeirra valdi stendur og þurfa að byrja á því undireins. Það þarf að skrúfa fyrir flæði næringarefna í vatnið undireins – bæði frá byggð og atvinnurekstri. Það er lágmark og þegar búið er að gera það má fara að velta fyrir sér ástæðunum. Við þurfum að hugsa öðruvísi um náttúruna, sem samfélag og þjóð. Við þurfum að ganga um landið okkar sem helgidóm. Náttúran við Mývatn er ekki einkamál þeirra sem þar búa, fremur en flugvöllurinn í Reykjavík kemur íbúum þar einum við. Og við þurfum öll að ræða og hafa skoðanir á iðnaðaráformum í kjölfar fyrirhugaðrar Bjarnarflagsvirkjunar – þetta getur aldrei verið einskær spurning um atvinnusköpun í héraði, með fullri virðingu fyrir slíkri viðleitni. Fregnir berast af sífellt þéttari byggð kringum vatnið, gistihús og veitingastaðir rísa við vatnsbakkann; borað hefur verið á ská undir Námafjall og hverirnir austan undir fjallinu settir í hættu. Nýlega þótti við hæfi að taka þarna upp amerískan bílahasar og vonað það besta um lífríki vatnsins, líka þegar sukku í það vinnuvélar. Yfir Dimmuborgum trónir veitingahús og stór hótel rísa á bestu útsýnisstöðunum. Þjóðvegur eitt liggur um vatnsbakkann – sem í sjálfu sér er brjálæðisleg áhættuhegðun og virðingarleysi við náttúrugersemi á heimsvísu: risastórir flutningabílar – olíubílar. Einn slíkur út af brúnni yfir Laxá og …Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 23. maí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Náttúran hefur gildi í sjálfu sér, ekki bara nytjagildi fyrir menn. Þetta er grundvallaratriði sem furðu oft gleymist. Að sjálfsögðu lifa menn af landsins gæðum, sem eru þrotlaus, og haga þá málum svo að þau rýrni ekki eða spillist – en raunverulegt gildi náttúrunnar felst ekki í slíkum nytjum. Það felst ekki heldur í því að vera manninum augnayndi eða uppspretta unaðar. Það snýst ekki um manninn heldur hafa öll fyrirbæri náttúrunnar gildi í sjálfu sér og ber að sýna þeim virðingu samkvæmt því: hver hóll, hver jurt, fjöllin, mosinn, trén – og vatnið sem rennur. Ekkert af þessu hefur maðurinn búið til og ekkert getur hann betrumbætt, þetta var til fyrir hans daga og verður áfram þegar dagar mannsins eru taldir. Eina hlutverk mannsins í náttúrunni er að eyðileggja hana ekki.Vötn geta dáið Náttúruna á að umgangast eins og helgidóm. Þegar talað er um að það eigi að „láta náttúruna njóta vafans“ er átt við að maðurinn spyrji alltaf fyrst í öllum sínum umsvifum: hvaða áhrif hefur þetta á lífríkið hér – heildina? – en ekki: hvað er upp úr þessu að hafa? Það er vissulega ágæt spurning líka, og gleymist furðu oft líka – en hún á alltaf að koma á eftir hinni. Umhverfismat er ekki formsatriði heldur grundvallaratriði. Of lengi hefur það tíðkast hér á landi að láta náttúruna gjalda vafans. Vötn geta dáið vegna sambýlis við menn. Það gerist þegar umsvif manna verða til þess að of mikið af tilteknum efnum berst út í vötnin. Þetta er skólp eða tilbúinn áburður og hefur í för með sér þörungamergð, súrefnisskort og fiskadauða. Þetta hefur verið að gerast um allan heim vegna þeirra vanþróuðu atvinnuhátta, að geta ekki komið við sómasamlegum hreinsunarbúnaði kringum starfsemi sína. Mývatn er að deyja. Fyrir því eru ýmsar ástæður, segja þeir sem gerst vita. Frá náttúrunnar hendi er vatnið næringarríkt og bakteríublómar – sem grugga vatnið – hafa verið þar frá alda öðli, löngu fyrir daga Kísiliðju og annarra mannlegra umsvifa. Á milli hafa komið tær sumur svo að birtan hefur náð niður til botns og botngróðurinn náð að vaxa – hinn margfrægi kúluskítur. Þessum tærleikasumrum hefur fækkað við Mývatn jafnt og þétt undanfarna áratugi – bakteríublómar koma þá á hverju ári og birtan nær aldrei til botns yfir hásumarið, með þeim afleiðingum að botngróðurinn hverfur og vítahringurinn dýpktar og versnar. Nú er talað um að botn Mývatns sé eins og eyðimörk, kúluskíturinn horfinn.Lágmarksaðgerðir Fyrir þessu kunna að vera margvíslegar ástæður og ekki á valdi manna eingöngu að rjúfa þetta ófremdarástand. Sumir vísindamenn nefna hlýnandi loftslag, aðrir benda á að Kísiliðjan sáluga dældi óhemju miklu af næringarefnum í Mývatn. Loks er talað um landbúnaðinn og túrismann og annað mannanna brölt sem áhrifavalda. Leit að sökudólgum hefur ekki mikið gildi á þessu stigi málsins, nema þá til að læra af því. En þó að björgun Mývatns sé kannski ekki bara undir mannlegum aðgerðum komin er ekki þar með sagt að bara eigi að yppa öxlum og halda áfram að dæla í vatnið næringarefnum – skipa kannski nefnd til að velta enn einu sinni fyrir sér hugsanlegum ástæðum ástandsins. Menn hljóta að gera allt sem í þeirra valdi stendur og þurfa að byrja á því undireins. Það þarf að skrúfa fyrir flæði næringarefna í vatnið undireins – bæði frá byggð og atvinnurekstri. Það er lágmark og þegar búið er að gera það má fara að velta fyrir sér ástæðunum. Við þurfum að hugsa öðruvísi um náttúruna, sem samfélag og þjóð. Við þurfum að ganga um landið okkar sem helgidóm. Náttúran við Mývatn er ekki einkamál þeirra sem þar búa, fremur en flugvöllurinn í Reykjavík kemur íbúum þar einum við. Og við þurfum öll að ræða og hafa skoðanir á iðnaðaráformum í kjölfar fyrirhugaðrar Bjarnarflagsvirkjunar – þetta getur aldrei verið einskær spurning um atvinnusköpun í héraði, með fullri virðingu fyrir slíkri viðleitni. Fregnir berast af sífellt þéttari byggð kringum vatnið, gistihús og veitingastaðir rísa við vatnsbakkann; borað hefur verið á ská undir Námafjall og hverirnir austan undir fjallinu settir í hættu. Nýlega þótti við hæfi að taka þarna upp amerískan bílahasar og vonað það besta um lífríki vatnsins, líka þegar sukku í það vinnuvélar. Yfir Dimmuborgum trónir veitingahús og stór hótel rísa á bestu útsýnisstöðunum. Þjóðvegur eitt liggur um vatnsbakkann – sem í sjálfu sér er brjálæðisleg áhættuhegðun og virðingarleysi við náttúrugersemi á heimsvísu: risastórir flutningabílar – olíubílar. Einn slíkur út af brúnni yfir Laxá og …Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 23. maí.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun