Flugumferðarstjórar segja mikið álag og starfsfólk skorta Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 22. maí 2016 19:30 Tafir urðu á innanlandsflugi í dag vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra. Formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra segir mikið álag á flugumferðarstjóra, starfsfólk skorti og hávær krafa sé um að starfsfólk vinni yfirvinnu svo allt gangi upp. Venjulega eru þrír flugumferðarstjóra á vakt í flugturninum á Reykjavíkurflugvelli en í dag var aðeins einn á vakt vegna veikinda. Innanlandsflug um Reykjavíkurflugvöll lá því niðri í morgun til klukkan hálf ellefu. Ekki var hægt að kalla út starfsfólk á vakt þar sem flugumferðarstjóra hafa sett á yfirvinnubann og bann við þjálfun nýrra flugumferðarstjóra til að þrýsta á um lausn í kjaradeilu þeirra og Isavia. Síðan í byrjun febrúar hafa flugumferðarstjórar verið kjarasamningslausir en samningurinn sem þá rann út gilti í fimm ár. „Við fundum í fyrradag og það var lítill árangur sem að náðist af þeim fundi þannig að deilan er svo gott sem í hnút núna,“ segir Sigurjón Jónasson formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra. Sigurjón segir að flugumferðarstjórar hafi dregist aftur úr í launaþróun miðað við aðrar stéttir. Þá hafi álagið aukist mikið með aukinni flugumferð síðustu ár. Nýliðun í faginu hafi verið of lítil og því þurfa flestir að vinna yfirvinnu svo hægt sé að manna allar vaktir. „Það er viðvarandi mannekla og við erum að keyra á lágmarksmannskap og ef það eru einhver forföll þá þarf að takmarka umferð því miður. Þetta er lítil stétt, fámenn stétt, rúmlega 100 manns og ég myndi halda að það vantaði svona sirka 20 flugumferðarstjóra bara helst á morgun,“ segir Sigurjón. „Kröfur flugumferðarstjóra eru mjög langt umfram það sem þessar hækkanir sem hafa almennt verið á almennum vinnumarkaði,“ segir Guðni Sigurðsson upplýsingafulltrúi Isavia. „Það er auðvitað aukið álag en það er nú svo sem ekkert mikið meira heldur almennt er á Íslandi. Flugumferðarstjórar eru kannski að vinna um 45 stundir á viku en við erum að bæta við mannskap. Við erum að þjálfa flugumferðarstjóra til að bæta inn í mannskapinn,“ segir Guðni. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Flugumferðarstjórar boða hertari aðgerðir „Þetta getur einfaldlega ekki gengið svona áfram," segir formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra. 26. apríl 2016 15:33 Röskun á 24 flugferðum um Keflavíkurflugvöll Vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra verður þjónusta á Keflavíkurflugvelli takmörkuð við sjúkra- og neyðarflug frá klukkan 21 í kvöld til klukkan 7 í fyrramálið. 28. apríl 2016 16:08 Innanlandsflug um Reykjavíkurflugvöll lá niðri í morgun Yfirvinnubann flugumferðarstjóra hefur alvarleg áhrif. 22. maí 2016 12:17 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Fleiri fréttir Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Sjá meira
Tafir urðu á innanlandsflugi í dag vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra. Formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra segir mikið álag á flugumferðarstjóra, starfsfólk skorti og hávær krafa sé um að starfsfólk vinni yfirvinnu svo allt gangi upp. Venjulega eru þrír flugumferðarstjóra á vakt í flugturninum á Reykjavíkurflugvelli en í dag var aðeins einn á vakt vegna veikinda. Innanlandsflug um Reykjavíkurflugvöll lá því niðri í morgun til klukkan hálf ellefu. Ekki var hægt að kalla út starfsfólk á vakt þar sem flugumferðarstjóra hafa sett á yfirvinnubann og bann við þjálfun nýrra flugumferðarstjóra til að þrýsta á um lausn í kjaradeilu þeirra og Isavia. Síðan í byrjun febrúar hafa flugumferðarstjórar verið kjarasamningslausir en samningurinn sem þá rann út gilti í fimm ár. „Við fundum í fyrradag og það var lítill árangur sem að náðist af þeim fundi þannig að deilan er svo gott sem í hnút núna,“ segir Sigurjón Jónasson formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra. Sigurjón segir að flugumferðarstjórar hafi dregist aftur úr í launaþróun miðað við aðrar stéttir. Þá hafi álagið aukist mikið með aukinni flugumferð síðustu ár. Nýliðun í faginu hafi verið of lítil og því þurfa flestir að vinna yfirvinnu svo hægt sé að manna allar vaktir. „Það er viðvarandi mannekla og við erum að keyra á lágmarksmannskap og ef það eru einhver forföll þá þarf að takmarka umferð því miður. Þetta er lítil stétt, fámenn stétt, rúmlega 100 manns og ég myndi halda að það vantaði svona sirka 20 flugumferðarstjóra bara helst á morgun,“ segir Sigurjón. „Kröfur flugumferðarstjóra eru mjög langt umfram það sem þessar hækkanir sem hafa almennt verið á almennum vinnumarkaði,“ segir Guðni Sigurðsson upplýsingafulltrúi Isavia. „Það er auðvitað aukið álag en það er nú svo sem ekkert mikið meira heldur almennt er á Íslandi. Flugumferðarstjórar eru kannski að vinna um 45 stundir á viku en við erum að bæta við mannskap. Við erum að þjálfa flugumferðarstjóra til að bæta inn í mannskapinn,“ segir Guðni.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Flugumferðarstjórar boða hertari aðgerðir „Þetta getur einfaldlega ekki gengið svona áfram," segir formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra. 26. apríl 2016 15:33 Röskun á 24 flugferðum um Keflavíkurflugvöll Vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra verður þjónusta á Keflavíkurflugvelli takmörkuð við sjúkra- og neyðarflug frá klukkan 21 í kvöld til klukkan 7 í fyrramálið. 28. apríl 2016 16:08 Innanlandsflug um Reykjavíkurflugvöll lá niðri í morgun Yfirvinnubann flugumferðarstjóra hefur alvarleg áhrif. 22. maí 2016 12:17 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Fleiri fréttir Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Sjá meira
Flugumferðarstjórar boða hertari aðgerðir „Þetta getur einfaldlega ekki gengið svona áfram," segir formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra. 26. apríl 2016 15:33
Röskun á 24 flugferðum um Keflavíkurflugvöll Vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra verður þjónusta á Keflavíkurflugvelli takmörkuð við sjúkra- og neyðarflug frá klukkan 21 í kvöld til klukkan 7 í fyrramálið. 28. apríl 2016 16:08
Innanlandsflug um Reykjavíkurflugvöll lá niðri í morgun Yfirvinnubann flugumferðarstjóra hefur alvarleg áhrif. 22. maí 2016 12:17